Tíska og hönnun

Winona Ryder nýtt andlit fatamerkis

Þrátt fyrir að hafa ekki verið mikið í sviðsljósinu undanfarið dettur Winona Ryder seint úr tísku.
Þrátt fyrir að hafa ekki verið mikið í sviðsljósinu undanfarið dettur Winona Ryder seint úr tísku. Vísir/Getty
Leikkonan Winona Ryder er andlit fatamerkisins Rag & Bone í nýjustu herferð bandaríska fataframleiðandans. 

Ásamt henni er leikarinn Michael Pitt í herferðinni og voru þau mynduð á strætum New York-borgar af ljósmyndaranum Glen Luchford. Marcus Wainwright, annar af hönnunardúettnum á bakvið merkið, segir Ryder hafa verið valda sökum tímalausar fegurðar hennar. 

Nokkuð langt er síðan Ryder hefur verið í sviðsljósinu. Hún á sér ennþá stóran aðdáendahóp er það ekki síst vegna hlutverks hennar í myndinni Reality Bites sem kom út árið 1994 og naut gríðarlegrar vinsælda. 

Hér má sjá skemmtilegt atriði úr myndinni. 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.