Fowler ætlar að reyna að setja pressu á McIlroy á morgun 19. júlí 2014 16:04 Rickie Fowler lék vel í dag. AP/Getty Það þarf hálfgert kraftaverk til þess að einhver nái RoryMcIlroy á lokahringnum á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á Hoylake en eftir þrjá hringi er Norður-Írinn ungi á 16 höggum undir pari eftir að hafa leikið á 68 höggum í dag eða fjórum undir pari. McIlroy hefur spilað stórkostlegt golf hingað til og á fyrstu þremur hringjunum hefur hann aðeins fengið fjóra skolla sem þykir afar gott á jafn erfiðum strandavelli og Royal Liverpool völlurinn er. Hann hefur unnið tvo risatitla á ferlinum og gæti bætt þeim þriðja í safnið á morgun ef hann stenst pressuna en þrátt fyrir að eiga sex högg á næsta mann eru nokkrir sterkir kylfingar sem gætu með frábærum hring gert atlögu að honum. Í öðru sæti er hinn geysivinsæli Rickie Fowler á tíu höggum undir pari en hann mun leika með McIlroy í lokahollinu á morgun. Þeir tveir eru ekki bara nágrannar og góðir félagar heldur hafa þeir oft barist við hvorn annan á golfvellinum. McIlroy hefur endað í öðru sæti í báðum atvinnumótunum sem Fowler hefur sigrað í á ferlinum og á Wells Fargo meistaramótinu árið 2012 hafi sá bandaríski betur í bráðabana við McIlroy um sigurinn. Fowler hefur enn trú á því að hann geti náð félaga sínum á morgun en hann var nokkuð bjartsýnn í viðtali við BBC eftir hringinn í dag. „Það eru 18. holur eftir og mótið er langt frá því að vera búið. Ef mér tekst að fá nokkra fugla snemma á hringnum á morgun get ég kannski sett pressu á Rory. Spennustigið á lokahringjum í risamótum er yfirleitt mikið og ég mun reyna að notfæra mér það.“ Lokahringurinn á Opna breska meistaramótinu verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 10:00 á morgun. Golf Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það þarf hálfgert kraftaverk til þess að einhver nái RoryMcIlroy á lokahringnum á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á Hoylake en eftir þrjá hringi er Norður-Írinn ungi á 16 höggum undir pari eftir að hafa leikið á 68 höggum í dag eða fjórum undir pari. McIlroy hefur spilað stórkostlegt golf hingað til og á fyrstu þremur hringjunum hefur hann aðeins fengið fjóra skolla sem þykir afar gott á jafn erfiðum strandavelli og Royal Liverpool völlurinn er. Hann hefur unnið tvo risatitla á ferlinum og gæti bætt þeim þriðja í safnið á morgun ef hann stenst pressuna en þrátt fyrir að eiga sex högg á næsta mann eru nokkrir sterkir kylfingar sem gætu með frábærum hring gert atlögu að honum. Í öðru sæti er hinn geysivinsæli Rickie Fowler á tíu höggum undir pari en hann mun leika með McIlroy í lokahollinu á morgun. Þeir tveir eru ekki bara nágrannar og góðir félagar heldur hafa þeir oft barist við hvorn annan á golfvellinum. McIlroy hefur endað í öðru sæti í báðum atvinnumótunum sem Fowler hefur sigrað í á ferlinum og á Wells Fargo meistaramótinu árið 2012 hafi sá bandaríski betur í bráðabana við McIlroy um sigurinn. Fowler hefur enn trú á því að hann geti náð félaga sínum á morgun en hann var nokkuð bjartsýnn í viðtali við BBC eftir hringinn í dag. „Það eru 18. holur eftir og mótið er langt frá því að vera búið. Ef mér tekst að fá nokkra fugla snemma á hringnum á morgun get ég kannski sett pressu á Rory. Spennustigið á lokahringjum í risamótum er yfirleitt mikið og ég mun reyna að notfæra mér það.“ Lokahringurinn á Opna breska meistaramótinu verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 10:00 á morgun.
Golf Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira