Rory-tíminn ekki að hefjast Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. ágúst 2014 10:00 Rory McIlroy gefur eiginhandaráritanir eftir æfingahring á Valhalla í gær. vísir/getty Norður-Írinn Rory McIlroy, efsti kylfingur heimslistans, er maðurinn sem allt snýst um í aðdraganda PGA-meistaramótsins, síðasta risamóts ársins, sem hefst á Valhalla-vellinum í Louisville á morgun. Rory vann opna breska meistaramótið á Hoylake fyrir tveimur vikum síðan og fylgdi því eftir með sigri á WCG Bridgestone-mótinu á sunnudaginn. Með honum tók hann toppsæti heimslistans og er hann nú talinn sigurstranglegastur um helgina. „Mér hefur gengið vel síðustu mánuði, en stundum eru menn full fljótir að stökkva á vagninn þegar vel gengur,“ segir McIlroy. Hann ítrekar að Rory-tímabilið sé ekki að hefjast líkt og þegar Tiger Woods tók yfir í golfinu á hans aldri, en Rory getur um helgina orðið þriðji maðurinn á eftir Tiger og Jack Nicklaus til að vinna öll fjögur risamótin fyrir 25 ára aldurinn. „Það er gaman að vinna nokkur mót og komast aftur á þann stall sem mér finnst ég eiga heima, en ég er ekki viss um að það megi kalla þetta eitthvað tímabil sem er að hefjast,“ segir Rory McIlroy.PGA-meistaramótið hefst á morgun á Golfstöðinni og verða allir fjórir keppnisdagarnir í beinni útsendingu. Fáðu þér áskrift hér. Golf Tengdar fréttir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans Norður-írski kylfingurinn getur kallað sig besta kylfing heims á ný eftir tvo glæsilega sigra með stuttu millibili. 4. ágúst 2014 17:45 Aðeins Tiger unnið stórmót efstur á heimslistanum frá 1992 Rory McIlroy tyllti sér á topp heimslistans í golfi um helgina þegar hann vann Bridgestone Invitational mótið í Bandaríkjunum. En er það eitthvað sem Norður-Írinn á að fagna? 4. ágúst 2014 22:15 McIlroy: Aldrei liðið jafnvel Norður-Írinn stefnir á þriðja sigurinn í röð á síðasta risamóti ársins um næstu helgi. 5. ágúst 2014 11:45 Magnaður McIlroy sigraði á Firestone Lék frábært golf á lokahringnum og skaust upp fyrir Sergio Garcia. 4. ágúst 2014 00:37 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy, efsti kylfingur heimslistans, er maðurinn sem allt snýst um í aðdraganda PGA-meistaramótsins, síðasta risamóts ársins, sem hefst á Valhalla-vellinum í Louisville á morgun. Rory vann opna breska meistaramótið á Hoylake fyrir tveimur vikum síðan og fylgdi því eftir með sigri á WCG Bridgestone-mótinu á sunnudaginn. Með honum tók hann toppsæti heimslistans og er hann nú talinn sigurstranglegastur um helgina. „Mér hefur gengið vel síðustu mánuði, en stundum eru menn full fljótir að stökkva á vagninn þegar vel gengur,“ segir McIlroy. Hann ítrekar að Rory-tímabilið sé ekki að hefjast líkt og þegar Tiger Woods tók yfir í golfinu á hans aldri, en Rory getur um helgina orðið þriðji maðurinn á eftir Tiger og Jack Nicklaus til að vinna öll fjögur risamótin fyrir 25 ára aldurinn. „Það er gaman að vinna nokkur mót og komast aftur á þann stall sem mér finnst ég eiga heima, en ég er ekki viss um að það megi kalla þetta eitthvað tímabil sem er að hefjast,“ segir Rory McIlroy.PGA-meistaramótið hefst á morgun á Golfstöðinni og verða allir fjórir keppnisdagarnir í beinni útsendingu. Fáðu þér áskrift hér.
Golf Tengdar fréttir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans Norður-írski kylfingurinn getur kallað sig besta kylfing heims á ný eftir tvo glæsilega sigra með stuttu millibili. 4. ágúst 2014 17:45 Aðeins Tiger unnið stórmót efstur á heimslistanum frá 1992 Rory McIlroy tyllti sér á topp heimslistans í golfi um helgina þegar hann vann Bridgestone Invitational mótið í Bandaríkjunum. En er það eitthvað sem Norður-Írinn á að fagna? 4. ágúst 2014 22:15 McIlroy: Aldrei liðið jafnvel Norður-Írinn stefnir á þriðja sigurinn í röð á síðasta risamóti ársins um næstu helgi. 5. ágúst 2014 11:45 Magnaður McIlroy sigraði á Firestone Lék frábært golf á lokahringnum og skaust upp fyrir Sergio Garcia. 4. ágúst 2014 00:37 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans Norður-írski kylfingurinn getur kallað sig besta kylfing heims á ný eftir tvo glæsilega sigra með stuttu millibili. 4. ágúst 2014 17:45
Aðeins Tiger unnið stórmót efstur á heimslistanum frá 1992 Rory McIlroy tyllti sér á topp heimslistans í golfi um helgina þegar hann vann Bridgestone Invitational mótið í Bandaríkjunum. En er það eitthvað sem Norður-Írinn á að fagna? 4. ágúst 2014 22:15
McIlroy: Aldrei liðið jafnvel Norður-Írinn stefnir á þriðja sigurinn í röð á síðasta risamóti ársins um næstu helgi. 5. ágúst 2014 11:45
Magnaður McIlroy sigraði á Firestone Lék frábært golf á lokahringnum og skaust upp fyrir Sergio Garcia. 4. ágúst 2014 00:37