Skjálfti sem mældist 5.3 hefur ekki haft áhrif á gosóróa Sveinn Arnarsson skrifar 24. ágúst 2014 01:43 Skjálftinn sem reið yfir rétt eftir miðnætti, 5.3 að stærð, hefur ekki haft áhrif á gosóróa í Bárðarbungu Vísir/Ómar Ragnarsson Rétt eftir miðnætti reið yfir öflugur skjálfti í Bárðarbungu. Skjálftinn er mældur 5.3 stig og er hann sá öflugasti sem mælst hefur, síðan óróans í Bárðarbungu var fyrst vart fyrir um viku síðan. Þegar upphafið að síðustu eldgosum í jöklinum hafa verið rifjuð upp í tengslum við þann óróa sem nú hefur staðið yfir í Bárðarbungu, er að skjálfti að þessari stærð hefur komið gosi af stað. Gjálpargosið árið 1996, hófst með jarðskjálfta að þeirri stærð. Það gos stóð yfir í um tvær vikur. Ingi Þorleifur Bjarnason, jarðskjálfta- og jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, telur að skjálfti af slíkri stærð geti orðið það sem tendri neistann í Bárðarbungu. Hann sagði í viðtali við Kristján Má Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudaginn að skjálfti yfir fimm ætti að setja menn í algera viðbragðsstöðu. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu íslands, segir þennan jarðskjálfta vera fyrsta skjálfann af þessari stærðargráðu sem mælist í Bárðarbungu síðan í Gjálpargosinu árið 1996. Fræðingar Veðurstofunnar hafa verið að túlka þessa skjálfta í öskjunni sjálfri á þá vegu að hún sé að aðlagast því að kvika sé að streyma inn í þennan langa berggang sem hefur teygt sig næstum 40 kílómetra í norðaustur, undir Dyngjujökul. Því er um þrýstingslækkun að ræða beint undir Bárðarbungu. Þessi túlkun er því ekki á sömu vegu og túlkun Inga Þorleif Bjarnasonar. Veðurstofan vill meina að þessar samgengishreyfingar í sjálfri öskju Bárðarbungu muni ekki hafa mikil áhrif á gosóróa. „Þessi skjálfti hefur ekki haft nein áhrif á gosóróa á svæðinu. Það er ekkert á okkar mælum sem gefur til kynna að þessi skjálfti sé einvher upptaktur af hugsanlegu eldgosi. Þó er ekki hægt að slá neinu föstu. Við munum bíða og sjá og fylgjast með," segir Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, í samtali við Fréttablaðið. Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 The largest earthquake yet A magnitude 5.3 earthquake has occurred in the Bárðarbunga caldera at 5 km depth at 00:09. It is the strongest event measured since the onset of the seismic crisis at Bárðarbunga. 24. ágúst 2014 00:48 Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45 Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30 Hamfarir þegar eldgos bræðir þykkt jökulfarg Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. 19. ágúst 2014 11:45 Sá stærsti til þessa Jarðskjálfti að stærð 5,3 stig reið yfir við Bárðarbungu laust eftir miðnætti. Skjálftinn mældist á 5 kílómetra dýpi. 24. ágúst 2014 00:46 Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30 Telur goslíkur aukast eftir því sem hrinan dregst á langinn Líkur á eldgosi aukast eftir því sem atburðarásin í Bárðarbungu dregst á langinn, að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar prófessors. 21. ágúst 2014 19:45 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Rétt eftir miðnætti reið yfir öflugur skjálfti í Bárðarbungu. Skjálftinn er mældur 5.3 stig og er hann sá öflugasti sem mælst hefur, síðan óróans í Bárðarbungu var fyrst vart fyrir um viku síðan. Þegar upphafið að síðustu eldgosum í jöklinum hafa verið rifjuð upp í tengslum við þann óróa sem nú hefur staðið yfir í Bárðarbungu, er að skjálfti að þessari stærð hefur komið gosi af stað. Gjálpargosið árið 1996, hófst með jarðskjálfta að þeirri stærð. Það gos stóð yfir í um tvær vikur. Ingi Þorleifur Bjarnason, jarðskjálfta- og jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, telur að skjálfti af slíkri stærð geti orðið það sem tendri neistann í Bárðarbungu. Hann sagði í viðtali við Kristján Má Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudaginn að skjálfti yfir fimm ætti að setja menn í algera viðbragðsstöðu. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu íslands, segir þennan jarðskjálfta vera fyrsta skjálfann af þessari stærðargráðu sem mælist í Bárðarbungu síðan í Gjálpargosinu árið 1996. Fræðingar Veðurstofunnar hafa verið að túlka þessa skjálfta í öskjunni sjálfri á þá vegu að hún sé að aðlagast því að kvika sé að streyma inn í þennan langa berggang sem hefur teygt sig næstum 40 kílómetra í norðaustur, undir Dyngjujökul. Því er um þrýstingslækkun að ræða beint undir Bárðarbungu. Þessi túlkun er því ekki á sömu vegu og túlkun Inga Þorleif Bjarnasonar. Veðurstofan vill meina að þessar samgengishreyfingar í sjálfri öskju Bárðarbungu muni ekki hafa mikil áhrif á gosóróa. „Þessi skjálfti hefur ekki haft nein áhrif á gosóróa á svæðinu. Það er ekkert á okkar mælum sem gefur til kynna að þessi skjálfti sé einvher upptaktur af hugsanlegu eldgosi. Þó er ekki hægt að slá neinu föstu. Við munum bíða og sjá og fylgjast með," segir Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, í samtali við Fréttablaðið.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 The largest earthquake yet A magnitude 5.3 earthquake has occurred in the Bárðarbunga caldera at 5 km depth at 00:09. It is the strongest event measured since the onset of the seismic crisis at Bárðarbunga. 24. ágúst 2014 00:48 Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45 Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30 Hamfarir þegar eldgos bræðir þykkt jökulfarg Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. 19. ágúst 2014 11:45 Sá stærsti til þessa Jarðskjálfti að stærð 5,3 stig reið yfir við Bárðarbungu laust eftir miðnætti. Skjálftinn mældist á 5 kílómetra dýpi. 24. ágúst 2014 00:46 Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30 Telur goslíkur aukast eftir því sem hrinan dregst á langinn Líkur á eldgosi aukast eftir því sem atburðarásin í Bárðarbungu dregst á langinn, að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar prófessors. 21. ágúst 2014 19:45 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30
The largest earthquake yet A magnitude 5.3 earthquake has occurred in the Bárðarbunga caldera at 5 km depth at 00:09. It is the strongest event measured since the onset of the seismic crisis at Bárðarbunga. 24. ágúst 2014 00:48
Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45
Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30
Hamfarir þegar eldgos bræðir þykkt jökulfarg Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. 19. ágúst 2014 11:45
Sá stærsti til þessa Jarðskjálfti að stærð 5,3 stig reið yfir við Bárðarbungu laust eftir miðnætti. Skjálftinn mældist á 5 kílómetra dýpi. 24. ágúst 2014 00:46
Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30
Telur goslíkur aukast eftir því sem hrinan dregst á langinn Líkur á eldgosi aukast eftir því sem atburðarásin í Bárðarbungu dregst á langinn, að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar prófessors. 21. ágúst 2014 19:45