Dale Hill perla í enskri sveitasælu Jón Júlíus Karlsson skrifar 15. júlí 2014 22:45 Níunda flötin á Woosnam vellinum á Dale Hill golfsvæðinu. Skemmtilega par-4 braut sem er leikin er inn á glæsilega flöt. Vísir/Dale Hill Dale Hill golfsvæðið í Suður-Englandi er þess virði að heimsækja. Um klukkustundar akstur er á Dale Hill frá Gatwick flugvellinum og er golfsvæðið staðsett skammt frá bænum Wadhurst í East Sussex sýslu. Þó það sé gríðarlegt úrval af golfvöllum í Suður-Englandi þá má vel færa rök fyrir því að Dale Hill sé falin perla í sveitasælunni. Íslenskir kylfingar sem sækja í golfferðir erlendis eru kröfuharðir. Þeir fara fram á að gæði golfvalla og þjónusta sé fyrsta flokks. Þeir kylfingar sem heimsækja Dale Hill munu ekki verða fyrir vonbrigðum. Golfsvæðið samanstendur af tveimur 18 holu golfvöllum, fjögurra stjörnu hóteli, fínu æfingasvæði, frábærum veitingastað ásamt líkamsræktar- og baðaðstöðu. Það er auðvelt að slappa af og njóta lífsins á Dale Hill sem er afar vinalegur staður til að heimsækja.10. flötin á Woosnam vellinum er vel varin í fallegu rjóðri.Vísir/Dale HillEinn sá besti í sýslunni Dale Hill golfsvæðið er um 350 hektarar að stærð. Árið 1997 var Woosnam-völlurinn tekinn í notkun en hann er eins og nafnið gefur til kynna hannaður af Ryder-bikar hetjunni Ian Woosnam frá Wales. Sannkallaður Championship völlur. Woosnam-völlurinn var í frábæru ásigkomulagi þegar undirritaður lék hann í vor. Þrátt fyrir einn blautasta vetur í manna minnum í Englandi þá var Woosnam-völlurinn frábær og svo sannarlega í betra ásigkomulagi en margir aðrir vellir í Suður-Englandi. Miklum fjármunum hefur verið varið í að tryggja að vellirnir á Dale Hill golfsvæðinu skili fljótt frá sér vætu. Hönnun vallarins er sömuleiðis frábær. Ian Woosnam lét hafa eftir sér skömmu eftir að völlurinn var tekinn í notkun að hann hefði hannað völlinn með jafnvægi að leiðarljósi. Völlurinn væri nógu erfiður fyrir atvinnumenn en á sama tíma nógu auðveldur fyrir áhugamenn og forgjafarhærri kylfinga. Honum tókst ætlunarverk sitt. Völlurinn er 5430 metra langur af gulum teigum og par 71. Fyrstu holur vallarins eru vinalegar og einn af helstu kostum vallarins er að á mörgum brautum er dræverinn algjörlega óþarfur.18. flötin á Woosnam vellinum. Flott par-5 braut sem rekur endahnútin á krefjandi og skemmtilegan golfvöll.Vísir/Dale HillNokkrar af bestu golfholum vallarins koma nánast í einum rykk. Sjötta er stórskemmtileg par 4 braut í hundslöpp til vinstri þar sem högglengri kylfingar freistast til að reyna að slá inn á flöt. Flatirnar á áttundu og níundu braut eru stórglæsilegar - hreinlega ljósmyndagolfbrautir. Seinni níu holurnar hefjast svo á stórglæsilegri par 3 braut þar sem slegið er inn í trédal. Frábær golfhola og ekki laust við að nokkur fiðrildi í maganum geri vart við sig á teig. Seinni níu holurnar eru leiknar á opnara landsvæði en þær fyrri níu. Þrátt fyrir það, alls ekki síðri. Þó hættur séu víða þá mun stöðug spilamennska skila fínu skori á Woosnam-vellinum.Ekta enskur klúbbvöllur Eldri völlurinn á Dale Hill er samnefndur golfsvæðinu og var tekinn í notkun árið 1973. Það kom undirrituðum nokkuð á óvart hversu miklu meiri umferðin var um Dale Hill-völlinn en hinn stórglæsilega Woosnam völl. Kannski var um tilviljun að ræða en þó er líklegt að eldri meðlimir kjósi fremur að leika á Dale Hill-vellinum sem er mjög skemmtilegur 18 holu völlur og öllu auðveldari en nágranni sinn. Völlurinn er nokkuð styttri en Woosnam-völlurinn, er 4960 metrar að lengd af gulum teigum og spilast sem par 69. Fyrri níu holurnar eru tiltölulega opnar en skógurinn spilar meiri rullu á seinni níu og brautirnar talsvert þrengri. Skemmtilegur golfvöllur þar sem miklu skiptir að halda boltanum í leik. Saman mynda Dale Hill og Woosnam-vellirnir öflugt tvíeyki golfvalla sem kylfingar fá seint leið á.Séð yfir sjötta teig á Woosnam-vellinum. Sveitasælan leynir sér ekki.Vísir/Jón JúlíusRúmgott og vinalegt hótel Þægindi hótelsins minna fljótt á sig. Hótelherbergin eru sérstaklega rúmgóð og maturinn á veitingastað hótelsins stóð svo sannarlega undir væntingum. Milli hringja er tilvalið að taka sundsprett í sundlauginni eða njóta alls þess sem baðaðstaðan hefur upp á að bjóða. Stór kostur er nálægð við golfvellina og aðeins tekur örfáar mínútur að ganga á fyrsta teig. Sömu sögu er að segja af æfingasvæðinu og púttflötunum tveimur þar sem æfa má stutta spilið. Golfsvæðið býr yfir talsverðum flota golfbíla og engin fyrirstaða að fá golfbíl fyrir golfhringinn. Ef heimsækja á golfsvæði á Bretlandseyjum þá er Dale Hill frábær kostur.Áttunda flötin á Woosnam-vellinum er stórglæsileg. Leika þarf áttundu brautina af skynsemi til að næla sér í fugl eða par.Vísir/Jón JúlíusÞað er auðvelt að slá sig í sandinn við 14. flöt sem er vel varin af stórum glompum.Vísir/Jón JúlíusHerbergin á Dale Hill golfhótelinu er rúmgóð.Vísir/Dale Hill Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Dale Hill golfsvæðið í Suður-Englandi er þess virði að heimsækja. Um klukkustundar akstur er á Dale Hill frá Gatwick flugvellinum og er golfsvæðið staðsett skammt frá bænum Wadhurst í East Sussex sýslu. Þó það sé gríðarlegt úrval af golfvöllum í Suður-Englandi þá má vel færa rök fyrir því að Dale Hill sé falin perla í sveitasælunni. Íslenskir kylfingar sem sækja í golfferðir erlendis eru kröfuharðir. Þeir fara fram á að gæði golfvalla og þjónusta sé fyrsta flokks. Þeir kylfingar sem heimsækja Dale Hill munu ekki verða fyrir vonbrigðum. Golfsvæðið samanstendur af tveimur 18 holu golfvöllum, fjögurra stjörnu hóteli, fínu æfingasvæði, frábærum veitingastað ásamt líkamsræktar- og baðaðstöðu. Það er auðvelt að slappa af og njóta lífsins á Dale Hill sem er afar vinalegur staður til að heimsækja.10. flötin á Woosnam vellinum er vel varin í fallegu rjóðri.Vísir/Dale HillEinn sá besti í sýslunni Dale Hill golfsvæðið er um 350 hektarar að stærð. Árið 1997 var Woosnam-völlurinn tekinn í notkun en hann er eins og nafnið gefur til kynna hannaður af Ryder-bikar hetjunni Ian Woosnam frá Wales. Sannkallaður Championship völlur. Woosnam-völlurinn var í frábæru ásigkomulagi þegar undirritaður lék hann í vor. Þrátt fyrir einn blautasta vetur í manna minnum í Englandi þá var Woosnam-völlurinn frábær og svo sannarlega í betra ásigkomulagi en margir aðrir vellir í Suður-Englandi. Miklum fjármunum hefur verið varið í að tryggja að vellirnir á Dale Hill golfsvæðinu skili fljótt frá sér vætu. Hönnun vallarins er sömuleiðis frábær. Ian Woosnam lét hafa eftir sér skömmu eftir að völlurinn var tekinn í notkun að hann hefði hannað völlinn með jafnvægi að leiðarljósi. Völlurinn væri nógu erfiður fyrir atvinnumenn en á sama tíma nógu auðveldur fyrir áhugamenn og forgjafarhærri kylfinga. Honum tókst ætlunarverk sitt. Völlurinn er 5430 metra langur af gulum teigum og par 71. Fyrstu holur vallarins eru vinalegar og einn af helstu kostum vallarins er að á mörgum brautum er dræverinn algjörlega óþarfur.18. flötin á Woosnam vellinum. Flott par-5 braut sem rekur endahnútin á krefjandi og skemmtilegan golfvöll.Vísir/Dale HillNokkrar af bestu golfholum vallarins koma nánast í einum rykk. Sjötta er stórskemmtileg par 4 braut í hundslöpp til vinstri þar sem högglengri kylfingar freistast til að reyna að slá inn á flöt. Flatirnar á áttundu og níundu braut eru stórglæsilegar - hreinlega ljósmyndagolfbrautir. Seinni níu holurnar hefjast svo á stórglæsilegri par 3 braut þar sem slegið er inn í trédal. Frábær golfhola og ekki laust við að nokkur fiðrildi í maganum geri vart við sig á teig. Seinni níu holurnar eru leiknar á opnara landsvæði en þær fyrri níu. Þrátt fyrir það, alls ekki síðri. Þó hættur séu víða þá mun stöðug spilamennska skila fínu skori á Woosnam-vellinum.Ekta enskur klúbbvöllur Eldri völlurinn á Dale Hill er samnefndur golfsvæðinu og var tekinn í notkun árið 1973. Það kom undirrituðum nokkuð á óvart hversu miklu meiri umferðin var um Dale Hill-völlinn en hinn stórglæsilega Woosnam völl. Kannski var um tilviljun að ræða en þó er líklegt að eldri meðlimir kjósi fremur að leika á Dale Hill-vellinum sem er mjög skemmtilegur 18 holu völlur og öllu auðveldari en nágranni sinn. Völlurinn er nokkuð styttri en Woosnam-völlurinn, er 4960 metrar að lengd af gulum teigum og spilast sem par 69. Fyrri níu holurnar eru tiltölulega opnar en skógurinn spilar meiri rullu á seinni níu og brautirnar talsvert þrengri. Skemmtilegur golfvöllur þar sem miklu skiptir að halda boltanum í leik. Saman mynda Dale Hill og Woosnam-vellirnir öflugt tvíeyki golfvalla sem kylfingar fá seint leið á.Séð yfir sjötta teig á Woosnam-vellinum. Sveitasælan leynir sér ekki.Vísir/Jón JúlíusRúmgott og vinalegt hótel Þægindi hótelsins minna fljótt á sig. Hótelherbergin eru sérstaklega rúmgóð og maturinn á veitingastað hótelsins stóð svo sannarlega undir væntingum. Milli hringja er tilvalið að taka sundsprett í sundlauginni eða njóta alls þess sem baðaðstaðan hefur upp á að bjóða. Stór kostur er nálægð við golfvellina og aðeins tekur örfáar mínútur að ganga á fyrsta teig. Sömu sögu er að segja af æfingasvæðinu og púttflötunum tveimur þar sem æfa má stutta spilið. Golfsvæðið býr yfir talsverðum flota golfbíla og engin fyrirstaða að fá golfbíl fyrir golfhringinn. Ef heimsækja á golfsvæði á Bretlandseyjum þá er Dale Hill frábær kostur.Áttunda flötin á Woosnam-vellinum er stórglæsileg. Leika þarf áttundu brautina af skynsemi til að næla sér í fugl eða par.Vísir/Jón JúlíusÞað er auðvelt að slá sig í sandinn við 14. flöt sem er vel varin af stórum glompum.Vísir/Jón JúlíusHerbergin á Dale Hill golfhótelinu er rúmgóð.Vísir/Dale Hill
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira