Gos hafið að nýju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2014 06:09 Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni um fimm kílómetra norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. Hægt er að horfa á beina útsendingu úr vefmyndavélinni í spilaranum hér fyrir ofan.Click here for an English version.Þoku brá yfir vefmyndavél Mílu um kl 4:30 en þegar henni létti um 5:49 varð vaktmaður Mílu var við gosið. Líkt og sjá má á vefmyndavélinni, sem nálgast má hér að neðan, bregður þoku reglulega fyrir gossvæðið en veður á svæðinu er vont eins og víðast hvar á landinu.Sjá myndband frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands neðst í fréttinni. Gossins aðfaranótt föstudags varð vart rétt upp úr miðnætti en var að mestu lokið um þremur klukkustundum síðar. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við Vísi að gosið sé á sama stað og aðfaranótt föstudags en virðist nokkuð minna bæði af myndum og mælum að dæma. Martin Hensch, jarðskjálftafræðingur á vakt hjá Veðurstofunni, staðfestir í tilkynningu að gos sé hafið á sprungu í Holuhrauni. Staðsetning sé um það bil sú sama og í gosinu aðfaranótt föstudags. Gosið virkar minna að hans sögn og nánast engin virkni birtist á jarðskjálftamælum að hans sögn. Vísindamaður Veðurstofunnar, sem gistir ásamt fleiri vísindamönnum í Dreka í Drekagili, er á leiðinni á svæðið. Víðir segir viðbúnað minniháttar á meðan verið sé að átta sig á hlutunum.Hér má fylgjast með beinni útsendingu úr vefmyndavél 2 hjá Mílu.Uppfært 07:14 Samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarmiðstöð Almannavarna eru jarðvísindamenn á svæðinu. Þeir segja gosið vera minna og sprunguna styttri en á föstudaginn og einnig hafi sprungan teygt sig um fimm hundruð metra í norður. Hraun úr sprungunni rennur eingöngu til austurs.Hreinn Beck hjá Mílu ber saman gosin tvö á myndinni en hafa verður í huga skekkju vegna birtuskilyrða. Post by Jarðvísindastofnun Háskólans. Lítið eldgos hófst í Holuhrauni rétt fyrir kl0600 í morgun. Aðeins lengri sprunga en síðast. Verið er að meta umfangið. #Bardarbunga...— Almannavarnir (@almannavarnir) August 31, 2014 Bárðarbunga Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni um fimm kílómetra norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. Hægt er að horfa á beina útsendingu úr vefmyndavélinni í spilaranum hér fyrir ofan.Click here for an English version.Þoku brá yfir vefmyndavél Mílu um kl 4:30 en þegar henni létti um 5:49 varð vaktmaður Mílu var við gosið. Líkt og sjá má á vefmyndavélinni, sem nálgast má hér að neðan, bregður þoku reglulega fyrir gossvæðið en veður á svæðinu er vont eins og víðast hvar á landinu.Sjá myndband frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands neðst í fréttinni. Gossins aðfaranótt föstudags varð vart rétt upp úr miðnætti en var að mestu lokið um þremur klukkustundum síðar. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við Vísi að gosið sé á sama stað og aðfaranótt föstudags en virðist nokkuð minna bæði af myndum og mælum að dæma. Martin Hensch, jarðskjálftafræðingur á vakt hjá Veðurstofunni, staðfestir í tilkynningu að gos sé hafið á sprungu í Holuhrauni. Staðsetning sé um það bil sú sama og í gosinu aðfaranótt föstudags. Gosið virkar minna að hans sögn og nánast engin virkni birtist á jarðskjálftamælum að hans sögn. Vísindamaður Veðurstofunnar, sem gistir ásamt fleiri vísindamönnum í Dreka í Drekagili, er á leiðinni á svæðið. Víðir segir viðbúnað minniháttar á meðan verið sé að átta sig á hlutunum.Hér má fylgjast með beinni útsendingu úr vefmyndavél 2 hjá Mílu.Uppfært 07:14 Samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarmiðstöð Almannavarna eru jarðvísindamenn á svæðinu. Þeir segja gosið vera minna og sprunguna styttri en á föstudaginn og einnig hafi sprungan teygt sig um fimm hundruð metra í norður. Hraun úr sprungunni rennur eingöngu til austurs.Hreinn Beck hjá Mílu ber saman gosin tvö á myndinni en hafa verður í huga skekkju vegna birtuskilyrða. Post by Jarðvísindastofnun Háskólans. Lítið eldgos hófst í Holuhrauni rétt fyrir kl0600 í morgun. Aðeins lengri sprunga en síðast. Verið er að meta umfangið. #Bardarbunga...— Almannavarnir (@almannavarnir) August 31, 2014
Bárðarbunga Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira