Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2014 21:13 Fréttakona NBC, Andrea Mitchell, ræðir við höfund bókarinnar, Ken Adelman, á MSNBC. Bókin „Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist.Bókin hefur vakið mikla athygli vestanhafs.Bókin, sem út kom í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, er að fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs þessa dagana. Þannig var hin kunna fréttakona NBC, Andrea Mitchell, með bókarhöfundinn, Ken Adelman, í 5 mínútna sjónvarpsviðtali í gær, föstudag. Af viðtalinu má álykta að ráðgjöfum Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta var vel kunnugt um það orð sem fór af Höfða að þar væri draugagangur. Fundur sem í fyrstu virtist gjörsamlega hafa misheppnast reyndist síðar hafa lagt grunninn að kjarnorkuvopnasáttmála sem breytti gangi sögunnar, sagði Andrea Mitchell, þegar hún kynnti viðmælanda sinn. Viðtalið má sjá hér. Ken Adelman segir að þeir Ronald Reagan og Michael Gorbatsjof hafi ræðst við í tíu og hálfa klukkustund í Höfða og lýsti fundinum þannig, í lauslegri endursögn: Þetta var eins og í sögu eftir Agöthu Christie. Þeir hittust á afskekktum stað á hjara veraldar í gömlu húsi sem marraði í og regnið buldi á gluggakistunum. Húsið Höfði var sagt reimt og þeir tveir upplifðu yfir eina helgi undraverða hluti, sem var mesta kjarnorkuafvopnun sögunnar, sem hefur haldið áfram allt fram til þessa dags. Og það sem hvorugur þeirra gat ímyndað sér; að kalda stríðinu myndi ljúka innan mjög skamms tíma. Svo þetta var stórkostlegt.Gorbatsjof og Reagan ræddu saman í tíu og hálfa klukkustund í Höfða dagana 11. og 12. október árið 1986.Hvíta húsiðKen Adelman sagði að lokum að þessar 48 stundir í Reykjavík hafi markað upphafið að lokum kalda stríðsins og það sem kom út úr fundinum hafi leitt til hruns Sovétríkjanna og síðan loka kalda stríðsins. Adelman var einn af ráðgjöfum Reagans á fundinum og byggir bók sína meðal annars á bæði bandarískum og rússneskum trúnaðargögnum um samtöl þeirra Reagans og Gorbatsjofs, sem nýbúið er að létta leynd af. Tengdar fréttir Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30 Hollywood-stjörnur í mynd um leiðtogafundinn Kvikmyndin Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, er í undirbúningi í Hollywood. Hver mun leika hvern í myndinni? 27. september 2012 14:00 Baltasar leikstýrir hugsanlega Douglas og Waltz Baltasar Kormákur mun hugsanlega leikstýra myndinni Reykjavík en þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag. 14. maí 2014 09:15 Tökum á „Reykjavik“ frestað Kvikmynd um sögulegan leiðtogafund fer í tökur á næsta ári. 5. apríl 2013 16:28 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Bókin „Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist.Bókin hefur vakið mikla athygli vestanhafs.Bókin, sem út kom í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, er að fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs þessa dagana. Þannig var hin kunna fréttakona NBC, Andrea Mitchell, með bókarhöfundinn, Ken Adelman, í 5 mínútna sjónvarpsviðtali í gær, föstudag. Af viðtalinu má álykta að ráðgjöfum Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta var vel kunnugt um það orð sem fór af Höfða að þar væri draugagangur. Fundur sem í fyrstu virtist gjörsamlega hafa misheppnast reyndist síðar hafa lagt grunninn að kjarnorkuvopnasáttmála sem breytti gangi sögunnar, sagði Andrea Mitchell, þegar hún kynnti viðmælanda sinn. Viðtalið má sjá hér. Ken Adelman segir að þeir Ronald Reagan og Michael Gorbatsjof hafi ræðst við í tíu og hálfa klukkustund í Höfða og lýsti fundinum þannig, í lauslegri endursögn: Þetta var eins og í sögu eftir Agöthu Christie. Þeir hittust á afskekktum stað á hjara veraldar í gömlu húsi sem marraði í og regnið buldi á gluggakistunum. Húsið Höfði var sagt reimt og þeir tveir upplifðu yfir eina helgi undraverða hluti, sem var mesta kjarnorkuafvopnun sögunnar, sem hefur haldið áfram allt fram til þessa dags. Og það sem hvorugur þeirra gat ímyndað sér; að kalda stríðinu myndi ljúka innan mjög skamms tíma. Svo þetta var stórkostlegt.Gorbatsjof og Reagan ræddu saman í tíu og hálfa klukkustund í Höfða dagana 11. og 12. október árið 1986.Hvíta húsiðKen Adelman sagði að lokum að þessar 48 stundir í Reykjavík hafi markað upphafið að lokum kalda stríðsins og það sem kom út úr fundinum hafi leitt til hruns Sovétríkjanna og síðan loka kalda stríðsins. Adelman var einn af ráðgjöfum Reagans á fundinum og byggir bók sína meðal annars á bæði bandarískum og rússneskum trúnaðargögnum um samtöl þeirra Reagans og Gorbatsjofs, sem nýbúið er að létta leynd af.
Tengdar fréttir Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30 Hollywood-stjörnur í mynd um leiðtogafundinn Kvikmyndin Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, er í undirbúningi í Hollywood. Hver mun leika hvern í myndinni? 27. september 2012 14:00 Baltasar leikstýrir hugsanlega Douglas og Waltz Baltasar Kormákur mun hugsanlega leikstýra myndinni Reykjavík en þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag. 14. maí 2014 09:15 Tökum á „Reykjavik“ frestað Kvikmynd um sögulegan leiðtogafund fer í tökur á næsta ári. 5. apríl 2013 16:28 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30
Hollywood-stjörnur í mynd um leiðtogafundinn Kvikmyndin Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, er í undirbúningi í Hollywood. Hver mun leika hvern í myndinni? 27. september 2012 14:00
Baltasar leikstýrir hugsanlega Douglas og Waltz Baltasar Kormákur mun hugsanlega leikstýra myndinni Reykjavík en þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag. 14. maí 2014 09:15
Tökum á „Reykjavik“ frestað Kvikmynd um sögulegan leiðtogafund fer í tökur á næsta ári. 5. apríl 2013 16:28