Svo komst gagnrýnandi Vísis að orði um stórtónleika söngstirnisins Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í gær. Um sautján þúsund manns mættu í Kópavoginn í gær til að berja poppgoðið augum en þeir sem misstu af eiga enn möguleika á að sjá tónleikana sem eru á allra vörum.
Á vefsíðu Yahoo var sýnt frá tónleikunum í beinni og hér er ennþá hægt að horfa á þá, en til stendur að geyma þá á síðunni þangað til í kvöld.