Einar Bárðar kemur öllum í opna skjöldu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 16:32 Einar Bárðar við píanóið og Rúnar og Jói fylgjast spenntir með. Mynd/Bylgjan Athafnamaðurinn Einar Bárðarson kom öllum í opna skjöldu í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni um helgina þegar hann flutti frumsamda lagið Ég sé í beinni útsendingu. Einar hefur löngum gengið undir nafninu Umboðsmaður Íslands enda gerði hann hljómsveitir á borð við Skítamóral og Nylon frægar. Færri vissu þó að Einar byggi yfir slíkum sönghæfileikum og raun bar vitni á Bylgjunni. Ég sé er hugljúf ballaða sem hefur heldur betur runnið ljúflega ofan í landsmenn. Bakaríinu er stjórnað af leikurunum Rúnari Frey og Jóhannesi Hauki og hafa margir skrifað athugasemdir við flutning Einars á Facebook-síðum þeirra sem og hjá Einari sjálfum. Meðal þeirra eru hjónin Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson. „Vá! Algjörlega frábær flutningur hjá þér!!! Þetta lag er líka alveg einstakt!“ skrifar Jóhanna og Geir tekur í sama streng. „Einar minn...algjör snilld! Hefði ekki verið slæmt að þú hefðir tekið þetta hjá "okkur" !“ skrifar Geir og vísar eflaust í brúðkaup þeirra Jóhönnu sem var haldið fyrr í sumar. Þá hvetur Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon Einar til þess að gefa út sólóplötu. „Frábær flutningur. Röddin frábær og píanóleikurinn óaðfinnanlegur. Einar Bárðarson kemur sífellt á óvart! Sólaplata löngu tímabær.“ Hlustið á flutning Einars hér. Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Athafnamaðurinn Einar Bárðarson kom öllum í opna skjöldu í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni um helgina þegar hann flutti frumsamda lagið Ég sé í beinni útsendingu. Einar hefur löngum gengið undir nafninu Umboðsmaður Íslands enda gerði hann hljómsveitir á borð við Skítamóral og Nylon frægar. Færri vissu þó að Einar byggi yfir slíkum sönghæfileikum og raun bar vitni á Bylgjunni. Ég sé er hugljúf ballaða sem hefur heldur betur runnið ljúflega ofan í landsmenn. Bakaríinu er stjórnað af leikurunum Rúnari Frey og Jóhannesi Hauki og hafa margir skrifað athugasemdir við flutning Einars á Facebook-síðum þeirra sem og hjá Einari sjálfum. Meðal þeirra eru hjónin Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson. „Vá! Algjörlega frábær flutningur hjá þér!!! Þetta lag er líka alveg einstakt!“ skrifar Jóhanna og Geir tekur í sama streng. „Einar minn...algjör snilld! Hefði ekki verið slæmt að þú hefðir tekið þetta hjá "okkur" !“ skrifar Geir og vísar eflaust í brúðkaup þeirra Jóhönnu sem var haldið fyrr í sumar. Þá hvetur Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon Einar til þess að gefa út sólóplötu. „Frábær flutningur. Röddin frábær og píanóleikurinn óaðfinnanlegur. Einar Bárðarson kemur sífellt á óvart! Sólaplata löngu tímabær.“ Hlustið á flutning Einars hér.
Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira