Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2014 12:28 Reynir biður Þórey afsökunar og tilkynnir að sá sem lak minnisblaðinu sé Gísli Freyr, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu. „Við gerðum klárlega mistök. Þórey er með stöðu grunaðs manns. Mistök okkar eru þau að rugla henni saman við starfsmann B – starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Við biðjum Þórey afdráttarlaust afsökunar á að hafa bendlað hana við þennan gjörning Gísla,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV og áréttar að Þórey sé ekki starfsmaður B. Vísir hefur greint frá þessum málum í morgun og hafa nokkrar vendingar orðið. Í DV í morgun kemur fram að sú sem lak umdeildu minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos seint á síðasta ári, hafi verið Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu innanríkisráðherra. Nákvæmara er reyndar að segja að í fréttinni sé því haldið fram að hún sé starfsmaður B. sem nefndur er í nýlegum Hæstaréttardómi, sem sá sem lögregla hafi rökstuddan grun um að hafi verið sá eða sú sem lak minnisblaðinu. Í kjölfarið sendi Þórey frá sér yfirlýsingu þar sem hún tilkynnir að hún ætli að fara í mál við DV vegna rangfærslna sem hún segir ítrekaðar í blaðinu, um þetta mál. Uppfært 13:00Ekki hefur enn tekist að ná tali af Gísla Frey, þrátt fyrir tilraunir.Reynir biður Þórey afsökunar á mistökum DV; hún er ekki starfsmaður B, heldur sé sá Gísli Freyr.Yfirlýsing DVBáðir aðstoðarmennirnir grunaðirAfsökunarbeiðni til Þóreyjar VilhjálmsdótturÞórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er með stöðu grunaðs í rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna leka úr innanríkisráðuneytinu, líkt og kom fram í DV í dag.Þórey er hins vegar ekki sá grunaði sem gengur undir nafninu „Starfsmaður B“ í skýrslu saksóknara. Starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, annar aðstoðarmaður ráðherrans.DV biður Þóreyju afsökunar á því að hafa tengt hana við meint atferli „Starfsmanns B“ í úttekt á lekamálinu í helgarblaði DV. Mistökin eru á ábyrgð DV og koma til vegna rangra tenginga milli heimilda sem ritstjórn hafði aflað sér og á grundvelli þess að einungis er vísað til eins starfsmanns með réttarstöðu grunaðs manns í dómsskjölum. Um er að ræða mistök sem ritstjórn DV harmar, enda stendur aldrei til að tengja aðila máls ómaklega við það sem aðrir málsaðilar eru grunaðir um.DV leggur þunga áherslu á rannsóknarblaðamennsku og mun í kjölfarið yfirfara heimildarvinnslu sem tengjast þessu tiltekna atriði málsins. Þetta breytir hins vegar ekki öðrum staðreyndum málsins.Reynt hafði verið að ná í Þóreyju, sem er starfandi upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu, síðastliðna þrjá daga. Skilin hafa verið eftir áríðandi skilaboð til hennar þar sem henni var gerð grein fyrir efni fréttarinnar og óskað eftir viðbrögðum. Vísað hefur verið til hennar sem upplýsingafulltrúa þegar haft er samband við ráðuneytið og því hafa engin viðbrögð fengist frá ráðuneytinu. Þórey hefur enn ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum DV. Undir ritar Ingibjörg Dögg, aðstoðarritstjóri DV. Lekamálið Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
„Við gerðum klárlega mistök. Þórey er með stöðu grunaðs manns. Mistök okkar eru þau að rugla henni saman við starfsmann B – starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Við biðjum Þórey afdráttarlaust afsökunar á að hafa bendlað hana við þennan gjörning Gísla,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV og áréttar að Þórey sé ekki starfsmaður B. Vísir hefur greint frá þessum málum í morgun og hafa nokkrar vendingar orðið. Í DV í morgun kemur fram að sú sem lak umdeildu minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos seint á síðasta ári, hafi verið Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu innanríkisráðherra. Nákvæmara er reyndar að segja að í fréttinni sé því haldið fram að hún sé starfsmaður B. sem nefndur er í nýlegum Hæstaréttardómi, sem sá sem lögregla hafi rökstuddan grun um að hafi verið sá eða sú sem lak minnisblaðinu. Í kjölfarið sendi Þórey frá sér yfirlýsingu þar sem hún tilkynnir að hún ætli að fara í mál við DV vegna rangfærslna sem hún segir ítrekaðar í blaðinu, um þetta mál. Uppfært 13:00Ekki hefur enn tekist að ná tali af Gísla Frey, þrátt fyrir tilraunir.Reynir biður Þórey afsökunar á mistökum DV; hún er ekki starfsmaður B, heldur sé sá Gísli Freyr.Yfirlýsing DVBáðir aðstoðarmennirnir grunaðirAfsökunarbeiðni til Þóreyjar VilhjálmsdótturÞórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er með stöðu grunaðs í rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna leka úr innanríkisráðuneytinu, líkt og kom fram í DV í dag.Þórey er hins vegar ekki sá grunaði sem gengur undir nafninu „Starfsmaður B“ í skýrslu saksóknara. Starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, annar aðstoðarmaður ráðherrans.DV biður Þóreyju afsökunar á því að hafa tengt hana við meint atferli „Starfsmanns B“ í úttekt á lekamálinu í helgarblaði DV. Mistökin eru á ábyrgð DV og koma til vegna rangra tenginga milli heimilda sem ritstjórn hafði aflað sér og á grundvelli þess að einungis er vísað til eins starfsmanns með réttarstöðu grunaðs manns í dómsskjölum. Um er að ræða mistök sem ritstjórn DV harmar, enda stendur aldrei til að tengja aðila máls ómaklega við það sem aðrir málsaðilar eru grunaðir um.DV leggur þunga áherslu á rannsóknarblaðamennsku og mun í kjölfarið yfirfara heimildarvinnslu sem tengjast þessu tiltekna atriði málsins. Þetta breytir hins vegar ekki öðrum staðreyndum málsins.Reynt hafði verið að ná í Þóreyju, sem er starfandi upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu, síðastliðna þrjá daga. Skilin hafa verið eftir áríðandi skilaboð til hennar þar sem henni var gerð grein fyrir efni fréttarinnar og óskað eftir viðbrögðum. Vísað hefur verið til hennar sem upplýsingafulltrúa þegar haft er samband við ráðuneytið og því hafa engin viðbrögð fengist frá ráðuneytinu. Þórey hefur enn ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum DV. Undir ritar Ingibjörg Dögg, aðstoðarritstjóri DV.
Lekamálið Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira