Öskjuhrun í Bárðarbungu er möguleiki Svavar Hávarðsson skrifar 16. september 2014 07:00 Brennisteinsmengun frá gosinu gerir fólki lífið leitt á Norður- og Austurlandi. Mengunin er margföld við það sem áður þekktist. Fréttablaðið/Egill Þrátt fyrir að eldgosið í Holuhrauni sé í rénun er ekkert sem bendir til þess að það eigi að öðru leyti við um jarðhræringar í og við Vatnajökul. Þvert á móti má búast við að sprungan í Holuhrauni opnist fljótlega aftur, eða að eldvirkni hefjist á öðrum stað. Sigið í Bárðarbungu gæti án fyrirvara orðið margfalt meira en það er í dag. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, segir það miklu líklegra en hitt, að umbrotin muni halda áfram í einhvern tíma eftir að Holuhraunsgosið lognast út af, sem virðist aðeins dagaspursmál. „Hvar gýs þá, næst ganginum, er ekki hægt að segja til um. Haldi óróleikinn í Bárðarbungu áfram og til dæmis sig í öskjunni getur þar komið upp gos en engin leið til að segja hvar, eða hvenær eða hversu stórt,“ segir Ari Trausti sem útskýrir að þegar „litið er til gangsins, stærðar hans og kvikumagns, til þess hve hraustlegt hraunrennslið hefur verið í Holuhrauni og loks til látanna í Bárðarbungu, er líklegra en ekki að umbrothrinunni ljúki ekki þegar það slokknar á þeim gígum sem nú eru virkir.“ Undir þetta sjónarmið tekur Ágúst Guðmundsson, prófessors við jarðvísindadeild Lundúnaháskóla. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni varðandi framhaldið. Ef sigið tengist beint grunnstæða kvikuhólfinu undir Bárðarbungu þá getur það varla haldið áfram miklu lengur án þess að raunverulegt öskjusig verði. Með því á ég við snögga færslu um nokkur hundruð metra á hringsprungu Bárðarbungu. Slíkar færslur er það sem við eigum venjulega við með öskjusigi, sem mætti ef til vill betur kalla öskjuhrun sem er svo sannarlega enn inni í myndinni,“ segir Ágúst sem bætir við að slíkt öskjuhrun, þótt það yrði nokkur hundruð metrar, myndi ekki endilega leiða af sér stórt gos. Ágúst segir að hrun öskjunnar gæti ýtt út kviku frá hólfinu út í bergganginn, og aukið þrýsting í honum. Slíkt gæti leitt til meiri krafts í gosinu norðan við Dyngjujökul, en gæti allt eins leitt til þess að nýjar gossprungur myndu opnast. „Allar breytingar í stærð og kvikuþrýstingi inni í meginganginum breyta spennusviðinu á stóru svæði kringum hann, einkum að því er varðar spennusöfnun eða mögnun við eldfjöll í grenndinni með ófyrirsjáanlegum atburðum,“ segir Ágúst. Bárðarbunga Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Þrátt fyrir að eldgosið í Holuhrauni sé í rénun er ekkert sem bendir til þess að það eigi að öðru leyti við um jarðhræringar í og við Vatnajökul. Þvert á móti má búast við að sprungan í Holuhrauni opnist fljótlega aftur, eða að eldvirkni hefjist á öðrum stað. Sigið í Bárðarbungu gæti án fyrirvara orðið margfalt meira en það er í dag. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, segir það miklu líklegra en hitt, að umbrotin muni halda áfram í einhvern tíma eftir að Holuhraunsgosið lognast út af, sem virðist aðeins dagaspursmál. „Hvar gýs þá, næst ganginum, er ekki hægt að segja til um. Haldi óróleikinn í Bárðarbungu áfram og til dæmis sig í öskjunni getur þar komið upp gos en engin leið til að segja hvar, eða hvenær eða hversu stórt,“ segir Ari Trausti sem útskýrir að þegar „litið er til gangsins, stærðar hans og kvikumagns, til þess hve hraustlegt hraunrennslið hefur verið í Holuhrauni og loks til látanna í Bárðarbungu, er líklegra en ekki að umbrothrinunni ljúki ekki þegar það slokknar á þeim gígum sem nú eru virkir.“ Undir þetta sjónarmið tekur Ágúst Guðmundsson, prófessors við jarðvísindadeild Lundúnaháskóla. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni varðandi framhaldið. Ef sigið tengist beint grunnstæða kvikuhólfinu undir Bárðarbungu þá getur það varla haldið áfram miklu lengur án þess að raunverulegt öskjusig verði. Með því á ég við snögga færslu um nokkur hundruð metra á hringsprungu Bárðarbungu. Slíkar færslur er það sem við eigum venjulega við með öskjusigi, sem mætti ef til vill betur kalla öskjuhrun sem er svo sannarlega enn inni í myndinni,“ segir Ágúst sem bætir við að slíkt öskjuhrun, þótt það yrði nokkur hundruð metrar, myndi ekki endilega leiða af sér stórt gos. Ágúst segir að hrun öskjunnar gæti ýtt út kviku frá hólfinu út í bergganginn, og aukið þrýsting í honum. Slíkt gæti leitt til meiri krafts í gosinu norðan við Dyngjujökul, en gæti allt eins leitt til þess að nýjar gossprungur myndu opnast. „Allar breytingar í stærð og kvikuþrýstingi inni í meginganginum breyta spennusviðinu á stóru svæði kringum hann, einkum að því er varðar spennusöfnun eða mögnun við eldfjöll í grenndinni með ófyrirsjáanlegum atburðum,“ segir Ágúst.
Bárðarbunga Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira