FIFA bannaði Rosberg að nota HM-bikarinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júlí 2014 16:00 Mynd/Facebook Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur hótað að lögsækja Nico Rosberg ef Mercedes-ökuþórinn stendur við áætlanir sínar að setja mynd af HM-bikarnum á hjálminn sinn. Rosberg er þýskur og ætlaði að heiðra árangur þýska landsliðsins í knattspyrnu með því að setja HM-bikarinn á hjálminn sinn með þeim ártölum sem Þýskaland hefur orðið heimsmeistari í knattspyrnu. Hann tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni á þriðjudag en FIFA hefur brugðist við með því að gefa út yfirlýsingu um málið þar sem segir að sambandið muni neyðast til að beita lagalegum úrræðum gegn hvers konar ólöglegri notkun á bikarnum eða öðru höfundarréttarvörðu efni á vegum sambandsins. FIFA sagðist þó hafa skilning á að Rosberg vildi halda upp á árangur Þýskalands á HM og sagðist hafa átt í viðræðum við keppnislið hans um hvaða aðrar lausnir honum stæði til boða í þeim efnum. Þýski kappaksturinn fer fram á Hockenheim-brautinni um helgina og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Post by Nico Rosberg. this will be my Hockenheim World Cup special edition helmet with the FIFA trophy. How do you like it??? @DFB_Team pic.twitter.com/ZKE4gh5EpA— Nico Rosberg (@nico_rosberg) July 15, 2014 Formúla Tengdar fréttir Rosberg er ekki Þjóðverji Bretinn Lewis Hamilton er heldur betur búinn að kynda bálið fyrir þýska kappaksturinn í Formúlu 1. 8. júlí 2014 12:00 Rosberg fær nýjan risasamning Nico Rosberg fær átta og hálfan milljarð fyrir nýjan þriggja ára samning við Mercedes. 16. júlí 2014 10:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur hótað að lögsækja Nico Rosberg ef Mercedes-ökuþórinn stendur við áætlanir sínar að setja mynd af HM-bikarnum á hjálminn sinn. Rosberg er þýskur og ætlaði að heiðra árangur þýska landsliðsins í knattspyrnu með því að setja HM-bikarinn á hjálminn sinn með þeim ártölum sem Þýskaland hefur orðið heimsmeistari í knattspyrnu. Hann tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni á þriðjudag en FIFA hefur brugðist við með því að gefa út yfirlýsingu um málið þar sem segir að sambandið muni neyðast til að beita lagalegum úrræðum gegn hvers konar ólöglegri notkun á bikarnum eða öðru höfundarréttarvörðu efni á vegum sambandsins. FIFA sagðist þó hafa skilning á að Rosberg vildi halda upp á árangur Þýskalands á HM og sagðist hafa átt í viðræðum við keppnislið hans um hvaða aðrar lausnir honum stæði til boða í þeim efnum. Þýski kappaksturinn fer fram á Hockenheim-brautinni um helgina og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Post by Nico Rosberg. this will be my Hockenheim World Cup special edition helmet with the FIFA trophy. How do you like it??? @DFB_Team pic.twitter.com/ZKE4gh5EpA— Nico Rosberg (@nico_rosberg) July 15, 2014
Formúla Tengdar fréttir Rosberg er ekki Þjóðverji Bretinn Lewis Hamilton er heldur betur búinn að kynda bálið fyrir þýska kappaksturinn í Formúlu 1. 8. júlí 2014 12:00 Rosberg fær nýjan risasamning Nico Rosberg fær átta og hálfan milljarð fyrir nýjan þriggja ára samning við Mercedes. 16. júlí 2014 10:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Rosberg er ekki Þjóðverji Bretinn Lewis Hamilton er heldur betur búinn að kynda bálið fyrir þýska kappaksturinn í Formúlu 1. 8. júlí 2014 12:00
Rosberg fær nýjan risasamning Nico Rosberg fær átta og hálfan milljarð fyrir nýjan þriggja ára samning við Mercedes. 16. júlí 2014 10:00