Siggi hakkari sakaður um að hafa svikið út lúxusbíla Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. júní 2014 12:10 Sigurður er sakaður um að hafa svikið út nokkra lúxusbíla frá 2012 til 2013. Sigurður Ingi Þórðarson, einnig þekktur sem Siggi hakkari, er sakaður um að hafa svikið út fjölda lúxusbíla af sjö bilaleigum frá febrúar 2012 til júlí 2013. Sigurður er sakaður um að hafa svikið út notkun á bílunum og stofnað til reikningsviðskipta við bílaleigurnar meðal annars í gegnum eitt fyrirtæki sem hann á að hafa sölsað undir sig. Málið á hendur Sigurðar verður þingfest á morgun. Hann er sakaður um að hafa svikið út notkun á lúxusbílum á borð við Land Cruiser 150, Audi A6, Volvo XC90 og Ford Explorer. Allir bílarnir voru nýir þegar meint svik áttu sér stað. Viðskiptin ólöglegu sem Sigurður er á að hafa stundað við bílaleigurnar sjö nema rúmum tíu milljónum króna. Mest á hann að hafa svikið út rúmar þrjár milljónir frá einni bílaleigunni. Sigurður er einnig sakaður um að hafa svikið út rúma milljón í eldsneyti. Þar að auki er hann sakaður um að hafa svikið út bílaþvott upp á tæpar tvö hundurð þúsund krónur á tæplega tveggja mánaða tímabili. Þóttist kaupa útgáfufyrirtæki Meint þýfi og svik Sigurðar eru metin á rúmar þrjátíu milljónir. Hann er sakaður um að hafa sölsað undir sig útgáfufyrirtæki með því að blekkja eiganda fyrirtækisins árið 2013. Strax í kjölfarið fjölgaði meintum svikum mikið. Í ákærunni er Sigurður sakaður um að hafa þóst ætla að kaupa útgáfufyrirtækið og falsa reikningsyfirlit og millifærslur og þannig gabbað eiganda fyrirtækisins. Sigurður varð með því prókúruhafi fyrirtækisins og stofnaði til reikningsviðskipta við fjölda annarra fyrirtækja, án þess að greiða fyrir þeirra þjónustu. Sigurður notaði einnig nafn annars fyrirtækis til þess að stofna til reikningsviðskipta víða, árið 2012. Stærsta einstaka krafa ákærunnar á hendur Sigurðar er frá Wikileaks. Honum er þar gert að sök að hafa þóst vera Julian Assange, stofnandi Wikileaks, og að hafa þannig fengið forstjóra vefverslunar til að millifæra 6,7 milljónir á bankareikninga sína. Fénu var ætlað að renna inn á reikning Wikileaks og átti að ráðstafa þeim til verkefna á vegum samtakanna. Sigurður starfaði sem sjálfboðaliði fyrir Wikileaks, en nýtti hann peningana í eigin þágu. Sigurður var í fyrra dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Í kjölfarið var hann hnepptur í gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn fleiri piltum. Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone Sigurður Ingi Þórðarsonar, betur þekktur sem Siggi hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julien Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í janúar. 5. janúar 2014 19:18 „Siggi Hakkari" í gæsluvarðhaldi vegna fleiri kynferðisbrota Brotin sem Siggi er grunaður um eru grófari en þau sem hann var dæmdur fyrir í gær. 7. febrúar 2014 13:18 Siggi hakkari ákærður fyrir stórfelld svik Ákæruliðirnir eru átján og skipta undirliðirnir tugum. 10. júní 2014 19:16 Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. 6. febrúar 2014 17:07 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson, einnig þekktur sem Siggi hakkari, er sakaður um að hafa svikið út fjölda lúxusbíla af sjö bilaleigum frá febrúar 2012 til júlí 2013. Sigurður er sakaður um að hafa svikið út notkun á bílunum og stofnað til reikningsviðskipta við bílaleigurnar meðal annars í gegnum eitt fyrirtæki sem hann á að hafa sölsað undir sig. Málið á hendur Sigurðar verður þingfest á morgun. Hann er sakaður um að hafa svikið út notkun á lúxusbílum á borð við Land Cruiser 150, Audi A6, Volvo XC90 og Ford Explorer. Allir bílarnir voru nýir þegar meint svik áttu sér stað. Viðskiptin ólöglegu sem Sigurður er á að hafa stundað við bílaleigurnar sjö nema rúmum tíu milljónum króna. Mest á hann að hafa svikið út rúmar þrjár milljónir frá einni bílaleigunni. Sigurður er einnig sakaður um að hafa svikið út rúma milljón í eldsneyti. Þar að auki er hann sakaður um að hafa svikið út bílaþvott upp á tæpar tvö hundurð þúsund krónur á tæplega tveggja mánaða tímabili. Þóttist kaupa útgáfufyrirtæki Meint þýfi og svik Sigurðar eru metin á rúmar þrjátíu milljónir. Hann er sakaður um að hafa sölsað undir sig útgáfufyrirtæki með því að blekkja eiganda fyrirtækisins árið 2013. Strax í kjölfarið fjölgaði meintum svikum mikið. Í ákærunni er Sigurður sakaður um að hafa þóst ætla að kaupa útgáfufyrirtækið og falsa reikningsyfirlit og millifærslur og þannig gabbað eiganda fyrirtækisins. Sigurður varð með því prókúruhafi fyrirtækisins og stofnaði til reikningsviðskipta við fjölda annarra fyrirtækja, án þess að greiða fyrir þeirra þjónustu. Sigurður notaði einnig nafn annars fyrirtækis til þess að stofna til reikningsviðskipta víða, árið 2012. Stærsta einstaka krafa ákærunnar á hendur Sigurðar er frá Wikileaks. Honum er þar gert að sök að hafa þóst vera Julian Assange, stofnandi Wikileaks, og að hafa þannig fengið forstjóra vefverslunar til að millifæra 6,7 milljónir á bankareikninga sína. Fénu var ætlað að renna inn á reikning Wikileaks og átti að ráðstafa þeim til verkefna á vegum samtakanna. Sigurður starfaði sem sjálfboðaliði fyrir Wikileaks, en nýtti hann peningana í eigin þágu. Sigurður var í fyrra dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Í kjölfarið var hann hnepptur í gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn fleiri piltum.
Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone Sigurður Ingi Þórðarsonar, betur þekktur sem Siggi hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julien Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í janúar. 5. janúar 2014 19:18 „Siggi Hakkari" í gæsluvarðhaldi vegna fleiri kynferðisbrota Brotin sem Siggi er grunaður um eru grófari en þau sem hann var dæmdur fyrir í gær. 7. febrúar 2014 13:18 Siggi hakkari ákærður fyrir stórfelld svik Ákæruliðirnir eru átján og skipta undirliðirnir tugum. 10. júní 2014 19:16 Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. 6. febrúar 2014 17:07 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone Sigurður Ingi Þórðarsonar, betur þekktur sem Siggi hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julien Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í janúar. 5. janúar 2014 19:18
„Siggi Hakkari" í gæsluvarðhaldi vegna fleiri kynferðisbrota Brotin sem Siggi er grunaður um eru grófari en þau sem hann var dæmdur fyrir í gær. 7. febrúar 2014 13:18
Siggi hakkari ákærður fyrir stórfelld svik Ákæruliðirnir eru átján og skipta undirliðirnir tugum. 10. júní 2014 19:16
Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. 6. febrúar 2014 17:07