„Stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning“ Randver Kári Randversson skrifar 23. júlí 2014 16:00 Sveinn Rúnar hvetur alla til að mæta á fundinn félagsins Ísland-Palestína á Ingólfstorgi. Vísir/Arnþór/Vilhelm „Það er algjör þjóðarsamstaða um þennan fund, það eru fjölmennustu samtök landsins og flokkar og aðrir með í honum, auglýsa fundinn og styðja hann á annan hátt. Það er alveg stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir útifundi í dag klukkan 17, vegna árása Ísraelshers á Gaza og hernáms Palestínu á Ingólfstorgi. Fjölmörg samtök hafa þegar lýst yfir stuðning við fundinn, m.a. ASÍ, BSRB, BHM, ÖBÍ, SFR, VLFA, KÍ, Efling, Samfylking, Dögun, Píratar, VG, SHA og MFÍK. Fundurinn er haldinn undir kjörorðunum „Stöðvum blóðbaðið á Gaza tafarlaust, alþjóðlega vernd fyrir Palestínumenn, burt með herkvína um Gaza, niður með hernámið og frjáls Palestína“. „Þetta mál er algerlega hafið yfir alla flokka. Þjóðin hefur gert þetta að sínu máli. Þessar kröfur okkar eru náttúrulega þær sömu og hafa hljómað um allan heim að það verði að stöðva þetta blóðbað tafarlaust og aflétta umsátrinu um Gaza-ströndina,“ segir Sveinn Rúnar. Á fundinum mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytja ávarp. Þóra Karítas Árnadóttir les ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk og kórinn Vox Palestine flytur sönginn Þú veist í hjarta þér. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Að lokum verður ályktun fundarins lesin upp. Að loknum fundinum verður gengið að Stjórnarráðinu eftir Austurstræti með minningarkrans með borða sem á eru skráð nöfn meira en 600 fórnarlamba hernaðar Ísraels hingað til. Við það tækifæri mun Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmaður forsætisráðherra, taka við ályktun fundarins fyrir hönd forsætisráðherra, sem er staddur erlendis. Sveinn Rúnar hvetur alla til að mæta á fundinn og sína málstaðnum stuðning. „Við vonumst til að sem flestir mæti og taki þátt í þessu og haldi uppi þessum kröfum dagsins. Við erum að treysta á það og heita á bæði stjórnvöld og okkur sjálf að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að bundinn verðir endir á þetta blóðbað tafarlaust. Þar erum við náttúrulega samstíga milljónum um allan heim sem eru að mótmæla og halda uppi sömu kröfum.“ Gasa Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
„Það er algjör þjóðarsamstaða um þennan fund, það eru fjölmennustu samtök landsins og flokkar og aðrir með í honum, auglýsa fundinn og styðja hann á annan hátt. Það er alveg stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir útifundi í dag klukkan 17, vegna árása Ísraelshers á Gaza og hernáms Palestínu á Ingólfstorgi. Fjölmörg samtök hafa þegar lýst yfir stuðning við fundinn, m.a. ASÍ, BSRB, BHM, ÖBÍ, SFR, VLFA, KÍ, Efling, Samfylking, Dögun, Píratar, VG, SHA og MFÍK. Fundurinn er haldinn undir kjörorðunum „Stöðvum blóðbaðið á Gaza tafarlaust, alþjóðlega vernd fyrir Palestínumenn, burt með herkvína um Gaza, niður með hernámið og frjáls Palestína“. „Þetta mál er algerlega hafið yfir alla flokka. Þjóðin hefur gert þetta að sínu máli. Þessar kröfur okkar eru náttúrulega þær sömu og hafa hljómað um allan heim að það verði að stöðva þetta blóðbað tafarlaust og aflétta umsátrinu um Gaza-ströndina,“ segir Sveinn Rúnar. Á fundinum mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytja ávarp. Þóra Karítas Árnadóttir les ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk og kórinn Vox Palestine flytur sönginn Þú veist í hjarta þér. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Að lokum verður ályktun fundarins lesin upp. Að loknum fundinum verður gengið að Stjórnarráðinu eftir Austurstræti með minningarkrans með borða sem á eru skráð nöfn meira en 600 fórnarlamba hernaðar Ísraels hingað til. Við það tækifæri mun Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmaður forsætisráðherra, taka við ályktun fundarins fyrir hönd forsætisráðherra, sem er staddur erlendis. Sveinn Rúnar hvetur alla til að mæta á fundinn og sína málstaðnum stuðning. „Við vonumst til að sem flestir mæti og taki þátt í þessu og haldi uppi þessum kröfum dagsins. Við erum að treysta á það og heita á bæði stjórnvöld og okkur sjálf að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að bundinn verðir endir á þetta blóðbað tafarlaust. Þar erum við náttúrulega samstíga milljónum um allan heim sem eru að mótmæla og halda uppi sömu kröfum.“
Gasa Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira