Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2014 18:30 VÍSIR/DANÍEL „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í símaviðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi forsætisráðherrann meðal annars um tækifærin sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir á tímum hækkandi matvælaverðs og aukinnar eftirspurnar eftir hágæðaafurðum á erlendum mörkuðum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkarðsdóttir, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að augljóst væri að heildarendurskoðun yrði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu því ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Sigmundur sagði tollverndarmálin flókin, öll ríki heims væru með innflutningstolla á landbúnaðarvörur og því væru þetta oft erfiðustu málin þegar kæmi að gerð fríverslunarsamninga. Hann væri þó ósammála stjórnarliðanum. „Það væri algjört glapræði fyrir okkur Íslendinga að ætla að vera fyrri til að afnema allt slíkt á meðan stóru ríkin, Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrir, viðhéldu sínum tollum. Þá værum við í raun bara að opna fyrir það að hér yrði, „dömpað“ svo maður sletti, yfir íslenska markaðinn vörum, innlenda markaðnum rústað og við myndum algjörlega missa þá stöðu sem við höfum - og þau tækifæri sem við höfum til að byggja upp greinina,“ sagði Sigmundur. Í framhaldinu ítrekaði hann mikilvægi heilnæmi íslensks landbúnaðar fyrir sterka stöðu hans á alþjóðlegum vettvangi. „Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að vernda heilnæmi íslenskrar vöru, við notum ekki aukaefni, stera, hormóna og slíkt í því að framleiða íslenskt kjöt en líka ekki síður að við séum laus við ýmiss konar sýkingu sem að er, því miður, alltof algeng víða og er ekki bara skaðleg dýrunum heldur getur verið mjög skaðleg fólki,“ sagði Sigmundur og máli sínu til stuðnings benti hann á veiru, toxoplasma, sem getur valdið því að hegðun fólks breytist. „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað á fólk að hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ bætti hann þá við. Veiran sé mjög algeng um allan heim, til að mynda í Mið-Evrópu, Frakklandi og Belgíu, en að það væru nokkur lönd sem að skæru sig úr þar sem lítið væri um toxoplasmann; það væru Ísland, Noregur og Bretland –„merkilegt nokk“, sagði Sigmundur. „Þar eru menn svona nokkuð óhultir fyrir þessu kvikindi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan en þar er farið yfir víðan völl, allt frá stöðu Íslands innan NATO til afnáms verðtryggingarinnar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í símaviðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi forsætisráðherrann meðal annars um tækifærin sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir á tímum hækkandi matvælaverðs og aukinnar eftirspurnar eftir hágæðaafurðum á erlendum mörkuðum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkarðsdóttir, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að augljóst væri að heildarendurskoðun yrði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu því ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Sigmundur sagði tollverndarmálin flókin, öll ríki heims væru með innflutningstolla á landbúnaðarvörur og því væru þetta oft erfiðustu málin þegar kæmi að gerð fríverslunarsamninga. Hann væri þó ósammála stjórnarliðanum. „Það væri algjört glapræði fyrir okkur Íslendinga að ætla að vera fyrri til að afnema allt slíkt á meðan stóru ríkin, Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrir, viðhéldu sínum tollum. Þá værum við í raun bara að opna fyrir það að hér yrði, „dömpað“ svo maður sletti, yfir íslenska markaðinn vörum, innlenda markaðnum rústað og við myndum algjörlega missa þá stöðu sem við höfum - og þau tækifæri sem við höfum til að byggja upp greinina,“ sagði Sigmundur. Í framhaldinu ítrekaði hann mikilvægi heilnæmi íslensks landbúnaðar fyrir sterka stöðu hans á alþjóðlegum vettvangi. „Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að vernda heilnæmi íslenskrar vöru, við notum ekki aukaefni, stera, hormóna og slíkt í því að framleiða íslenskt kjöt en líka ekki síður að við séum laus við ýmiss konar sýkingu sem að er, því miður, alltof algeng víða og er ekki bara skaðleg dýrunum heldur getur verið mjög skaðleg fólki,“ sagði Sigmundur og máli sínu til stuðnings benti hann á veiru, toxoplasma, sem getur valdið því að hegðun fólks breytist. „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað á fólk að hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ bætti hann þá við. Veiran sé mjög algeng um allan heim, til að mynda í Mið-Evrópu, Frakklandi og Belgíu, en að það væru nokkur lönd sem að skæru sig úr þar sem lítið væri um toxoplasmann; það væru Ísland, Noregur og Bretland –„merkilegt nokk“, sagði Sigmundur. „Þar eru menn svona nokkuð óhultir fyrir þessu kvikindi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan en þar er farið yfir víðan völl, allt frá stöðu Íslands innan NATO til afnáms verðtryggingarinnar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira