Kristján og Valdís leiða á Akranesi Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. ágúst 2014 17:01 Kristján Þór Einarsson. Vísir/Daníel Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili hefur eins högg forystu í karlaflokki á sjötta móti Eimskipsmótaraðarinnar sem leikin er á Garðavelli Akranesi. Í kvennaflokki leiðir Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni. Á morgun leika kylfingar annan hringinn af þremur en mótinu lýkur á sunnudaginn. Kristján Þór sem hefur leikið frábært golf í sumar lék hringinn í dag á 69 höggum eða 3 höggum undir pari en hann nældi í einn örn, 3 fugla og 12 pör í dag. Í öðru sæti á 70 höggum eða 2 höggum undir pari er Guðni Fannar Carrico úr Golfklúbbi Suðurnesja.Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili, Stefán Már Stefánsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur eru jafnir í þriðja sæti en þeir léku hringinn í dag á 73 eða á 1 höggi yfir pari. Valdís Þóra úr Golfklúbbnum Leyni er í forystu í kvennaflokki á 71 höggi eða 1 höggi undir pari, Valdís fékk í dag 4 fugla, 12 pör, 1 skolla og 1 skramba(+2) en hún er á heimavelli í mótinu. í öðru sæti er Íslandsmeistarinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur á 72 höggum eða á pari vallarins. Í þriðja sæti er Þórdís Geirsdóttir úr Golfklúbbnum Keili á 75 höggum eða 3 höggum yfir pari. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili hefur eins högg forystu í karlaflokki á sjötta móti Eimskipsmótaraðarinnar sem leikin er á Garðavelli Akranesi. Í kvennaflokki leiðir Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni. Á morgun leika kylfingar annan hringinn af þremur en mótinu lýkur á sunnudaginn. Kristján Þór sem hefur leikið frábært golf í sumar lék hringinn í dag á 69 höggum eða 3 höggum undir pari en hann nældi í einn örn, 3 fugla og 12 pör í dag. Í öðru sæti á 70 höggum eða 2 höggum undir pari er Guðni Fannar Carrico úr Golfklúbbi Suðurnesja.Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili, Stefán Már Stefánsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur eru jafnir í þriðja sæti en þeir léku hringinn í dag á 73 eða á 1 höggi yfir pari. Valdís Þóra úr Golfklúbbnum Leyni er í forystu í kvennaflokki á 71 höggi eða 1 höggi undir pari, Valdís fékk í dag 4 fugla, 12 pör, 1 skolla og 1 skramba(+2) en hún er á heimavelli í mótinu. í öðru sæti er Íslandsmeistarinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur á 72 höggum eða á pari vallarins. Í þriðja sæti er Þórdís Geirsdóttir úr Golfklúbbnum Keili á 75 höggum eða 3 höggum yfir pari.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira