Órafmagnaður Ásgeir Trausti
Ásgeir Trausti og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson fluttu lagið Going Home fyrir utan tónlistarhúsið Botanique í Brussel á dögunum eftir tónleika inni í tónlistarhúsinu.
Um er að ræða órafmagnaða útgáfu og tóku áhorfendur mjög vel í flutninginn. Myndbandið var tekið upp fyrir tónlistarsíðuna, Bruxelles Ma Belle.
Ásgeir er nú ásamt hljómsveit sinni á tónleikaferðalagi og fer meðal annars til Ástralíu og Japans síðar í mánuðinum.