Ertu að hugsa nógu vel um stærsta líffæri líkamanns? Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 2. júlí 2014 09:00 Þurrburstun heldur húðinni fallegri Mynd/Getty Húðin er stærsta líffæri líkamans og afar mikilvægt að hugsa vel um hana. Allt sem við setjum á húðina fer í gegnum hana og inn í líkamann á stuttum tíma. Fyrir þá sem vilja ekki fá nein óæskileg efni inn í líkamann er ágætis þumalputtaregla að setja ekkert á húðina sem er ekki er hægt að borða. Til þess að auka hreinsigetu húðarinnar er gott að þurrbursta húðina kvölds og morgna. Best er að kaupa bursta sem er með náttúruleg hár og löngu skafti til þess að auðveldara sé að bursta bakið. Gott er að velja örlítið mýkri bursta til að byrja með á meðan húðin er að venjast burstuninni og byrja svo að nota stífari bursta eftir reglulega notkun í nokkrar vikur. Mynd/GettyKostir þurrburstunar Þegar við burstum húðina fjarlægjum við dauðar húðfrumur og með því höldum svitaholunum opnum sem hjálpar til við hreinsum líkamans. Þurrburstun örvar og eykur blóðflæði til og sumir telja að burstunin geti einnig hjálpað til við að minnka appelsínuhúð ásamt því að gera húðina stinnari og fallegri. Aðferð Burstið húðina í hringlaga hreyfingum í átt að hjartanu. Fyrst frá iljum, upp fætur og fótleggi svo frá höndum upp handleggi. Næst á eftir því frá aftanverðum hálsi og niður bakið. Burstið svo að lokum varlega yfir kviðinn og brjóstsvæði. Forðist að bursta yfir sár, sýkta húð eða sólbruna. Húðina á alltaf að bursta þurra. Burstið í 5-10 mínútur og farið svo í sturtu, þá skolast af allar dauðar húðfrumur ásamt öðrum óhreinindum. Fyrir enn meiri hreinsun og aukið blóðflæði er gott að hafa sturtuna heita og kalda til skiptis. Endið þetta á að bera góða lífræna olíu á allan líkamann, kókosolía er til dæmis afskaplega nærandi og góð. Heilsa Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið
Húðin er stærsta líffæri líkamans og afar mikilvægt að hugsa vel um hana. Allt sem við setjum á húðina fer í gegnum hana og inn í líkamann á stuttum tíma. Fyrir þá sem vilja ekki fá nein óæskileg efni inn í líkamann er ágætis þumalputtaregla að setja ekkert á húðina sem er ekki er hægt að borða. Til þess að auka hreinsigetu húðarinnar er gott að þurrbursta húðina kvölds og morgna. Best er að kaupa bursta sem er með náttúruleg hár og löngu skafti til þess að auðveldara sé að bursta bakið. Gott er að velja örlítið mýkri bursta til að byrja með á meðan húðin er að venjast burstuninni og byrja svo að nota stífari bursta eftir reglulega notkun í nokkrar vikur. Mynd/GettyKostir þurrburstunar Þegar við burstum húðina fjarlægjum við dauðar húðfrumur og með því höldum svitaholunum opnum sem hjálpar til við hreinsum líkamans. Þurrburstun örvar og eykur blóðflæði til og sumir telja að burstunin geti einnig hjálpað til við að minnka appelsínuhúð ásamt því að gera húðina stinnari og fallegri. Aðferð Burstið húðina í hringlaga hreyfingum í átt að hjartanu. Fyrst frá iljum, upp fætur og fótleggi svo frá höndum upp handleggi. Næst á eftir því frá aftanverðum hálsi og niður bakið. Burstið svo að lokum varlega yfir kviðinn og brjóstsvæði. Forðist að bursta yfir sár, sýkta húð eða sólbruna. Húðina á alltaf að bursta þurra. Burstið í 5-10 mínútur og farið svo í sturtu, þá skolast af allar dauðar húðfrumur ásamt öðrum óhreinindum. Fyrir enn meiri hreinsun og aukið blóðflæði er gott að hafa sturtuna heita og kalda til skiptis. Endið þetta á að bera góða lífræna olíu á allan líkamann, kókosolía er til dæmis afskaplega nærandi og góð.
Heilsa Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið