Skattalækkanir í nýju fjárlagafrumvarpi Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2014 13:47 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokssformaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/gva Reiknað er með skattalækkunum í fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson kynnti fyrir þingflokki Sjálfstæðismanna í gær. Þingflokksformaður flokksins segir náttúruverndarlög verða eitt af stóru málum næsta vetrar. Þá njóti inninríkisráðherra óskipts stuðnings þingflokksins þótt lekamálið sé ráðherranum og flokknum öllum erfitt. Þingflokkur Sjálfstæðismanna fundaði í allan gærdag og í morgun í Vestmannaeyjum til að fara yfir stóru málin fyrir komandi haustþing sem sett verður hinn 9. september. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður segir þingflokkinn hafa afgreitt fjárlagafrumvarpið fyrir sitt leyti, rætt sjávarútvegsmál, málefni Íbúðalánasjóðs og landbúnaðarmál. Þá eigi eftir að afgreiða náttúruverndarlög og skoða þurfi rammaáætlun. „Mestu máli skiptir að vera áfram með hallalaus fjárlög og aðhald í ríkisbúskapnum. Það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Ragnheiður. Að því leiti sé svipaður tónn í fjárlagafrumvarpinu og var á síðasta ári. Ráðuneyti þurfi áfram að hagræða hjá sér en ekki sé farið fram á beinan niðurskurð. Fjárlagafrumvarpið feli í sér fyrirheit um skattalækkanir meðal annars með breytingum á virðisaukaskattskerfinu, en þar hafa verið deildar meiningar á milli stjórnarflokkanna. Stendur enn þá til að hækka neðra þrepið í virðisaukaskatti á matvæli? „Menn eru að reyna að ná sátt um það með hvaða hætti við breytum virðisaukaskattskerfinu og fækkum undanþágum. Því verkefni verður einfaldlega lokið fyrir þann tíma sem því þarf að vera lokið,“ segir Ragnheiður. Þá sé til umræðu að lækka tekjuskattinn enn frekar eins og Sjálfstæðismenn hafi boðað. Málefni innanríkisráðherra komu einnig til umræðu á þingflokksfundinum. „Innanríkisráðherra gerði okkur grein fyrir stöðu mála eins og ráðherranum er unnt. Það voru umræður og fyrirspurnir þar að lútandi. Eins og allir vita þá er þetta grafalvarlegt mál og engum auðvelt. Hvorki þeim sem verið hefur ákærður, allra síst, né innanríkisráðherra og Sjálfstæðisflokknum í heild sinni,“ segir Ragnheiður. Er þingflokkurinn einhuga að baki ráðherra eða eru skiptar skoðanir innan þingflokksins? „Ráðherrann hefur stuðning þingflokksins. Hún situr í umboði þingflokksins og hefur stuðning þingflokksins,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir Lekamálið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Reiknað er með skattalækkunum í fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson kynnti fyrir þingflokki Sjálfstæðismanna í gær. Þingflokksformaður flokksins segir náttúruverndarlög verða eitt af stóru málum næsta vetrar. Þá njóti inninríkisráðherra óskipts stuðnings þingflokksins þótt lekamálið sé ráðherranum og flokknum öllum erfitt. Þingflokkur Sjálfstæðismanna fundaði í allan gærdag og í morgun í Vestmannaeyjum til að fara yfir stóru málin fyrir komandi haustþing sem sett verður hinn 9. september. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður segir þingflokkinn hafa afgreitt fjárlagafrumvarpið fyrir sitt leyti, rætt sjávarútvegsmál, málefni Íbúðalánasjóðs og landbúnaðarmál. Þá eigi eftir að afgreiða náttúruverndarlög og skoða þurfi rammaáætlun. „Mestu máli skiptir að vera áfram með hallalaus fjárlög og aðhald í ríkisbúskapnum. Það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Ragnheiður. Að því leiti sé svipaður tónn í fjárlagafrumvarpinu og var á síðasta ári. Ráðuneyti þurfi áfram að hagræða hjá sér en ekki sé farið fram á beinan niðurskurð. Fjárlagafrumvarpið feli í sér fyrirheit um skattalækkanir meðal annars með breytingum á virðisaukaskattskerfinu, en þar hafa verið deildar meiningar á milli stjórnarflokkanna. Stendur enn þá til að hækka neðra þrepið í virðisaukaskatti á matvæli? „Menn eru að reyna að ná sátt um það með hvaða hætti við breytum virðisaukaskattskerfinu og fækkum undanþágum. Því verkefni verður einfaldlega lokið fyrir þann tíma sem því þarf að vera lokið,“ segir Ragnheiður. Þá sé til umræðu að lækka tekjuskattinn enn frekar eins og Sjálfstæðismenn hafi boðað. Málefni innanríkisráðherra komu einnig til umræðu á þingflokksfundinum. „Innanríkisráðherra gerði okkur grein fyrir stöðu mála eins og ráðherranum er unnt. Það voru umræður og fyrirspurnir þar að lútandi. Eins og allir vita þá er þetta grafalvarlegt mál og engum auðvelt. Hvorki þeim sem verið hefur ákærður, allra síst, né innanríkisráðherra og Sjálfstæðisflokknum í heild sinni,“ segir Ragnheiður. Er þingflokkurinn einhuga að baki ráðherra eða eru skiptar skoðanir innan þingflokksins? „Ráðherrann hefur stuðning þingflokksins. Hún situr í umboði þingflokksins og hefur stuðning þingflokksins,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Lekamálið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira