Varamaðurinn Krul hetja Hollands 5. júlí 2014 19:30 Vísir/Getty Holland er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins eftir sigur á Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni. Liðið mætir Argentínu á þriðjudag. Það voru flestir sem bjuggust við að Hollendingarnir myndu vinna spútniklið Kosta Ríku nokkuð þæginlega í kvöld, en annað kom á daginn. Hollendingar voru meira með boltann, en náðu ekki að skapa sér nægilega mörg opin marktækifæri. Robin van Persie fékk fínt færi eftir 22. mínútur, en lét Keylor Navas í marki Kosta Ríka verja frá sér. Navas gerði aftur vel sjö mínutum fyrir hálfleik þegar hann varði aukaspyrnu Sneijder. Fyrri hálfleikurinn var hrikalega leiðinlegur, vægast sagt. Lítið var að frétta, en Kosta Ríka-menn lágu til baka og gáfu fá færi á sér. Markalaust var í hálfleik og ekki var mikið fjör í síðari hálfleiknum heldur. Það var ekki fyrr en á 82. mínútu sem eitthvað markvert gerðist, þegar Wesley Sneijder tók magnaða aukaspyrnu, en boltinn í stöngina. Keylor Navas varði bara einfaldlega það sem kom á markið hjá Kosta Ríka, en þeir sköpuðu sér engin opin marktækifæri. Robin van Persie fékk síðasta færið í venjulegum leiktíma, en skot hans var bjargað á marklínu af Yeltsin Tejeda sem skaut boltanum í slá og burt. Staðan var enn markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar gerðist fátt markvert fyrr en þegar þrjár mínútur voru eftir þegar Marco Urena átti frábæran sprett, en Jasper Cillessen sá við honum. Tveimur mínútum síðar þrumaði Sneijder í þverslánna, en hvorugt liðanna náði að skora og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppi. Þar vakti athygli að Tim Krul kom inná í mark Hollands í stað Jasper Cillessen, en van Gaal hafði greinilega meiri trú á Krul þar. Þar sigraði Holland og þeir mæta því Argentínu í undanúrslitunum heimsmeistaramótsins.Vítaspyrnukeppnin: 0-1 Celso Borges 1-1 Robin van Persie 1-1 Krul ver frá Bryan Ruiz 2-1 Arjen Robben skorar 2-2 Geancarlo Gonzalez skorar 3-2 Wesley Sneijder 3-3 Christian Bolanos 4-3 Dirk Kuyt 4-3 Krul ver frá Michael Umana HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Holland er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins eftir sigur á Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni. Liðið mætir Argentínu á þriðjudag. Það voru flestir sem bjuggust við að Hollendingarnir myndu vinna spútniklið Kosta Ríku nokkuð þæginlega í kvöld, en annað kom á daginn. Hollendingar voru meira með boltann, en náðu ekki að skapa sér nægilega mörg opin marktækifæri. Robin van Persie fékk fínt færi eftir 22. mínútur, en lét Keylor Navas í marki Kosta Ríka verja frá sér. Navas gerði aftur vel sjö mínutum fyrir hálfleik þegar hann varði aukaspyrnu Sneijder. Fyrri hálfleikurinn var hrikalega leiðinlegur, vægast sagt. Lítið var að frétta, en Kosta Ríka-menn lágu til baka og gáfu fá færi á sér. Markalaust var í hálfleik og ekki var mikið fjör í síðari hálfleiknum heldur. Það var ekki fyrr en á 82. mínútu sem eitthvað markvert gerðist, þegar Wesley Sneijder tók magnaða aukaspyrnu, en boltinn í stöngina. Keylor Navas varði bara einfaldlega það sem kom á markið hjá Kosta Ríka, en þeir sköpuðu sér engin opin marktækifæri. Robin van Persie fékk síðasta færið í venjulegum leiktíma, en skot hans var bjargað á marklínu af Yeltsin Tejeda sem skaut boltanum í slá og burt. Staðan var enn markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar gerðist fátt markvert fyrr en þegar þrjár mínútur voru eftir þegar Marco Urena átti frábæran sprett, en Jasper Cillessen sá við honum. Tveimur mínútum síðar þrumaði Sneijder í þverslánna, en hvorugt liðanna náði að skora og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppi. Þar vakti athygli að Tim Krul kom inná í mark Hollands í stað Jasper Cillessen, en van Gaal hafði greinilega meiri trú á Krul þar. Þar sigraði Holland og þeir mæta því Argentínu í undanúrslitunum heimsmeistaramótsins.Vítaspyrnukeppnin: 0-1 Celso Borges 1-1 Robin van Persie 1-1 Krul ver frá Bryan Ruiz 2-1 Arjen Robben skorar 2-2 Geancarlo Gonzalez skorar 3-2 Wesley Sneijder 3-3 Christian Bolanos 4-3 Dirk Kuyt 4-3 Krul ver frá Michael Umana
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira