Neil Young og Pegi skilja Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 19:00 Tónlistarmaðurinn Neil Young hefur sótt um skilnað frá Pegi Young, eiginkonu hans til 36 ára. Neil og Pegi hafa oft unnið saman í tónlistinni í gegnum tíðina en ástæðan fyrir skilnaðinum liggur ekki fyrir. Þau eiga tvö börn saman, bæði á fullorðinsaldri. Pegi var innblásturinn að fjölmörgum ástarlögum Young eins og „Such a Woman“, „Unknown Legend“ og „Once an Angel“, samkvæmt tónlistarblaðinu Rolling Stone. Pegi hefur gefið út þrjár sólóplötur síðan árið 2007 og haldið eigin tónleikaferðalög, stundum með Neil á gítar. Þá hefur hún einnig komið fram á tónleikum Young ófáum sinnum. Hún byrjaði að syngja bakraddir á tónleikum hans á tíunda áratugnum og hefur oft spilað með honum á tónleikaferðalögum seinustu tuttugu árin. Pegi og Neil áttu þátt í að stofna Bridge-skólann í Kaliforníu sem hjálpar börnum með talörðugleika og aðrar fatlanir en sonur hjónanna, Ben Young, þjáist af heilalömun. Pegi og Neil áttu að koma fram saman á Farm Aid tónleikum í North Carolina í september en hún hefur nú hætt við. Eins og kunnugt er tryllti Neil Young lýðinn í Laugardalshöll í sumar ásamt hljómsveit sinni Crazy Horse á ATP tónleikahátíðinni. Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Neil Young hefur sótt um skilnað frá Pegi Young, eiginkonu hans til 36 ára. Neil og Pegi hafa oft unnið saman í tónlistinni í gegnum tíðina en ástæðan fyrir skilnaðinum liggur ekki fyrir. Þau eiga tvö börn saman, bæði á fullorðinsaldri. Pegi var innblásturinn að fjölmörgum ástarlögum Young eins og „Such a Woman“, „Unknown Legend“ og „Once an Angel“, samkvæmt tónlistarblaðinu Rolling Stone. Pegi hefur gefið út þrjár sólóplötur síðan árið 2007 og haldið eigin tónleikaferðalög, stundum með Neil á gítar. Þá hefur hún einnig komið fram á tónleikum Young ófáum sinnum. Hún byrjaði að syngja bakraddir á tónleikum hans á tíunda áratugnum og hefur oft spilað með honum á tónleikaferðalögum seinustu tuttugu árin. Pegi og Neil áttu þátt í að stofna Bridge-skólann í Kaliforníu sem hjálpar börnum með talörðugleika og aðrar fatlanir en sonur hjónanna, Ben Young, þjáist af heilalömun. Pegi og Neil áttu að koma fram saman á Farm Aid tónleikum í North Carolina í september en hún hefur nú hætt við. Eins og kunnugt er tryllti Neil Young lýðinn í Laugardalshöll í sumar ásamt hljómsveit sinni Crazy Horse á ATP tónleikahátíðinni.
Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira