Fyrsti Lexus NX rennur af færibandinu Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2014 15:45 Fyrsti Lexus NX jepplingurinn rennur út úr verksmiðju Lexus í Japan. Stutt er í það að fyrsti Lexus bíllinn í flokki sportjeppa skili sér til kaupenda, en sala á honum hefst í haust. Fyrstu bílarnir koma hingað til lands í október. Lexus NX var kynntur á bílasýningunni í Frankfurt og vakti hann þar mikla athygli og var greinarskrifari þar á meðal. Framleiðsla á þessum framúrstefnulega jepplingi er nýhafin og fyrst eintakið rann af færiböndunum í Japan í vikunni og var því vel fagnað af starfsmönnum Lexus. Lexus NX verður bæði í boði með 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 235 hestöflum og sem Hybrid bíll með 153 hestafla vél, en sá bíll mengar aðeins 116g/km af CO2 og fær því frítt í stæði í Reykjavík. Öflugri bíllinn er ekki nema 7,3 sekúndur í hundraðið og því aldeilis enginn letingi. Lexus NX verður skæður keppinautur bíla eins og Audi Q5 og BMW X3 og mjög álíka að stærð.Lexus NX er frábrugðinn flestum bílum í útliti og með hvössum línum. Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Stutt er í það að fyrsti Lexus bíllinn í flokki sportjeppa skili sér til kaupenda, en sala á honum hefst í haust. Fyrstu bílarnir koma hingað til lands í október. Lexus NX var kynntur á bílasýningunni í Frankfurt og vakti hann þar mikla athygli og var greinarskrifari þar á meðal. Framleiðsla á þessum framúrstefnulega jepplingi er nýhafin og fyrst eintakið rann af færiböndunum í Japan í vikunni og var því vel fagnað af starfsmönnum Lexus. Lexus NX verður bæði í boði með 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 235 hestöflum og sem Hybrid bíll með 153 hestafla vél, en sá bíll mengar aðeins 116g/km af CO2 og fær því frítt í stæði í Reykjavík. Öflugri bíllinn er ekki nema 7,3 sekúndur í hundraðið og því aldeilis enginn letingi. Lexus NX verður skæður keppinautur bíla eins og Audi Q5 og BMW X3 og mjög álíka að stærð.Lexus NX er frábrugðinn flestum bílum í útliti og með hvössum línum.
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent