Biður fólk um að dæma ekki Ísraela Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. júlí 2014 11:09 "Þetta er eilíf hryðjuverkaógn. Alla daga, allan ársins hring.“ vísir/afp „Hér er lítil áróðursmaskína sem er óþreytandi við að breiða út áróður gegn Ísrael. Þetta er fámennur en hávær hópur, sem ég kalla auðtrúa Íslendinga, að fordæma Ísraela,“ sagði Ólöf Einarsdóttir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þúsundir söfnuðust saman á Ingólfstorgi í gær til að mótmæla framferði Ísraelshers á Gasa undanfarnar vikur. Stríðsástand ríkir á Gasasvæðinu og átökin þau blóðugustu í áraraðir. Hundruð óbreyttra borgara liggja nú í valnum og þúsundir eru særðir. Ólöfu Einarsdóttur finnst umræðan um Ísraela og Palestínumenn hafa þróast á rangan veg. Ekki sé rétt að taka afstöðu til ákveðins hóps, þegar skilningur á málinu er jafnvel ekki fyrir hendi. „Það er svo alvarlegt að setja sig í eitthvað dómarasæti. Hinn almenni borgari á Íslandi hefur engan skilning eða þekkingu á stöðu mála,“ segir Ólöf. Ólöf bjó með ísraelskum eiginmanni sínum og dóttur á samyrkjubúi í Suður-Ísrael, því svæði sem árásirnar hafa verið hvað mestar undanfarin ár. Samyrkjubúið var víggirt, sem og önnur bú og þorp á svæðinu og vaktað af hermönnum allan sólarhringinn. Loftvarnarbirgi eru inni í hverju húsi, sem kveðið er á um í byggingareglum þarlendis. „Þetta er eilíf hryðjuverkaógn. Alla daga, allan ársins hring.“Gegndarlausar árásir „Mér fannst ég samt þokkalega örugg þarna þrátt fyrir gegndarlausar árásir. En á árunum 2011 og 2012 þá skutu Hamas og fleiri hryðjuverkasamtök á Gasaströndinni um tvö þúsund eldflaugum yfir á Suður-Ísrael. Til að setja þetta í samhengi þá eru þetta um þrjár eldflaugar á dag, en þetta kom í hrinum.“ Árásirnar eru linnulausar á beggja bóga, en eru vopn Hamas talin mun vanþróaðri en háþróuð vopn Ísraelsmanna. Ólöf segir Ísraelsmenn hafa lært af sárri reynslu og því sé ógrynni fjármuna varið í að verja fólkið.„Nota almenna borgara sem mannlegan skjöld“ „Þetta er eina ástæðan fyrir því að Ísraelsmenn eru ekki að falla í eins miklum mæli og hinir og það er svo kaldhæðnislegt að Ísraelsmenn þurfi að réttlæta það. Það vita það allir sem eitthvað vita um þessa deilu að þetta eru hryðjuverkasamtök og þeir nota almenna borgara sem mannlegan skjöld. Þeir planta sér mitt á meðal borgaranna. Skjóta rótum í íbúðahverfum. Nota bakgarðafólks til að skjóta þessum eldflaugum. “ Ólöf biðlar til fólks að sýna báðum aðilum skilning og að dæma ekki fyrr en skilningur er fyrir hendi. „Þetta hryggir mig hreinlega. Ég hef sterka réttlætis- og siðferðiskennd og auðvitað hef ég samúð með óbreyttum borgurum sem liggja í valnum á Gasaströndinni. En ég fordæmi ekki Ísrael. Þau eru að berjast við hryðjuverk, hryðjuverkasamtök og við eigum að standa með þeim gegn hryðjuverkaógn.“ Gasa Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
„Hér er lítil áróðursmaskína sem er óþreytandi við að breiða út áróður gegn Ísrael. Þetta er fámennur en hávær hópur, sem ég kalla auðtrúa Íslendinga, að fordæma Ísraela,“ sagði Ólöf Einarsdóttir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þúsundir söfnuðust saman á Ingólfstorgi í gær til að mótmæla framferði Ísraelshers á Gasa undanfarnar vikur. Stríðsástand ríkir á Gasasvæðinu og átökin þau blóðugustu í áraraðir. Hundruð óbreyttra borgara liggja nú í valnum og þúsundir eru særðir. Ólöfu Einarsdóttur finnst umræðan um Ísraela og Palestínumenn hafa þróast á rangan veg. Ekki sé rétt að taka afstöðu til ákveðins hóps, þegar skilningur á málinu er jafnvel ekki fyrir hendi. „Það er svo alvarlegt að setja sig í eitthvað dómarasæti. Hinn almenni borgari á Íslandi hefur engan skilning eða þekkingu á stöðu mála,“ segir Ólöf. Ólöf bjó með ísraelskum eiginmanni sínum og dóttur á samyrkjubúi í Suður-Ísrael, því svæði sem árásirnar hafa verið hvað mestar undanfarin ár. Samyrkjubúið var víggirt, sem og önnur bú og þorp á svæðinu og vaktað af hermönnum allan sólarhringinn. Loftvarnarbirgi eru inni í hverju húsi, sem kveðið er á um í byggingareglum þarlendis. „Þetta er eilíf hryðjuverkaógn. Alla daga, allan ársins hring.“Gegndarlausar árásir „Mér fannst ég samt þokkalega örugg þarna þrátt fyrir gegndarlausar árásir. En á árunum 2011 og 2012 þá skutu Hamas og fleiri hryðjuverkasamtök á Gasaströndinni um tvö þúsund eldflaugum yfir á Suður-Ísrael. Til að setja þetta í samhengi þá eru þetta um þrjár eldflaugar á dag, en þetta kom í hrinum.“ Árásirnar eru linnulausar á beggja bóga, en eru vopn Hamas talin mun vanþróaðri en háþróuð vopn Ísraelsmanna. Ólöf segir Ísraelsmenn hafa lært af sárri reynslu og því sé ógrynni fjármuna varið í að verja fólkið.„Nota almenna borgara sem mannlegan skjöld“ „Þetta er eina ástæðan fyrir því að Ísraelsmenn eru ekki að falla í eins miklum mæli og hinir og það er svo kaldhæðnislegt að Ísraelsmenn þurfi að réttlæta það. Það vita það allir sem eitthvað vita um þessa deilu að þetta eru hryðjuverkasamtök og þeir nota almenna borgara sem mannlegan skjöld. Þeir planta sér mitt á meðal borgaranna. Skjóta rótum í íbúðahverfum. Nota bakgarðafólks til að skjóta þessum eldflaugum. “ Ólöf biðlar til fólks að sýna báðum aðilum skilning og að dæma ekki fyrr en skilningur er fyrir hendi. „Þetta hryggir mig hreinlega. Ég hef sterka réttlætis- og siðferðiskennd og auðvitað hef ég samúð með óbreyttum borgurum sem liggja í valnum á Gasaströndinni. En ég fordæmi ekki Ísrael. Þau eru að berjast við hryðjuverk, hryðjuverkasamtök og við eigum að standa með þeim gegn hryðjuverkaógn.“
Gasa Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira