Ramez ekki lofað að hann yrði ekki sendur til Palestínu Randver Kári Randversson skrifar 30. júlí 2014 13:57 Ramez Rassas Palestínski flóttamaðurinn Ramez Rassas sem sótti um hæli hér á landi en var vísað til Noregs í febrúarlok hafði ekki fengið loforð frá íslenskum stjórnvöldum um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun vegna undirskriftasöfnunar og fjölmiðlaumfjöllunar um mál mannsins. Þar segir að í áskorun undirskriftarlistans, sem hafin er vegna málsins, sé ranglega hermt að íslensk stjórnvöld hafi gefið loforð um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þegar manninum hafi verið kynnt niðurstaða Útlendingastofnunar í janúar 2014 um að honum skyldi vísað til Noregs vildi hann ekki nýta rétt sinn til að kæra ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins. Maðurinn var sendur frá Noregi til Palestínu í mars sl. Ramez Rassas hafði áður sótt um hæli í Noregi og tók Útlendingastofnun ákvörðun um að honum skyldi vísað þangað aftur á grundvelli Dyflinnarsamstarfsins. Hafi þetta verið gert eftir að stofnunin hafði fullvissað sig um að endursending til Noregs og aðstæður og málsmeðferð þar brytu ekki gegn íslenskum lögum, einkum 45. gr. laga um útlendinga sem fjallar um endursendingar. Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna, mannréttindasamstök eða önnur ríki hafa ekki gert slíkar athugasemdir við meðhöndlun hælismála í Noregi að ástæða sé til að ætla norsk yfirvöld séu ekki í stakk búin til að veita hælisleitendum viðunandi aðbúnað og málsmeðferð. Maðurinn hafði fengið niðurstöðu um beiðni sína um hæli í Noregi á báðum stjórnsýslustigum þar í landi en sú málsmeðferð hófst á árinu 2008. Norsk lög heimili endurupptöku á fyrri ákvörðunum og hafi manninum verið bent á að hann gæti óskað slíkrar endurupptöku þar, hefði hann hug á því. Jafnframt var manninum leiðbeint um innihald 39. gr. málsmeðferðarreglna Mannréttindadómstóls Evrópu sem felur í sér að dómstóllinn getur á grundvelli beiðni þar um stöðvað flutning til bráðabirgða á meðan mál er tekið til athugunar. Að lokum segir í tilkynningunni að stríðsástand hafi nú ríkt á Gasa frá í byrjun júlí 2014 en engin lagaleg úrræði séu til staðar sem gera Útlendingastofnun kleift að veita einstaklingum eða hópum hæli, sem staddir eru erlendis. Aftur á móti muni Útlendingastofnun ekki taka neinar ákvarðanir um endursendingar til Palestínu að svo stöddu og mál hælisleitenda þaðan verða afgreidd svo fljótt sem verða má, eins og háttar til um mál hælisleitenda frá öðrum stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland, Írak og Sómalíu. Gasa Tengdar fréttir Vilja að ríkið bjargi Ramez frá Gaza Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á íslenska ríkið að finna leið til að koma Palestínumanninum Ramez Rassas frá Gaza. 11. júlí 2014 10:19 „Aðstæður hans eru hræðilegar“ Samtökin „Ekki fleiri brottvísanir“ krefjast þess að íslenska ríkið hjálpi tuttugu og níu ára gömlum palestínskum flóttamanni, sem synjað var um hæli á Íslandi í vetur og dvelur nú á átakasvæðinu á Gasa, að komast aftur hingað til lands. 28. júlí 2014 20:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Palestínski flóttamaðurinn Ramez Rassas sem sótti um hæli hér á landi en var vísað til Noregs í febrúarlok hafði ekki fengið loforð frá íslenskum stjórnvöldum um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun vegna undirskriftasöfnunar og fjölmiðlaumfjöllunar um mál mannsins. Þar segir að í áskorun undirskriftarlistans, sem hafin er vegna málsins, sé ranglega hermt að íslensk stjórnvöld hafi gefið loforð um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þegar manninum hafi verið kynnt niðurstaða Útlendingastofnunar í janúar 2014 um að honum skyldi vísað til Noregs vildi hann ekki nýta rétt sinn til að kæra ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins. Maðurinn var sendur frá Noregi til Palestínu í mars sl. Ramez Rassas hafði áður sótt um hæli í Noregi og tók Útlendingastofnun ákvörðun um að honum skyldi vísað þangað aftur á grundvelli Dyflinnarsamstarfsins. Hafi þetta verið gert eftir að stofnunin hafði fullvissað sig um að endursending til Noregs og aðstæður og málsmeðferð þar brytu ekki gegn íslenskum lögum, einkum 45. gr. laga um útlendinga sem fjallar um endursendingar. Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna, mannréttindasamstök eða önnur ríki hafa ekki gert slíkar athugasemdir við meðhöndlun hælismála í Noregi að ástæða sé til að ætla norsk yfirvöld séu ekki í stakk búin til að veita hælisleitendum viðunandi aðbúnað og málsmeðferð. Maðurinn hafði fengið niðurstöðu um beiðni sína um hæli í Noregi á báðum stjórnsýslustigum þar í landi en sú málsmeðferð hófst á árinu 2008. Norsk lög heimili endurupptöku á fyrri ákvörðunum og hafi manninum verið bent á að hann gæti óskað slíkrar endurupptöku þar, hefði hann hug á því. Jafnframt var manninum leiðbeint um innihald 39. gr. málsmeðferðarreglna Mannréttindadómstóls Evrópu sem felur í sér að dómstóllinn getur á grundvelli beiðni þar um stöðvað flutning til bráðabirgða á meðan mál er tekið til athugunar. Að lokum segir í tilkynningunni að stríðsástand hafi nú ríkt á Gasa frá í byrjun júlí 2014 en engin lagaleg úrræði séu til staðar sem gera Útlendingastofnun kleift að veita einstaklingum eða hópum hæli, sem staddir eru erlendis. Aftur á móti muni Útlendingastofnun ekki taka neinar ákvarðanir um endursendingar til Palestínu að svo stöddu og mál hælisleitenda þaðan verða afgreidd svo fljótt sem verða má, eins og háttar til um mál hælisleitenda frá öðrum stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland, Írak og Sómalíu.
Gasa Tengdar fréttir Vilja að ríkið bjargi Ramez frá Gaza Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á íslenska ríkið að finna leið til að koma Palestínumanninum Ramez Rassas frá Gaza. 11. júlí 2014 10:19 „Aðstæður hans eru hræðilegar“ Samtökin „Ekki fleiri brottvísanir“ krefjast þess að íslenska ríkið hjálpi tuttugu og níu ára gömlum palestínskum flóttamanni, sem synjað var um hæli á Íslandi í vetur og dvelur nú á átakasvæðinu á Gasa, að komast aftur hingað til lands. 28. júlí 2014 20:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Vilja að ríkið bjargi Ramez frá Gaza Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á íslenska ríkið að finna leið til að koma Palestínumanninum Ramez Rassas frá Gaza. 11. júlí 2014 10:19
„Aðstæður hans eru hræðilegar“ Samtökin „Ekki fleiri brottvísanir“ krefjast þess að íslenska ríkið hjálpi tuttugu og níu ára gömlum palestínskum flóttamanni, sem synjað var um hæli á Íslandi í vetur og dvelur nú á átakasvæðinu á Gasa, að komast aftur hingað til lands. 28. júlí 2014 20:00