Almannavarnir funduðu á Húsavík í dag Hrund Þórsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 21:38 Jökulsá á fjöllum rennur niður af hálendinu. Þetta svæði, Kelduhverfi og bæirnir við Öxarfjörðinn, eru þeir staðir sem eru í mestri hættu ef til eldgoss kemur. Ef stórt flóð kæmi hérna niður eftir gæti tjónið orðið gífurlegt. Viðbragðs- og hagsmunaaðilar funduðu á Húsavík í hádeginu í dag og á fundinum sagði sýslumaðurinn staðreynd að engar góðar fréttir lægju fyrir. Hann segir fólk þó yfirvegað. „Fólk hefur búið við þessa náttúruvá svo lengi sem elstu menn muna og ég held að fólk sé alveg á jörðinni með það. Örlar ekkert á óþreyju í þessu óvissuástandi? Óvissa er alltaf slæm. Þetta er bara hætta sem vofir yfir og við erum að reyna að undirbúa okkur undir það,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík. Ríkislögreglustjóri sat fundinn á Húsavík og fundar með heimamönnum á Egilsstöðum á morgun. „Við erum hér til að ræða við lögreglustjóra og hans menn, viðbragðsaðila og fara yfir stöðu mála og kanna hvort við getum gert eitthvað til að aðstoða þá. Ég held að við séum vel undirbúin ef til goss kemur,“segir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Fyrsti íbúafundurinn vegna hræringanna í Bárðarbungu fer fram í Öxarfirði í kvöld, enda er svæðið í forgangi varðandi upplýsingar til íbúa. „Það eru mörg hundruð manns að vinna við þetta verkefni og hvort sem gos verður eða ekki munum við byggja á þessari reynslu í framtíðinni,“ segir Haraldur. Flestir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við vissu af hugsanlegum hamförum. Hefur ástandið haft áhrif á ferðaáætlanir ykkar á einhvern hátt? „Við ætluðum reyndar að keyra inn í Öskju í dag, en við breyttum þeim áætlunum fyrir tveimur dögum þegar við heyrðum af þessu. Við ætlum að fara af landinu 26. ágúst og því væri frábært ef eldgosið byrjaði þann 25. ágúst svo að við gætum verið hér í nokkra daga í viðbót og notið þessa fallega lands,“ segir Stefan Alfandairi, frá Frakklandi. Bárðarbunga Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Jökulsá á fjöllum rennur niður af hálendinu. Þetta svæði, Kelduhverfi og bæirnir við Öxarfjörðinn, eru þeir staðir sem eru í mestri hættu ef til eldgoss kemur. Ef stórt flóð kæmi hérna niður eftir gæti tjónið orðið gífurlegt. Viðbragðs- og hagsmunaaðilar funduðu á Húsavík í hádeginu í dag og á fundinum sagði sýslumaðurinn staðreynd að engar góðar fréttir lægju fyrir. Hann segir fólk þó yfirvegað. „Fólk hefur búið við þessa náttúruvá svo lengi sem elstu menn muna og ég held að fólk sé alveg á jörðinni með það. Örlar ekkert á óþreyju í þessu óvissuástandi? Óvissa er alltaf slæm. Þetta er bara hætta sem vofir yfir og við erum að reyna að undirbúa okkur undir það,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík. Ríkislögreglustjóri sat fundinn á Húsavík og fundar með heimamönnum á Egilsstöðum á morgun. „Við erum hér til að ræða við lögreglustjóra og hans menn, viðbragðsaðila og fara yfir stöðu mála og kanna hvort við getum gert eitthvað til að aðstoða þá. Ég held að við séum vel undirbúin ef til goss kemur,“segir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Fyrsti íbúafundurinn vegna hræringanna í Bárðarbungu fer fram í Öxarfirði í kvöld, enda er svæðið í forgangi varðandi upplýsingar til íbúa. „Það eru mörg hundruð manns að vinna við þetta verkefni og hvort sem gos verður eða ekki munum við byggja á þessari reynslu í framtíðinni,“ segir Haraldur. Flestir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við vissu af hugsanlegum hamförum. Hefur ástandið haft áhrif á ferðaáætlanir ykkar á einhvern hátt? „Við ætluðum reyndar að keyra inn í Öskju í dag, en við breyttum þeim áætlunum fyrir tveimur dögum þegar við heyrðum af þessu. Við ætlum að fara af landinu 26. ágúst og því væri frábært ef eldgosið byrjaði þann 25. ágúst svo að við gætum verið hér í nokkra daga í viðbót og notið þessa fallega lands,“ segir Stefan Alfandairi, frá Frakklandi.
Bárðarbunga Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira