Orsakir óróa hljóta að vera aðrar en eldgos Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2014 13:32 Myndirnar eru teknar úr flugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sif og úrvinnsla var gerð af Jarðvísindastofnun HÍ. Ítarlegar athuganir úr lofti með flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF sýna að engin merki eru um að gos eða bráðnun við botn hafi átt sér stað undir Dyngjujökli í gær. Þetta kemur fram í grein Magnúsar Tuma Guðmundssonar á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. „Orsakir aukins óróa hljóta því að hafa verið aðrar en eldgos.“ Meðfylgjandi myndir eru ratsjármyndir af af Dyngjujökli og Bárðarbungu frá því kl. 16 í gær. Til samanburðar er ASTER gervitunglamynd frá því í nóvember 2000.Magnús Tumi segir að reynsla af eldgosum undir jökli sýni að þeim fylgi mikil bráðnun íss. „Jafnvel smæsta gerð af gosi hefði aukið rennsli Jökulsár á Fjöllum um á að giska 100 rúmmetra á sekúndu.“ Þá renni vatn oftast jafnharðan með botni frá gosstað að jökuljaðri. „Ef gos verður síðsumars á leysingasvæði jökuls, þegar rennslisleiðir undir jöklinum eru vel opnar, má reikna með að rennsli vatnsins frá gosstað taki skamma stund. Má t.d. reikna með að gos 5 kílómetra innan jaðars valdi verulegum vatnavöxtum eða hlaupi um eða innan við klukkustund frá því gos hefst.“ Einnig að sá tími sem það taki eldgos að bræða sig í gegnum jökul sé háður kvikuflæði í gosinu sem og þykkt íssins. „Gosið í Grímsvötnum fór til dæmis gegnum 150 metra þykkan jökul á um einni klukkustund meðan það tók Gjálpargosið, sem var töluvert öflugra, rúma 30 tíma að bræða sig gegnum 600 metra þykkan jökul.“ „Af ofangreindu má meðal annars ráða að ef gos brýst út undir 500 metra þykkum ís í Dyngjujökli verður að reikna með að hlaupvatn komi undan jökli mörgum klukkustundum áður en goss nær upp til yfirborðs.“ Bárðarbunga Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Ítarlegar athuganir úr lofti með flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF sýna að engin merki eru um að gos eða bráðnun við botn hafi átt sér stað undir Dyngjujökli í gær. Þetta kemur fram í grein Magnúsar Tuma Guðmundssonar á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. „Orsakir aukins óróa hljóta því að hafa verið aðrar en eldgos.“ Meðfylgjandi myndir eru ratsjármyndir af af Dyngjujökli og Bárðarbungu frá því kl. 16 í gær. Til samanburðar er ASTER gervitunglamynd frá því í nóvember 2000.Magnús Tumi segir að reynsla af eldgosum undir jökli sýni að þeim fylgi mikil bráðnun íss. „Jafnvel smæsta gerð af gosi hefði aukið rennsli Jökulsár á Fjöllum um á að giska 100 rúmmetra á sekúndu.“ Þá renni vatn oftast jafnharðan með botni frá gosstað að jökuljaðri. „Ef gos verður síðsumars á leysingasvæði jökuls, þegar rennslisleiðir undir jöklinum eru vel opnar, má reikna með að rennsli vatnsins frá gosstað taki skamma stund. Má t.d. reikna með að gos 5 kílómetra innan jaðars valdi verulegum vatnavöxtum eða hlaupi um eða innan við klukkustund frá því gos hefst.“ Einnig að sá tími sem það taki eldgos að bræða sig í gegnum jökul sé háður kvikuflæði í gosinu sem og þykkt íssins. „Gosið í Grímsvötnum fór til dæmis gegnum 150 metra þykkan jökul á um einni klukkustund meðan það tók Gjálpargosið, sem var töluvert öflugra, rúma 30 tíma að bræða sig gegnum 600 metra þykkan jökul.“ „Af ofangreindu má meðal annars ráða að ef gos brýst út undir 500 metra þykkum ís í Dyngjujökli verður að reikna með að hlaupvatn komi undan jökli mörgum klukkustundum áður en goss nær upp til yfirborðs.“
Bárðarbunga Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira