Almannavarnir funduðu á Húsavík í dag Hrund Þórsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 21:38 Jökulsá á fjöllum rennur niður af hálendinu. Þetta svæði, Kelduhverfi og bæirnir við Öxarfjörðinn, eru þeir staðir sem eru í mestri hættu ef til eldgoss kemur. Ef stórt flóð kæmi hérna niður eftir gæti tjónið orðið gífurlegt. Viðbragðs- og hagsmunaaðilar funduðu á Húsavík í hádeginu í dag og á fundinum sagði sýslumaðurinn staðreynd að engar góðar fréttir lægju fyrir. Hann segir fólk þó yfirvegað. „Fólk hefur búið við þessa náttúruvá svo lengi sem elstu menn muna og ég held að fólk sé alveg á jörðinni með það. Örlar ekkert á óþreyju í þessu óvissuástandi? Óvissa er alltaf slæm. Þetta er bara hætta sem vofir yfir og við erum að reyna að undirbúa okkur undir það,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík. Ríkislögreglustjóri sat fundinn á Húsavík og fundar með heimamönnum á Egilsstöðum á morgun. „Við erum hér til að ræða við lögreglustjóra og hans menn, viðbragðsaðila og fara yfir stöðu mála og kanna hvort við getum gert eitthvað til að aðstoða þá. Ég held að við séum vel undirbúin ef til goss kemur,“segir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Fyrsti íbúafundurinn vegna hræringanna í Bárðarbungu fer fram í Öxarfirði í kvöld, enda er svæðið í forgangi varðandi upplýsingar til íbúa. „Það eru mörg hundruð manns að vinna við þetta verkefni og hvort sem gos verður eða ekki munum við byggja á þessari reynslu í framtíðinni,“ segir Haraldur. Flestir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við vissu af hugsanlegum hamförum. Hefur ástandið haft áhrif á ferðaáætlanir ykkar á einhvern hátt? „Við ætluðum reyndar að keyra inn í Öskju í dag, en við breyttum þeim áætlunum fyrir tveimur dögum þegar við heyrðum af þessu. Við ætlum að fara af landinu 26. ágúst og því væri frábært ef eldgosið byrjaði þann 25. ágúst svo að við gætum verið hér í nokkra daga í viðbót og notið þessa fallega lands,“ segir Stefan Alfandairi, frá Frakklandi. Bárðarbunga Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Jökulsá á fjöllum rennur niður af hálendinu. Þetta svæði, Kelduhverfi og bæirnir við Öxarfjörðinn, eru þeir staðir sem eru í mestri hættu ef til eldgoss kemur. Ef stórt flóð kæmi hérna niður eftir gæti tjónið orðið gífurlegt. Viðbragðs- og hagsmunaaðilar funduðu á Húsavík í hádeginu í dag og á fundinum sagði sýslumaðurinn staðreynd að engar góðar fréttir lægju fyrir. Hann segir fólk þó yfirvegað. „Fólk hefur búið við þessa náttúruvá svo lengi sem elstu menn muna og ég held að fólk sé alveg á jörðinni með það. Örlar ekkert á óþreyju í þessu óvissuástandi? Óvissa er alltaf slæm. Þetta er bara hætta sem vofir yfir og við erum að reyna að undirbúa okkur undir það,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík. Ríkislögreglustjóri sat fundinn á Húsavík og fundar með heimamönnum á Egilsstöðum á morgun. „Við erum hér til að ræða við lögreglustjóra og hans menn, viðbragðsaðila og fara yfir stöðu mála og kanna hvort við getum gert eitthvað til að aðstoða þá. Ég held að við séum vel undirbúin ef til goss kemur,“segir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Fyrsti íbúafundurinn vegna hræringanna í Bárðarbungu fer fram í Öxarfirði í kvöld, enda er svæðið í forgangi varðandi upplýsingar til íbúa. „Það eru mörg hundruð manns að vinna við þetta verkefni og hvort sem gos verður eða ekki munum við byggja á þessari reynslu í framtíðinni,“ segir Haraldur. Flestir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við vissu af hugsanlegum hamförum. Hefur ástandið haft áhrif á ferðaáætlanir ykkar á einhvern hátt? „Við ætluðum reyndar að keyra inn í Öskju í dag, en við breyttum þeim áætlunum fyrir tveimur dögum þegar við heyrðum af þessu. Við ætlum að fara af landinu 26. ágúst og því væri frábært ef eldgosið byrjaði þann 25. ágúst svo að við gætum verið hér í nokkra daga í viðbót og notið þessa fallega lands,“ segir Stefan Alfandairi, frá Frakklandi.
Bárðarbunga Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira