Lífið

Stuttir tónleikar Neil Young

Baldvin Þormóðsson skrifar
Neil Young er hörkutónlistarmaður.
Neil Young er hörkutónlistarmaður. vísir/getty
Það voru skiptar skoðanir á frammistöðu tónlistarmannsins Neil Young sem kom fram í Laugardalshöll í gær. Flestir voru þó á því að gamli gítarleikarinn hafi staðið sig með prýði en að tónleikarnir sjálfir hafi verið alltof stuttir.

Það þarf ekki nema að bera saman svonefndan lagalista tónlistarmannsins á tónleikum hans í Chicago við lagalistann í Laugardalshöllinni en tónleikarnir í Chicago virðast hafa verið næstum því helmingi lengri.

Þar má einnig sjá frægari lög kappans á borð við Southern Man, Old Man og Harvest Moon sem fengu ekki að hljóma í höllinni.

Aftur á móti fengu áhorfendurnir í Reykjavík að heyra frumflutning á nýju lagi Neil Young sem ber nafnið Who's Gonna Stand Up And Save The Earth en hann talaði mikið um umhverfisvernd á milli laga og hrósaði Íslandi fyrir að vera einn óspilltasti staður á jörðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.