Lífið

Neil Young klappaður upp í Laugardalshöll

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr Laugardalshöll í kvöld.
Úr Laugardalshöll í kvöld. Mynd/Þórhallur
Kanadíska rokkaranum Neil Young og hljómsveit hans Crazy Horse var vel fagnað í Laugardalshöll í kvöld. Voru þeir félagar klappaðir upp. Bauð Young upp á lögin Like a Hurricane og Rockin' in the Free World í lokin.

„Hann tók algjörlega best of og ég held að allir sem voru inni hafi verið yfir sig hrifnir,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, athafnamaður og Neil Young aðdáandi.

Steinþór segir hljóminn í Laugardalshöll hafa verið góðan og stemningin sömuleiðis mjög góð. Sem mikill Young aðdándi hafi hann auðvitað saknað einstakra laga en ekki sé hægt að gera þá kröfu að hann taki öll lögin sín enda hafi rokkarinn frá Kanada verið lengi í bransanum. Lögin Heart of Gold og ábreiða af Blowin' in the Wind með Bob Dylan fengu líka að hljóma í Laugardalnum.

„Ef þú ert aðdáandi þá var þetta algjört gull,“ segir Steinþór.

Íslenskir netverjar láta vel af frammistöðu Young og félaga í Höllinni í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af ATP-tónleikahátíðinni sem fram fer í Keflavík um helgina. Ekki var uppselt á tónleikana í kvöld en þó góð mæting.

Nokkrir tónleikagestir deildu upplifun sinni með netverjum á Twitter og Instagram eins og sjá má að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.