Dagur B. deilir leyniuppskriftinni 13. júní 2014 20:43 Eva Laufey sótti Dag B. Eggertsson heim í þættinum Höfðingjar heim að sækja. „Dagur B. Eggertsson er mikill sælkeri og honum líður mjög vel í eldhúsinu. Dagur bauð upp á þrjá einfalda, fljótlega og gómsæta rétti. Ég þori að lofa ykkur því að þið eigið eftir að elda þessa rétti aftur og aftur,“ segir Eva Laufey.Heimsmeistara kjúklingavængirStökkir og gómsætir kjúklingavængir.1 pakki kjúklingavængir (10 -12 stk)1,5 msk. HveitiSalt og pipar, eftir smekk Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skolið og þerrið kjúklingavængina. Setjið hveiti, salt, pipar og kjúklingavængi í plastpoka. Lokið pokanum og hrisstið. Raðið vængjunum á ofnplötu og bakið í 45 – 50 mínútur. Snúið þeim við einu sinni. Kjúklingavængirnir eru mjög góðir einir og sér, en einnig er gott að bera þá fram með góðri sósu og hér er hugmynd að sósu sem passar sérstaklega vel með þessum kjúklingavængjum. Gráðostasósa2 ½ - 3 dl rifinn gráðaostur4 – 5 msk. Sýrður rjómi Blandið saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Ef þið viljið þynna sósuna þá bætið þið meiri sýrðum rjóma saman við.Ofnbakaður Halloumi ostur með eggaldin og tómötum Halloumi ostur er hefðbundinn ostur frá Kýpur. Kosturinn við Halloumi og það sem gerir hann frábrugðinn öðrum ostum er að hann hefur töluvert hærra bræðslumark og því er hægt að steikja hann og grilla. Halloumi er hvítur og mjúkur með saltbragði, ekki ósvipaður mozzarella. Dagur bauð upp á Halloumi ost á tvo vegu. Fljótlegir, einfaldir og stórgóðir réttir sem ég mæli með að allir prófi.Góð ólífuolía1 pakki Halloumi ostur1 eggaldin3 – 4 tómatarSalt og nýmalaður pipar, magn eftir smekkRistaðar furuhneturKlettasalat Aðferð: Hitið olíu á pönnu. Skerið eggaldinið í þunnar sneiðar og steikið vel á hvorri hlið. Skerið ostinn og tómatana í lengjur. Vefjið einni sneið af eggaldini utan um eina ostasneið og tómatbita.Raðið vefjunum í eldfast mót og bakið í ofni við 180°C í 5 – 7 mínútur. Ristið furuhnetur á pönnu og berið fram með vefjunum ásamt klettasalati. Gott er að dreifa smá olíu yfir réttinn áður en þið berið hann fram.Steiktur Halloumi ostur með sítrónusafa1 pakki Halloumi osturPiparSítrónusafi Aðferð: Hitið pönnu, helst grillpönnu. Skerið ostinn í þunnar sneiðar og steikið í um það bil tvær mínútur á hvorri hlið. Kreistið sítrónusafa yfir ostinn og kryddið með pipar. Þá er þessi fljótlegi og bragðgóði forréttur klár. Gott er að bera ostinn fram með fersku salati. Eva Laufey Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Eva Laufey sótti Dag B. Eggertsson heim í þættinum Höfðingjar heim að sækja. „Dagur B. Eggertsson er mikill sælkeri og honum líður mjög vel í eldhúsinu. Dagur bauð upp á þrjá einfalda, fljótlega og gómsæta rétti. Ég þori að lofa ykkur því að þið eigið eftir að elda þessa rétti aftur og aftur,“ segir Eva Laufey.Heimsmeistara kjúklingavængirStökkir og gómsætir kjúklingavængir.1 pakki kjúklingavængir (10 -12 stk)1,5 msk. HveitiSalt og pipar, eftir smekk Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skolið og þerrið kjúklingavængina. Setjið hveiti, salt, pipar og kjúklingavængi í plastpoka. Lokið pokanum og hrisstið. Raðið vængjunum á ofnplötu og bakið í 45 – 50 mínútur. Snúið þeim við einu sinni. Kjúklingavængirnir eru mjög góðir einir og sér, en einnig er gott að bera þá fram með góðri sósu og hér er hugmynd að sósu sem passar sérstaklega vel með þessum kjúklingavængjum. Gráðostasósa2 ½ - 3 dl rifinn gráðaostur4 – 5 msk. Sýrður rjómi Blandið saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Ef þið viljið þynna sósuna þá bætið þið meiri sýrðum rjóma saman við.Ofnbakaður Halloumi ostur með eggaldin og tómötum Halloumi ostur er hefðbundinn ostur frá Kýpur. Kosturinn við Halloumi og það sem gerir hann frábrugðinn öðrum ostum er að hann hefur töluvert hærra bræðslumark og því er hægt að steikja hann og grilla. Halloumi er hvítur og mjúkur með saltbragði, ekki ósvipaður mozzarella. Dagur bauð upp á Halloumi ost á tvo vegu. Fljótlegir, einfaldir og stórgóðir réttir sem ég mæli með að allir prófi.Góð ólífuolía1 pakki Halloumi ostur1 eggaldin3 – 4 tómatarSalt og nýmalaður pipar, magn eftir smekkRistaðar furuhneturKlettasalat Aðferð: Hitið olíu á pönnu. Skerið eggaldinið í þunnar sneiðar og steikið vel á hvorri hlið. Skerið ostinn og tómatana í lengjur. Vefjið einni sneið af eggaldini utan um eina ostasneið og tómatbita.Raðið vefjunum í eldfast mót og bakið í ofni við 180°C í 5 – 7 mínútur. Ristið furuhnetur á pönnu og berið fram með vefjunum ásamt klettasalati. Gott er að dreifa smá olíu yfir réttinn áður en þið berið hann fram.Steiktur Halloumi ostur með sítrónusafa1 pakki Halloumi osturPiparSítrónusafi Aðferð: Hitið pönnu, helst grillpönnu. Skerið ostinn í þunnar sneiðar og steikið í um það bil tvær mínútur á hvorri hlið. Kreistið sítrónusafa yfir ostinn og kryddið með pipar. Þá er þessi fljótlegi og bragðgóði forréttur klár. Gott er að bera ostinn fram með fersku salati.
Eva Laufey Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira