Einar Bárðar kemur öllum í opna skjöldu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 16:32 Einar Bárðar við píanóið og Rúnar og Jói fylgjast spenntir með. Mynd/Bylgjan Athafnamaðurinn Einar Bárðarson kom öllum í opna skjöldu í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni um helgina þegar hann flutti frumsamda lagið Ég sé í beinni útsendingu. Einar hefur löngum gengið undir nafninu Umboðsmaður Íslands enda gerði hann hljómsveitir á borð við Skítamóral og Nylon frægar. Færri vissu þó að Einar byggi yfir slíkum sönghæfileikum og raun bar vitni á Bylgjunni. Ég sé er hugljúf ballaða sem hefur heldur betur runnið ljúflega ofan í landsmenn. Bakaríinu er stjórnað af leikurunum Rúnari Frey og Jóhannesi Hauki og hafa margir skrifað athugasemdir við flutning Einars á Facebook-síðum þeirra sem og hjá Einari sjálfum. Meðal þeirra eru hjónin Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson. „Vá! Algjörlega frábær flutningur hjá þér!!! Þetta lag er líka alveg einstakt!“ skrifar Jóhanna og Geir tekur í sama streng. „Einar minn...algjör snilld! Hefði ekki verið slæmt að þú hefðir tekið þetta hjá "okkur" !“ skrifar Geir og vísar eflaust í brúðkaup þeirra Jóhönnu sem var haldið fyrr í sumar. Þá hvetur Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon Einar til þess að gefa út sólóplötu. „Frábær flutningur. Röddin frábær og píanóleikurinn óaðfinnanlegur. Einar Bárðarson kemur sífellt á óvart! Sólaplata löngu tímabær.“ Hlustið á flutning Einars hér. Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Athafnamaðurinn Einar Bárðarson kom öllum í opna skjöldu í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni um helgina þegar hann flutti frumsamda lagið Ég sé í beinni útsendingu. Einar hefur löngum gengið undir nafninu Umboðsmaður Íslands enda gerði hann hljómsveitir á borð við Skítamóral og Nylon frægar. Færri vissu þó að Einar byggi yfir slíkum sönghæfileikum og raun bar vitni á Bylgjunni. Ég sé er hugljúf ballaða sem hefur heldur betur runnið ljúflega ofan í landsmenn. Bakaríinu er stjórnað af leikurunum Rúnari Frey og Jóhannesi Hauki og hafa margir skrifað athugasemdir við flutning Einars á Facebook-síðum þeirra sem og hjá Einari sjálfum. Meðal þeirra eru hjónin Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson. „Vá! Algjörlega frábær flutningur hjá þér!!! Þetta lag er líka alveg einstakt!“ skrifar Jóhanna og Geir tekur í sama streng. „Einar minn...algjör snilld! Hefði ekki verið slæmt að þú hefðir tekið þetta hjá "okkur" !“ skrifar Geir og vísar eflaust í brúðkaup þeirra Jóhönnu sem var haldið fyrr í sumar. Þá hvetur Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon Einar til þess að gefa út sólóplötu. „Frábær flutningur. Röddin frábær og píanóleikurinn óaðfinnanlegur. Einar Bárðarson kemur sífellt á óvart! Sólaplata löngu tímabær.“ Hlustið á flutning Einars hér.
Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira