Nick Watney leiðir fyrir lokahringinn á Wyndham 17. ágúst 2014 12:25 Nick Watney einbeitir sér að pútti á þriðja hring. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Nick Watney leiðir fyrir lokahringinn á Wyndham meistaramótinu sem fram fer á Sedgefield vellinum en hann er 14 höggum undir pari eftir þrjá hringi. Watney lék vel í gær og kom inn á 65 höggum eða fimm undir pari, hann á eitt högg á Kanadamanninn Brad Fritsch sem er á 13 höggum undir pari en Heath Slocum og Freddie Jacobson deila þriðja sætinu á 12 höggum undir. Alls eru 13 kylfingar fjórum höggum frá efsta sætinu eða minna og því ætti lokahringurinn að bjóða upp á töluverða spennu en Wyndham meistaramótið er það síðasta á PGA-mótaröðinni áður en Fed-Ex bikarinn hefst um næstu helgi. Frammistaða Japanans Ryo Ishikawa hefur þá vakið athygli en hann lék á 62 höggum á öðrum hring eða átta höggum undir pari. Hann var meðal efstu manna fyrir þriðja hring en hann lék hringinn á 78 höggum eða átta yfir pari, heilum 16 höggum verr heldur en á daginn á undan. Hann er því núna meðal neðstu manna af þeim sem hafa náð niðurskurðinum. Lokahringurinn ætti að vera mjög spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í dag. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Nick Watney leiðir fyrir lokahringinn á Wyndham meistaramótinu sem fram fer á Sedgefield vellinum en hann er 14 höggum undir pari eftir þrjá hringi. Watney lék vel í gær og kom inn á 65 höggum eða fimm undir pari, hann á eitt högg á Kanadamanninn Brad Fritsch sem er á 13 höggum undir pari en Heath Slocum og Freddie Jacobson deila þriðja sætinu á 12 höggum undir. Alls eru 13 kylfingar fjórum höggum frá efsta sætinu eða minna og því ætti lokahringurinn að bjóða upp á töluverða spennu en Wyndham meistaramótið er það síðasta á PGA-mótaröðinni áður en Fed-Ex bikarinn hefst um næstu helgi. Frammistaða Japanans Ryo Ishikawa hefur þá vakið athygli en hann lék á 62 höggum á öðrum hring eða átta höggum undir pari. Hann var meðal efstu manna fyrir þriðja hring en hann lék hringinn á 78 höggum eða átta yfir pari, heilum 16 höggum verr heldur en á daginn á undan. Hann er því núna meðal neðstu manna af þeim sem hafa náð niðurskurðinum. Lokahringurinn ætti að vera mjög spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í dag.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira