Færðist nær milljarði króna og sæti í Ryder-liðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. ágúst 2014 08:45 Hunter Mahan fagnar sigri á Barclays-mótinu í gærkvöldi. vísir/getty Eins og kom fram í gærkvöldi vann Bandaríkjamaðurinn HunterMahan góðan sigur á Barclays-mótinu í golfi í New Jersey í gærkvöldi, en það var jafnframt fyrsta mótið af fjórum í FedEx-bikarnum, úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Mahan spilaði frábærlega á lokahringnum, en hann fékk sjö fugla og einn skolla og spilaði völlinn á 65 höggum eða sex höggum undir pari. Hann endaði á 14 höggum undir pari og vann með tveggja högga mun. Þetta er fyrsti sigur Mahans á PGA-mótaröðinni í tvö ár og sá sjötti í heildina. Þessi kom á hárréttum tíma, en sigurinn á Barclays-mótinu færði hann nær ríflega einum milljarði króna og mögulega sæti í Ryder-liði Bandaríkjanna. Barclays-mótið er það fyrsta af fjórum í FedEx-bikarnum og er Mahan nú efstur á stigalistanum í henni með 3,276 stig, 500 stigum á undan RoryMcIlroy.vísir/gettyGríðarlega há peningaverðlaun eru í úrslitakeppninni, en sá sem er efstur eftir mótin fjögur; Barclays-mótið, Deutsche Bank-meistaramótið, BMW-meistaramótið og lokamótið, fær 10 milljónir dala í sinn hlut eða 1,2 milljarði króna. Hvað varðar Ryder-bikarinn þá hefur Mahan ekki verið nálægt þeim níu efstu sem veljast sjálfkrafa í liðið, en hann er nú kominn upp í 25. sæti á stigalista bandaríska liðsins. Hann hefur heldur ekki verið einn af þeim þremur sem sérfræðingarnir spá að TomWatson, fyrirliði Bandaríkjanna, velji með fyrirliðavalréttinum. Þeir sem hafa talist líklegastir eru KeeganBradley, Brandt Snedeker, WebbSimpson, HarrisEnglish og RyanMoore. En eftir sigurinn í gærkvöldi íhugar Watson vafalítið að taka Mahan með. Næsta mót í FedEX-úrslitakeppninni er Deutsche Bank-meistaramótið sem fram fer á TPC Boston-vellinum, en þar hafa aðeins 100 stigahæstu kylfingarnir þátttökurétt. Þeim fækkar svo niður í sjötíu fyrir þriðja mótið og aðeins 30 keppa á lokamótinu. Golf Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn Sjá meira
Eins og kom fram í gærkvöldi vann Bandaríkjamaðurinn HunterMahan góðan sigur á Barclays-mótinu í golfi í New Jersey í gærkvöldi, en það var jafnframt fyrsta mótið af fjórum í FedEx-bikarnum, úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Mahan spilaði frábærlega á lokahringnum, en hann fékk sjö fugla og einn skolla og spilaði völlinn á 65 höggum eða sex höggum undir pari. Hann endaði á 14 höggum undir pari og vann með tveggja högga mun. Þetta er fyrsti sigur Mahans á PGA-mótaröðinni í tvö ár og sá sjötti í heildina. Þessi kom á hárréttum tíma, en sigurinn á Barclays-mótinu færði hann nær ríflega einum milljarði króna og mögulega sæti í Ryder-liði Bandaríkjanna. Barclays-mótið er það fyrsta af fjórum í FedEx-bikarnum og er Mahan nú efstur á stigalistanum í henni með 3,276 stig, 500 stigum á undan RoryMcIlroy.vísir/gettyGríðarlega há peningaverðlaun eru í úrslitakeppninni, en sá sem er efstur eftir mótin fjögur; Barclays-mótið, Deutsche Bank-meistaramótið, BMW-meistaramótið og lokamótið, fær 10 milljónir dala í sinn hlut eða 1,2 milljarði króna. Hvað varðar Ryder-bikarinn þá hefur Mahan ekki verið nálægt þeim níu efstu sem veljast sjálfkrafa í liðið, en hann er nú kominn upp í 25. sæti á stigalista bandaríska liðsins. Hann hefur heldur ekki verið einn af þeim þremur sem sérfræðingarnir spá að TomWatson, fyrirliði Bandaríkjanna, velji með fyrirliðavalréttinum. Þeir sem hafa talist líklegastir eru KeeganBradley, Brandt Snedeker, WebbSimpson, HarrisEnglish og RyanMoore. En eftir sigurinn í gærkvöldi íhugar Watson vafalítið að taka Mahan með. Næsta mót í FedEX-úrslitakeppninni er Deutsche Bank-meistaramótið sem fram fer á TPC Boston-vellinum, en þar hafa aðeins 100 stigahæstu kylfingarnir þátttökurétt. Þeim fækkar svo niður í sjötíu fyrir þriðja mótið og aðeins 30 keppa á lokamótinu.
Golf Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn Sjá meira