Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir Bjarki Ármannsson skrifar 3. ágúst 2014 14:24 Reynir fullyrðir að Hanna Birna hafi óskað eftir því að tveir blaðamenn DV yrðu reknir. Vísir/Stefán Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra hafa farið fram á það í símtali þeirra í byrjun árs að tveir blaðamenn DV yrðu reknir. „Hún hringdi og var alveg rosalega reið,“ segir Reynir. „Hún hraunaði yfir þessa blaðamenn, sagði að þeir væru í einhverjum samtökum, sem ég vissi nú ekkert hver væru eða hvaðan hún hefði, og að það væri óbærilegt að ég hefði þá í vinnu. Það varð ekki skilið öðruvísi en svo að ég ætti að láta þá fara.“ Blaðamennirnir sem um ræðir eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon, sem mikið hafa fjallað um lekamálið að undanförnu. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Hanna Birna að fréttaflutningur blaðsins af málinu væri „meiðandi“ og „ósanngjarn.“ Reynir segir fréttaflutning DV ekki hafa gengið of langt. „Ég hef lagt alveg gríðarlega áherslu á það við strákana að þeir passi sig mjög vel og fari ekki of langt, heldur haldi sig við það sem er satt og rétt,“ segir Reynir. „Í einu tilviki hafa menn gert mistök, þau voru þau að lesa út úr Hæstaréttardómi að „starfsmaður b“ væri Þórey Vilhjálmsdóttir en ekki Gísli [Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu]. Við báðumst afsökunar á þessu og þar við situr. Það er eina sem ég veit til að við höfum gert einhver mistök.“ Hanna Birna talaði jafnframt um símtal Reynis og Þóreyjar þar sem Reynir á að hafa hótað að „fara í“ Hönnu Birnu og starfsmenn ráðuneytisins. Reynir svarar því að símtalið hafi komið í kjölfar þess að Þórey fullyrti í útvarpsviðtali að DV færi með rangfærslur. „Ég bað hana um að biðjast afsökunar á því og sagði að annars yrði ég að mæta henni af hörku,“ segir Reynir. „Ég ætlaði ekkert að berja hana, það dettur ekki nokkrum manni í hug. Ég ætlaði bara að mæta henni á opinberum vettvangi.“Erfiðasta mál ferilsins Reynir kallar lekamálið erfiðasta mál sem hann hefur átt við á ferlinum vegna þess hve „heiftugar“ árásir séu á blaðið og blaðamenn þess. Hann segir jafnframt að erfitt sé fyrir tvo unga blaðamenn eins og Jóhann Pál og Jón Bjarka að sitja undir ásökunum ráðherra. „Það er endalaust hægt að deila um það, eru of margar fréttir eða of fáar. En staðreyndin er þessi, það blasir við í dag að það var framið mjög alvarlegt trúnaðarbrot úr ráðuneytinu. Það blasir líka við að DV hefur haldið málinu við. Mín afstaða í málinu er alveg klár. Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann.“ Lekamálið Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra hafa farið fram á það í símtali þeirra í byrjun árs að tveir blaðamenn DV yrðu reknir. „Hún hringdi og var alveg rosalega reið,“ segir Reynir. „Hún hraunaði yfir þessa blaðamenn, sagði að þeir væru í einhverjum samtökum, sem ég vissi nú ekkert hver væru eða hvaðan hún hefði, og að það væri óbærilegt að ég hefði þá í vinnu. Það varð ekki skilið öðruvísi en svo að ég ætti að láta þá fara.“ Blaðamennirnir sem um ræðir eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon, sem mikið hafa fjallað um lekamálið að undanförnu. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Hanna Birna að fréttaflutningur blaðsins af málinu væri „meiðandi“ og „ósanngjarn.“ Reynir segir fréttaflutning DV ekki hafa gengið of langt. „Ég hef lagt alveg gríðarlega áherslu á það við strákana að þeir passi sig mjög vel og fari ekki of langt, heldur haldi sig við það sem er satt og rétt,“ segir Reynir. „Í einu tilviki hafa menn gert mistök, þau voru þau að lesa út úr Hæstaréttardómi að „starfsmaður b“ væri Þórey Vilhjálmsdóttir en ekki Gísli [Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu]. Við báðumst afsökunar á þessu og þar við situr. Það er eina sem ég veit til að við höfum gert einhver mistök.“ Hanna Birna talaði jafnframt um símtal Reynis og Þóreyjar þar sem Reynir á að hafa hótað að „fara í“ Hönnu Birnu og starfsmenn ráðuneytisins. Reynir svarar því að símtalið hafi komið í kjölfar þess að Þórey fullyrti í útvarpsviðtali að DV færi með rangfærslur. „Ég bað hana um að biðjast afsökunar á því og sagði að annars yrði ég að mæta henni af hörku,“ segir Reynir. „Ég ætlaði ekkert að berja hana, það dettur ekki nokkrum manni í hug. Ég ætlaði bara að mæta henni á opinberum vettvangi.“Erfiðasta mál ferilsins Reynir kallar lekamálið erfiðasta mál sem hann hefur átt við á ferlinum vegna þess hve „heiftugar“ árásir séu á blaðið og blaðamenn þess. Hann segir jafnframt að erfitt sé fyrir tvo unga blaðamenn eins og Jóhann Pál og Jón Bjarka að sitja undir ásökunum ráðherra. „Það er endalaust hægt að deila um það, eru of margar fréttir eða of fáar. En staðreyndin er þessi, það blasir við í dag að það var framið mjög alvarlegt trúnaðarbrot úr ráðuneytinu. Það blasir líka við að DV hefur haldið málinu við. Mín afstaða í málinu er alveg klár. Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann.“
Lekamálið Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira