Klámvæðing æskunnar sigga dögg kynfræðingur skrifar 12. júní 2014 16:00 Það vilja ekki allar stelpur vera prinsessur Mynd/Getty Ég sótti nýlega málþing á vegum Reykjavíkurborgar sem var mjög áhugavert. Í kjölfarið tilkynnti Reykjavíkurborg að ákveðið hafði verið að veita fjórum milljónum króna til verkefnis sem vinnur gegn staðalímyndum og klámvæðingu barna og unglinga. Ef þú ert óviss um hvað þetta þýðir þá getur þú ímyndað þér sjónvarpsþætti eins og Toddlers and Tiaras eða annað eins sem ýtir undir að stelpur eigi að líta eldri út en þær eru og bara vera sætar og prúðar. Þetta er allt um kring og alls staðar, eins og stelpan sem spurði í kynfræðslu hvort einhver strákur yrði nokkur tíma skotinn í henni því hún gengur bara í stórum nærbuxum. Þessi skilaboð hafa áhrif á bæði drengir og stúlkur og senda þeim undarlegar leikreglur um hvernig skuli haga sér í samskiptum kynjanna. Eins og Representation verkefnið bendir á. APA, samtök sálfræðinga í Bandaríkjunum tók saman ítarlega skýrslu um þessi áhrif á börn og unglinga og birti hana 2007. Í kjölfarið var SPARK hreyfingin stofnuð sem miðar að því að hvetja konur og stúlkur til athafna gegn staðalímyndum og klámævðingu. Til að kynna sér málefnið enn frekar þá má lesa bókina, „So Sexy, So Soon“. Heimildamyndin hér að neðan, „Sexy Inc, our children under influence“ varpar ágætu ljósi á málin. Heilsa Lífið Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið
Ég sótti nýlega málþing á vegum Reykjavíkurborgar sem var mjög áhugavert. Í kjölfarið tilkynnti Reykjavíkurborg að ákveðið hafði verið að veita fjórum milljónum króna til verkefnis sem vinnur gegn staðalímyndum og klámvæðingu barna og unglinga. Ef þú ert óviss um hvað þetta þýðir þá getur þú ímyndað þér sjónvarpsþætti eins og Toddlers and Tiaras eða annað eins sem ýtir undir að stelpur eigi að líta eldri út en þær eru og bara vera sætar og prúðar. Þetta er allt um kring og alls staðar, eins og stelpan sem spurði í kynfræðslu hvort einhver strákur yrði nokkur tíma skotinn í henni því hún gengur bara í stórum nærbuxum. Þessi skilaboð hafa áhrif á bæði drengir og stúlkur og senda þeim undarlegar leikreglur um hvernig skuli haga sér í samskiptum kynjanna. Eins og Representation verkefnið bendir á. APA, samtök sálfræðinga í Bandaríkjunum tók saman ítarlega skýrslu um þessi áhrif á börn og unglinga og birti hana 2007. Í kjölfarið var SPARK hreyfingin stofnuð sem miðar að því að hvetja konur og stúlkur til athafna gegn staðalímyndum og klámævðingu. Til að kynna sér málefnið enn frekar þá má lesa bókina, „So Sexy, So Soon“. Heimildamyndin hér að neðan, „Sexy Inc, our children under influence“ varpar ágætu ljósi á málin.
Heilsa Lífið Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið