Hraunið miklu stærra en allar byggingar á Íslandi Svavar Hávarðsson skrifar 17. september 2014 07:00 Fréttablaðið/Hari Hraunið sem hefur runnið frá gossprungunni í Holuhrauni frá mánaðamótum er þegar orðið mun stærra að rúmmáli en allar byggingar á Íslandi samtals. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum þá er flatarmál hraunsins sem runnið hefur í eldgosinu þegar orðið 25 til 30 ferkílómetrar, og því eitt það víðáttumesta sem hefur runnið á Íslandi síðan á 19. öld, einkanlega miðað við stuttan gostíma. Flatarmál alls hrauns í Kröflueldum var um 60 ferkílómetrar en rúmmálið metið 250 milljón rúmmetrar. Flatarmál hraunsins í Holuhrauni segir hins vegar aðeins hálfa söguna. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, segir raunhæft að miða við að hraunið sé orðið vel rúmlega 200 milljón rúmmetrar, eins og það var metið fyrir fjórum dögum síðan – og nefnir 250 milljón rúmmetra sem efri mörk. „Þetta er þegar orðið meira að umfangi en hraunin sem runnu frá Kröflueldum. Þetta er ekkert ósvipað sem er að gerast, nema þetta eldgos er nær heita reitnum,“ segir Ármann. Þegar rúmmál hraunsins er skoðað betur koma betur í ljós þeir kraftar sem gosið norðan Dyngjujökuls felur í sér. Séu aðeins lægri mörkin nýtt til útreiknings, 200 milljón rúmmetrar, kemur í ljós að ef setja ætti hraunið allt undir þak þyrfti til þess 8.300 Hallgrímskirkjur, en 10.400 miðað við efri mörkin. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er rúmmál allra bygginga á Íslandi, stórra sem smárra, 148 milljón rúmmetrar. Því nálgast stærð nýja hraunsins það hratt að geta fyllt allar byggingar hér á landi í tvígang. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, þekkir sögu eldsumbrota á Íslandi vel, enda höfundur margra bóka um efnið. Hann útskýrir að efnismagnið í nýja hrauninu tekur til flatarmálsins, sem er auðvelt að mæla, og þykktarinnar sem verður að meta. Rúmmálið er margfeldi þeirra stærða. Þykktin sé misjöfn eftir stöðum í hraunbreiðunni, mest næst gossprungunni og eflaust nokkuð mikil í farvegi Jökulsár. „Til samanburðar má geta þess að Eldfellshraunið í Vestmannaeyjum er rúmir 200 milljón rúmmetrar, afar þykkt en aðeins 3,4 ferkílómetrar. Hekluhraunið 1947 er 800-900 milljón rúmmetrar og kom upp á þrettán mánuðum, en Skaftáreldahraun er metið nálægt 14 milljarðar rúmmetra, og varð til á átta mánuðum,“ segir Ari Trausti. Bárðarbunga Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Sjá meira
Hraunið sem hefur runnið frá gossprungunni í Holuhrauni frá mánaðamótum er þegar orðið mun stærra að rúmmáli en allar byggingar á Íslandi samtals. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum þá er flatarmál hraunsins sem runnið hefur í eldgosinu þegar orðið 25 til 30 ferkílómetrar, og því eitt það víðáttumesta sem hefur runnið á Íslandi síðan á 19. öld, einkanlega miðað við stuttan gostíma. Flatarmál alls hrauns í Kröflueldum var um 60 ferkílómetrar en rúmmálið metið 250 milljón rúmmetrar. Flatarmál hraunsins í Holuhrauni segir hins vegar aðeins hálfa söguna. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, segir raunhæft að miða við að hraunið sé orðið vel rúmlega 200 milljón rúmmetrar, eins og það var metið fyrir fjórum dögum síðan – og nefnir 250 milljón rúmmetra sem efri mörk. „Þetta er þegar orðið meira að umfangi en hraunin sem runnu frá Kröflueldum. Þetta er ekkert ósvipað sem er að gerast, nema þetta eldgos er nær heita reitnum,“ segir Ármann. Þegar rúmmál hraunsins er skoðað betur koma betur í ljós þeir kraftar sem gosið norðan Dyngjujökuls felur í sér. Séu aðeins lægri mörkin nýtt til útreiknings, 200 milljón rúmmetrar, kemur í ljós að ef setja ætti hraunið allt undir þak þyrfti til þess 8.300 Hallgrímskirkjur, en 10.400 miðað við efri mörkin. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er rúmmál allra bygginga á Íslandi, stórra sem smárra, 148 milljón rúmmetrar. Því nálgast stærð nýja hraunsins það hratt að geta fyllt allar byggingar hér á landi í tvígang. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, þekkir sögu eldsumbrota á Íslandi vel, enda höfundur margra bóka um efnið. Hann útskýrir að efnismagnið í nýja hrauninu tekur til flatarmálsins, sem er auðvelt að mæla, og þykktarinnar sem verður að meta. Rúmmálið er margfeldi þeirra stærða. Þykktin sé misjöfn eftir stöðum í hraunbreiðunni, mest næst gossprungunni og eflaust nokkuð mikil í farvegi Jökulsár. „Til samanburðar má geta þess að Eldfellshraunið í Vestmannaeyjum er rúmir 200 milljón rúmmetrar, afar þykkt en aðeins 3,4 ferkílómetrar. Hekluhraunið 1947 er 800-900 milljón rúmmetrar og kom upp á þrettán mánuðum, en Skaftáreldahraun er metið nálægt 14 milljarðar rúmmetra, og varð til á átta mánuðum,“ segir Ari Trausti.
Bárðarbunga Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Sjá meira