Rodgers úr hljómsveitinni Chic ber ábyrgð á mörgum af vinsælustu lögum seinni ára og hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við David Bowie, Madonnu og Daft Punk svo nokkrir séu nefndir. Ronson er einnig vel þekktur innan tónlistargeirans og hefur unnið með fólki á borð við Adele, Robbie Williams og Amy Winehouse.
Myndin er tekin í stúdíói sveitarinnar í London, þar sem upptökur fara fram en Rodgers og Ronson eru aðstoðarupptökumenn á plötunni og gera má ráð fyrir að Rodgers leiki einnig inn á hana. Gert er ráð fyrir að nýja platan líti dagsins ljós á næsta ári.
Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Rodgers aðstoðar Duran Duran, því hann aðstoðaði sveitina árið 1986 og var upptökumaður á plötunni Notorious. Þá kom hann einnig að gerð plötunnar Astronaut sem upptökustjóri. Hann á mikinn þátt í tveimur af þekktustu lögum sveitarinnar, The Reflex og Wild Boys.
Ronson var hins vegar aðstoðarupptökumaður á síðustu plötu hljómsveitarinnar, All You Need Is Now, sem kom út árið 2010.
Fyrr á árinu tilkynnti Duran Duran að fyrrverandi gítarleikari Red Hot Chili Peppers, John Frusciante, væri sveitinni einnig til aðstoðar á nýju plötunni.