Leoncie fékk hjálp frá huldumanni Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. ágúst 2014 11:15 „Ég hef fengið fullt af jákvæðum símtölum frá fólki sem er að hrósa nýja myndbandinu. Ég er rosalega ánægð með viðtökurnar,“ segir tónlistarkonan Leoncie en hún hefur sent frá nýtt tónlistarmyndband við lagið Going Places. Eins og titill lagsins gefur til kynna, þá fer Leoncie um víðan völl í myndbandinu og flakkar heimshornanna á milli. „Við fórum út um allt að taka upp myndbandið og ég man sérstaklega eftir því hvað það var mikill vindur á Keflavíkurflugvelli þegar við tókum þar upp,“ bætir Leoncie við. Myndbandið vann hún með svokölluðum huldumanni, sem vill ekki koma fram undir nafni. „Hann er ótrúlega klár og það var mjög gott að vinna með honum. Við ætlum einnig að vinna saman að næsta myndbandi og byrjum á að taka það upp í næsta mánuði,“ segir Leoncie. Í myndbandinu hér að ofan er einnig að finna texta lagsins. „Viktor kom með þá hugmynd að setja texta lagsins í myndbandið. Alltaf þegar ég kem fram á tónleikum þá syngur fólk með og er þetta því góð leið fyrir fólk að læra textann auðveldlega,“ útskýrir Leoncie. Síðasta myndband sem hún sendi frá sér var við lagið Gay World og var henni boðið að sýna myndbandið í þættinum Americas Funniest Home Videos. „Ég kunni ekki við samninginn sem þeir buðu mér. Ef þeir vilja sýna nýja myndbandið mitt í þættinum þurfa þeir að bjóða mér betur, ég vill bara fá góðan samning.“ Leoncie er að öðru leyti sátt og kann vel við sig í Keflavík. „Ég elska að búa í Keflavík og sérstaklega svona nálægt flugvellinum, það er svo stutt til útlanda.“ Leoncie kemur fram á tónleikum á skemmtistaðnum Hendrix við Gullinbrú þann 6. september næstkomandi og lofar góðu stuði. Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég hef fengið fullt af jákvæðum símtölum frá fólki sem er að hrósa nýja myndbandinu. Ég er rosalega ánægð með viðtökurnar,“ segir tónlistarkonan Leoncie en hún hefur sent frá nýtt tónlistarmyndband við lagið Going Places. Eins og titill lagsins gefur til kynna, þá fer Leoncie um víðan völl í myndbandinu og flakkar heimshornanna á milli. „Við fórum út um allt að taka upp myndbandið og ég man sérstaklega eftir því hvað það var mikill vindur á Keflavíkurflugvelli þegar við tókum þar upp,“ bætir Leoncie við. Myndbandið vann hún með svokölluðum huldumanni, sem vill ekki koma fram undir nafni. „Hann er ótrúlega klár og það var mjög gott að vinna með honum. Við ætlum einnig að vinna saman að næsta myndbandi og byrjum á að taka það upp í næsta mánuði,“ segir Leoncie. Í myndbandinu hér að ofan er einnig að finna texta lagsins. „Viktor kom með þá hugmynd að setja texta lagsins í myndbandið. Alltaf þegar ég kem fram á tónleikum þá syngur fólk með og er þetta því góð leið fyrir fólk að læra textann auðveldlega,“ útskýrir Leoncie. Síðasta myndband sem hún sendi frá sér var við lagið Gay World og var henni boðið að sýna myndbandið í þættinum Americas Funniest Home Videos. „Ég kunni ekki við samninginn sem þeir buðu mér. Ef þeir vilja sýna nýja myndbandið mitt í þættinum þurfa þeir að bjóða mér betur, ég vill bara fá góðan samning.“ Leoncie er að öðru leyti sátt og kann vel við sig í Keflavík. „Ég elska að búa í Keflavík og sérstaklega svona nálægt flugvellinum, það er svo stutt til útlanda.“ Leoncie kemur fram á tónleikum á skemmtistaðnum Hendrix við Gullinbrú þann 6. september næstkomandi og lofar góðu stuði.
Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira