Einvalalið tónlistarmanna kemur að Karlsvöku Bjarki Ármannsson skrifar 31. ágúst 2014 17:37 Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson við píanóið - Björgvin Halldórsson, Sigurjón Sighvatsson, Jakob Frímann Magnússon og Jónas R. Jónsson fyrir aftan. Mynd/Rakel Gústafsdóttir Samferðamenn, velunnarar og aðdáendur tónlistarmannsins ástsæla, Karls J. Sighvatssonar, vinna nú hörðum höndum að undirbúningi stórtónleikanna Karlsvöku í Eldborg Hörpu þann 12. september næstkomandi. Öll helstu verk Karls verða flutt á tónleikunum, meðal annars af rokksveitum, blönduðum kór og Victorchestra stórsveitinni undir stjórn Viktors Orra Árnasonar úr Hjaltalín, en hann hefur átt veg og vanda af fjölda útsetninga sem fluttar verða þetta kvöld. Í hópi söngvara á Karlsvöku eru Björgvin Halldórsson sem flytur meðal annars Pílagrímakórinn og Jónas R. Jónsson sem þekktastur er fyrir Gluggann og Slappaðu af, en bæði Jónas og Björgvin störfuðu með Karli í Flowers. Hljómsveitin Hjaltalín mun koma fram þetta kvöld auk þess sem forsöngvari sveitarinnar Högni Egilsson mun syngja tímamótaverkið Hallgrímur kvað? , eina af þekktari tónsmíðum sem Karl kom að. Þá munu Trúbrots-félagarnir Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson koma fram, einnig Pálmi Gunnarsson, Magnús Eiríksson og hljómsveitinni Mannakornum. Megas mun flytja lag við undirleik Karls sáluga af hljóðbandi og Apparat Organ Kvartett kemur fram auk Ólafs Arnalds sem flytur tvö ný verk á tónleikunum. Allur ágóði af tónleikunum rennur í Minningarsjóð Karls J. Sighvatssonar sem stofnaður var 1991 , sama ár og Karl lést, en sjóðurinn hefur styrkt á fjórða tug ungra hljómborðsnema til framhaldsnáms í útlöndum, styrkt viðgerðir og kaup á orgelum, útgáfu nótna og svo mætti lengi telja. Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Samferðamenn, velunnarar og aðdáendur tónlistarmannsins ástsæla, Karls J. Sighvatssonar, vinna nú hörðum höndum að undirbúningi stórtónleikanna Karlsvöku í Eldborg Hörpu þann 12. september næstkomandi. Öll helstu verk Karls verða flutt á tónleikunum, meðal annars af rokksveitum, blönduðum kór og Victorchestra stórsveitinni undir stjórn Viktors Orra Árnasonar úr Hjaltalín, en hann hefur átt veg og vanda af fjölda útsetninga sem fluttar verða þetta kvöld. Í hópi söngvara á Karlsvöku eru Björgvin Halldórsson sem flytur meðal annars Pílagrímakórinn og Jónas R. Jónsson sem þekktastur er fyrir Gluggann og Slappaðu af, en bæði Jónas og Björgvin störfuðu með Karli í Flowers. Hljómsveitin Hjaltalín mun koma fram þetta kvöld auk þess sem forsöngvari sveitarinnar Högni Egilsson mun syngja tímamótaverkið Hallgrímur kvað? , eina af þekktari tónsmíðum sem Karl kom að. Þá munu Trúbrots-félagarnir Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson koma fram, einnig Pálmi Gunnarsson, Magnús Eiríksson og hljómsveitinni Mannakornum. Megas mun flytja lag við undirleik Karls sáluga af hljóðbandi og Apparat Organ Kvartett kemur fram auk Ólafs Arnalds sem flytur tvö ný verk á tónleikunum. Allur ágóði af tónleikunum rennur í Minningarsjóð Karls J. Sighvatssonar sem stofnaður var 1991 , sama ár og Karl lést, en sjóðurinn hefur styrkt á fjórða tug ungra hljómborðsnema til framhaldsnáms í útlöndum, styrkt viðgerðir og kaup á orgelum, útgáfu nótna og svo mætti lengi telja.
Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira