„Myndbandið er einskonar óður til tíunda áratugarins“ Baldvin Þormóðsson skrifar 15. júlí 2014 13:13 Strákarnir segjast vera sökkerar fyrir góðum sub-kúltúr. mynd/skjáskot „Myndbandið er einskonar óður til tíunda áratugarins, allaveganna klæðaburðurinn,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur rappsveitarinnar Úlfur Úlfur ásamt Helga Sæmundi en sveitin gaf nýverið út tónlistarmyndband við lagið Tarantúlur og var það Magnús Leifsson sem leikstýrði myndbandinu. „Við erum sökkerar fyrir góðum subkúltúr og þau sem sækja Bíladaga eru einstakur kúltúr,“ segir Arnar en myndbandið var tekið upp á einni helgi á Bíladögum á Akureyri. „Þessir gæjar gera svo magnaða hluti svo hversdagslega, það eru einhver skot af gæja sem er að spóla í kringum okkur og hann blikkar ekki einu sinni við það,“ segir Arnar. „Það eru örugglega einhverjir sem halda að við höfum fengið áhættubílstjóra í myndbandið en þetta eru í alvörunni bara gæjar á bíladögum.“ Í myndbandinu klæðast þeir félagar í rappsveitinni fatnaði sem minnir helst á tíunda áratuginn en má þar til dæmis nefna gamlan Cheerios-bol og bol merktum Vatnaskógi frá árinu 1997. „Þetta eru allt saman bolir af Magga Leifs,“ segir Arnar. „Hann er mjög hrifinn af þessum áratug og safnar hlutum sem tengjast því.“ Í nýju lagi sveitarinnar má einnig sjá aukameðlim hana Eddu Borg Stefánsdóttur, sem er gömul vinkona félagana frá Sauðárkróki. „Hún hefur aldrei rappað eða neitt en hún er bara með swag frá náttúrunnar hendi,“ segir Arnar. „Ég hugsaði strax að hún geti pottþétt rappað.“ Nýja myndbandið má sjá hér að neðan en ný plata frá drengjunum er væntanleg í október. Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Myndbandið er einskonar óður til tíunda áratugarins, allaveganna klæðaburðurinn,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur rappsveitarinnar Úlfur Úlfur ásamt Helga Sæmundi en sveitin gaf nýverið út tónlistarmyndband við lagið Tarantúlur og var það Magnús Leifsson sem leikstýrði myndbandinu. „Við erum sökkerar fyrir góðum subkúltúr og þau sem sækja Bíladaga eru einstakur kúltúr,“ segir Arnar en myndbandið var tekið upp á einni helgi á Bíladögum á Akureyri. „Þessir gæjar gera svo magnaða hluti svo hversdagslega, það eru einhver skot af gæja sem er að spóla í kringum okkur og hann blikkar ekki einu sinni við það,“ segir Arnar. „Það eru örugglega einhverjir sem halda að við höfum fengið áhættubílstjóra í myndbandið en þetta eru í alvörunni bara gæjar á bíladögum.“ Í myndbandinu klæðast þeir félagar í rappsveitinni fatnaði sem minnir helst á tíunda áratuginn en má þar til dæmis nefna gamlan Cheerios-bol og bol merktum Vatnaskógi frá árinu 1997. „Þetta eru allt saman bolir af Magga Leifs,“ segir Arnar. „Hann er mjög hrifinn af þessum áratug og safnar hlutum sem tengjast því.“ Í nýju lagi sveitarinnar má einnig sjá aukameðlim hana Eddu Borg Stefánsdóttur, sem er gömul vinkona félagana frá Sauðárkróki. „Hún hefur aldrei rappað eða neitt en hún er bara með swag frá náttúrunnar hendi,“ segir Arnar. „Ég hugsaði strax að hún geti pottþétt rappað.“ Nýja myndbandið má sjá hér að neðan en ný plata frá drengjunum er væntanleg í október.
Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira