Hér kemur auðveld og fljótleg uppskrift af svitalyktareyði sem hægt er að búa til heima hjá sér og er án áls og parabena.
Það sem þarf í svitalyktareyðinn:
- 1/4 bolli lífræn kókosolía
- 1/4 bolli matarsódi
- 1/8 bolli maizenamjöl
- 1/8 bolli örvarrótarduft (fæst í flestum heilsubúðum)
- Ilmkjarnaolía eftir smekk.
Þá er maukið sett í tómar umbúðir utan af svitalyktareyði eða annað ílát eftir hentisemi og sett inn í ísskáp í 15 mínútur. Þá er heimatilbúni svitalyktareyðirinn tilbúinn til notkunar.