Heather White sem starfar fyrir the Enviromental Working Group fjallar mjög ítarlega um skaðsemi eiturefna í vinsælum snyrtivörum og afleiðingar þess að nota þessar vörur daglega í þessu fróðlega myndbandi sem birtist á vefsíðunni mindbodygreen.
Fyrir þá sem vilja vita enn meira um málefnið og komast að því hvað við erum í raun og veru að bera á okkur bendum við á vefsíðuna skindeep. Þar er hægt að fletta upp rúmlega 69.000 mismunandi snyrtivörum og fá nákvæmar innihaldslýsingar og upplýsingar um skaðsemi þeirra.