McGinley: Erfitt að skilja Donald eftir heima Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2014 22:30 Paul McGinley tilkynnti lið Evrópu í dag. vísir/getty Paul McGinley, fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum í ár, tilkynnti í dag evrópska liðið og um leið þá þrjá kylfinga sem hann valdi með fyrirliðavalréttinum. McGinley valdi Englendingana Lee Westwood, sem hefur verið að spila mun betur upp á síðkastið, og IanPoulter auk Skotans StephensGallachers sem er nýliði. Gallacher hafnaði í þriðja sæti á opna ítalska meistaramótinu um helgina sem McGinley sagði á blaðamannafundi í dag hafa farið langt með að tryggja honum sætið. Gallacher hefði hirt síðasta sjálfkrafa sætið í evrópska liðinu af Norður-Íranum GraemeMcDowell hefði hann náð öðru sæti á mótinu og því fannst fyrirliðanum hann eiga það skilið að þreyta frumraun sína að þessu sinni. Þetta allt saman þýddi að McGinley þurfti að skilja Englendinginn LukeDonald eftir heima, en hann hefur verið einn besti kylfingurinn í Ryder-bikarnum undanfarin ár. Donald var í sigurliði Evrópu á Medinha-vellinum fyrir tveimur árum og hefur unnið 10,5 stig af 15 mögulegum síðan hann tók fyrst þátt árið 2004.Luke Donald horfir á Ryder-bikarinn í sjónvarpinu.vísir/gettyDonald hefur aftur á móti átt skelfilegt ár og aðeins hafnað á meðal 35 efstu einu sinni á síðustu níu mótum sem hann hefur tekið þátt í. „Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir margra hluta sakir,“ sagði McGinley um ástæðu þess að hann valdi ekki Donald í liðið. „Samband mitt við Luke er mjög náið. Hann hefur spilað í öllum Ryder-bikurum sem ég hef tekið þátt í nema árið 2008 þegar við vorum hvorugir með. Við vorum saman í liði bæði 20024 og 2006 og ég var svo varafyrirliði liðsnis 2010 og 2012.“ „Árangur hans í Ryder-bikarnum talar fyrir sig sjálfur og ég velkist ekki í vafa um að hann eigi eftir að keppa oft í honum. Þetta var erfið ákvörðun, en ég varð að taka hana með velferð evrópska liðsins í huga,“ sagði Paul McGinley.Ryder-bikarinn fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi 26.-28. september og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Tengdar fréttir McGinley valdi Gallacher, Poulter og Westwood Stephen Gallacher, Ian Poulter og Lee Westwood fengu þrjú síðustu sætin í lið Evrópu í Ryder-bikarnum. 2. september 2014 12:11 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Paul McGinley, fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum í ár, tilkynnti í dag evrópska liðið og um leið þá þrjá kylfinga sem hann valdi með fyrirliðavalréttinum. McGinley valdi Englendingana Lee Westwood, sem hefur verið að spila mun betur upp á síðkastið, og IanPoulter auk Skotans StephensGallachers sem er nýliði. Gallacher hafnaði í þriðja sæti á opna ítalska meistaramótinu um helgina sem McGinley sagði á blaðamannafundi í dag hafa farið langt með að tryggja honum sætið. Gallacher hefði hirt síðasta sjálfkrafa sætið í evrópska liðinu af Norður-Íranum GraemeMcDowell hefði hann náð öðru sæti á mótinu og því fannst fyrirliðanum hann eiga það skilið að þreyta frumraun sína að þessu sinni. Þetta allt saman þýddi að McGinley þurfti að skilja Englendinginn LukeDonald eftir heima, en hann hefur verið einn besti kylfingurinn í Ryder-bikarnum undanfarin ár. Donald var í sigurliði Evrópu á Medinha-vellinum fyrir tveimur árum og hefur unnið 10,5 stig af 15 mögulegum síðan hann tók fyrst þátt árið 2004.Luke Donald horfir á Ryder-bikarinn í sjónvarpinu.vísir/gettyDonald hefur aftur á móti átt skelfilegt ár og aðeins hafnað á meðal 35 efstu einu sinni á síðustu níu mótum sem hann hefur tekið þátt í. „Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir margra hluta sakir,“ sagði McGinley um ástæðu þess að hann valdi ekki Donald í liðið. „Samband mitt við Luke er mjög náið. Hann hefur spilað í öllum Ryder-bikurum sem ég hef tekið þátt í nema árið 2008 þegar við vorum hvorugir með. Við vorum saman í liði bæði 20024 og 2006 og ég var svo varafyrirliði liðsnis 2010 og 2012.“ „Árangur hans í Ryder-bikarnum talar fyrir sig sjálfur og ég velkist ekki í vafa um að hann eigi eftir að keppa oft í honum. Þetta var erfið ákvörðun, en ég varð að taka hana með velferð evrópska liðsins í huga,“ sagði Paul McGinley.Ryder-bikarinn fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi 26.-28. september og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Tengdar fréttir McGinley valdi Gallacher, Poulter og Westwood Stephen Gallacher, Ian Poulter og Lee Westwood fengu þrjú síðustu sætin í lið Evrópu í Ryder-bikarnum. 2. september 2014 12:11 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
McGinley valdi Gallacher, Poulter og Westwood Stephen Gallacher, Ian Poulter og Lee Westwood fengu þrjú síðustu sætin í lið Evrópu í Ryder-bikarnum. 2. september 2014 12:11