Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2014 21:13 Fréttakona NBC, Andrea Mitchell, ræðir við höfund bókarinnar, Ken Adelman, á MSNBC. Bókin „Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist.Bókin hefur vakið mikla athygli vestanhafs.Bókin, sem út kom í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, er að fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs þessa dagana. Þannig var hin kunna fréttakona NBC, Andrea Mitchell, með bókarhöfundinn, Ken Adelman, í 5 mínútna sjónvarpsviðtali í gær, föstudag. Af viðtalinu má álykta að ráðgjöfum Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta var vel kunnugt um það orð sem fór af Höfða að þar væri draugagangur. Fundur sem í fyrstu virtist gjörsamlega hafa misheppnast reyndist síðar hafa lagt grunninn að kjarnorkuvopnasáttmála sem breytti gangi sögunnar, sagði Andrea Mitchell, þegar hún kynnti viðmælanda sinn. Viðtalið má sjá hér. Ken Adelman segir að þeir Ronald Reagan og Michael Gorbatsjof hafi ræðst við í tíu og hálfa klukkustund í Höfða og lýsti fundinum þannig, í lauslegri endursögn: Þetta var eins og í sögu eftir Agöthu Christie. Þeir hittust á afskekktum stað á hjara veraldar í gömlu húsi sem marraði í og regnið buldi á gluggakistunum. Húsið Höfði var sagt reimt og þeir tveir upplifðu yfir eina helgi undraverða hluti, sem var mesta kjarnorkuafvopnun sögunnar, sem hefur haldið áfram allt fram til þessa dags. Og það sem hvorugur þeirra gat ímyndað sér; að kalda stríðinu myndi ljúka innan mjög skamms tíma. Svo þetta var stórkostlegt.Gorbatsjof og Reagan ræddu saman í tíu og hálfa klukkustund í Höfða dagana 11. og 12. október árið 1986.Hvíta húsiðKen Adelman sagði að lokum að þessar 48 stundir í Reykjavík hafi markað upphafið að lokum kalda stríðsins og það sem kom út úr fundinum hafi leitt til hruns Sovétríkjanna og síðan loka kalda stríðsins. Adelman var einn af ráðgjöfum Reagans á fundinum og byggir bók sína meðal annars á bæði bandarískum og rússneskum trúnaðargögnum um samtöl þeirra Reagans og Gorbatsjofs, sem nýbúið er að létta leynd af. Tengdar fréttir Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30 Hollywood-stjörnur í mynd um leiðtogafundinn Kvikmyndin Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, er í undirbúningi í Hollywood. Hver mun leika hvern í myndinni? 27. september 2012 14:00 Baltasar leikstýrir hugsanlega Douglas og Waltz Baltasar Kormákur mun hugsanlega leikstýra myndinni Reykjavík en þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag. 14. maí 2014 09:15 Tökum á „Reykjavik“ frestað Kvikmynd um sögulegan leiðtogafund fer í tökur á næsta ári. 5. apríl 2013 16:28 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Bókin „Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist.Bókin hefur vakið mikla athygli vestanhafs.Bókin, sem út kom í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, er að fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs þessa dagana. Þannig var hin kunna fréttakona NBC, Andrea Mitchell, með bókarhöfundinn, Ken Adelman, í 5 mínútna sjónvarpsviðtali í gær, föstudag. Af viðtalinu má álykta að ráðgjöfum Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta var vel kunnugt um það orð sem fór af Höfða að þar væri draugagangur. Fundur sem í fyrstu virtist gjörsamlega hafa misheppnast reyndist síðar hafa lagt grunninn að kjarnorkuvopnasáttmála sem breytti gangi sögunnar, sagði Andrea Mitchell, þegar hún kynnti viðmælanda sinn. Viðtalið má sjá hér. Ken Adelman segir að þeir Ronald Reagan og Michael Gorbatsjof hafi ræðst við í tíu og hálfa klukkustund í Höfða og lýsti fundinum þannig, í lauslegri endursögn: Þetta var eins og í sögu eftir Agöthu Christie. Þeir hittust á afskekktum stað á hjara veraldar í gömlu húsi sem marraði í og regnið buldi á gluggakistunum. Húsið Höfði var sagt reimt og þeir tveir upplifðu yfir eina helgi undraverða hluti, sem var mesta kjarnorkuafvopnun sögunnar, sem hefur haldið áfram allt fram til þessa dags. Og það sem hvorugur þeirra gat ímyndað sér; að kalda stríðinu myndi ljúka innan mjög skamms tíma. Svo þetta var stórkostlegt.Gorbatsjof og Reagan ræddu saman í tíu og hálfa klukkustund í Höfða dagana 11. og 12. október árið 1986.Hvíta húsiðKen Adelman sagði að lokum að þessar 48 stundir í Reykjavík hafi markað upphafið að lokum kalda stríðsins og það sem kom út úr fundinum hafi leitt til hruns Sovétríkjanna og síðan loka kalda stríðsins. Adelman var einn af ráðgjöfum Reagans á fundinum og byggir bók sína meðal annars á bæði bandarískum og rússneskum trúnaðargögnum um samtöl þeirra Reagans og Gorbatsjofs, sem nýbúið er að létta leynd af.
Tengdar fréttir Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30 Hollywood-stjörnur í mynd um leiðtogafundinn Kvikmyndin Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, er í undirbúningi í Hollywood. Hver mun leika hvern í myndinni? 27. september 2012 14:00 Baltasar leikstýrir hugsanlega Douglas og Waltz Baltasar Kormákur mun hugsanlega leikstýra myndinni Reykjavík en þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag. 14. maí 2014 09:15 Tökum á „Reykjavik“ frestað Kvikmynd um sögulegan leiðtogafund fer í tökur á næsta ári. 5. apríl 2013 16:28 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30
Hollywood-stjörnur í mynd um leiðtogafundinn Kvikmyndin Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, er í undirbúningi í Hollywood. Hver mun leika hvern í myndinni? 27. september 2012 14:00
Baltasar leikstýrir hugsanlega Douglas og Waltz Baltasar Kormákur mun hugsanlega leikstýra myndinni Reykjavík en þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag. 14. maí 2014 09:15
Tökum á „Reykjavik“ frestað Kvikmynd um sögulegan leiðtogafund fer í tökur á næsta ári. 5. apríl 2013 16:28