
Tónlist
Lily Allen litrík í nýju myndbandi
Breska tónlistarkonan Lily Allen hefur sent frá sér glænýtt og brakandi ferskt myndband við lagið, URL Badman. Lagið er að finna á nýjustu plötu stúlkunnar, Sheezus sem kom út fyrr á þessu ári.
Allen kom fram á Glastonbury-hátíðinni um liðna helgi og sagði við áhorfendur að hún hafi verið frekar hrædd um að koma þar fram á laugardagskvöldið, ef tónleikarnir hefðu verið á sama tíma og leikur Englands á HM í Brasilíu. Hún þurfti þó ekki að hafa áhyggjur af slíku því Englendingar duttu úr leik eins og þeim einum er lagið.
Tónleikaferðalagið hennar um evrópu hefst á morgun.