Í fyrirlestri sínum talar hún um mikilvægi þess að koma út úr skápnum og að í því felist meira en bara að greina frá kynhneigð því öll eigum við eitthvað sem við erum að fela en þurfum að ræða. Því getur skápurinn staðið fyrir erfiðar samræður sem þú þarft að eiga.
Þetta er einn af uppáhalds TED fyrirlestrunum mínum og mætti boðskapurinn berast til sem flestra.