Robert Plant vill vinna með Jack White Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. september 2014 20:00 Getty Tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Jack White hefur unnið með fjöldanum öllum af frægum rokkurum í gegnum tíðina svo sem Wanda Jackson, Neil Young og Jerry Lee Lewis. Nú hefur rokkrisaeðlan og annar Íslandsvinur Robert Plant úr Led Zeppelin lýst yfir áhuga sínum á því að vinna með White. Plant vinnur nú að nýrri plötu og samkvæmt tónlistarmiðlinum Consequence of Sound sagði Plant á Fésbókinni sinni: „Ég elska ævintýrasemina hans Jack White og hvernig hann leikur sér með mismunandi tónlistarstefnur. Ég væri mjög til í að vinna breiðskífu með honum.“ Plant er á leiðinni til Nashville í næstu viku en þar er upptökuver Whites einmitt staðsett. White verður því miður á tónleikaferðalagi þá en báðir rokkararnir munu halda eigin tónleika í Leeds í Bretlandi 17. nóvember. Hugsanlega verður eitthvað úr samstarfinu upp úr því en lag með þeim tveim myndi vafalaust gleðja marga rokkaðdáendur heimsins. Tónlist Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Jack White hefur unnið með fjöldanum öllum af frægum rokkurum í gegnum tíðina svo sem Wanda Jackson, Neil Young og Jerry Lee Lewis. Nú hefur rokkrisaeðlan og annar Íslandsvinur Robert Plant úr Led Zeppelin lýst yfir áhuga sínum á því að vinna með White. Plant vinnur nú að nýrri plötu og samkvæmt tónlistarmiðlinum Consequence of Sound sagði Plant á Fésbókinni sinni: „Ég elska ævintýrasemina hans Jack White og hvernig hann leikur sér með mismunandi tónlistarstefnur. Ég væri mjög til í að vinna breiðskífu með honum.“ Plant er á leiðinni til Nashville í næstu viku en þar er upptökuver Whites einmitt staðsett. White verður því miður á tónleikaferðalagi þá en báðir rokkararnir munu halda eigin tónleika í Leeds í Bretlandi 17. nóvember. Hugsanlega verður eitthvað úr samstarfinu upp úr því en lag með þeim tveim myndi vafalaust gleðja marga rokkaðdáendur heimsins.
Tónlist Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira