Öskjuhrun í Bárðarbungu er möguleiki Svavar Hávarðsson skrifar 16. september 2014 07:00 Brennisteinsmengun frá gosinu gerir fólki lífið leitt á Norður- og Austurlandi. Mengunin er margföld við það sem áður þekktist. Fréttablaðið/Egill Þrátt fyrir að eldgosið í Holuhrauni sé í rénun er ekkert sem bendir til þess að það eigi að öðru leyti við um jarðhræringar í og við Vatnajökul. Þvert á móti má búast við að sprungan í Holuhrauni opnist fljótlega aftur, eða að eldvirkni hefjist á öðrum stað. Sigið í Bárðarbungu gæti án fyrirvara orðið margfalt meira en það er í dag. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, segir það miklu líklegra en hitt, að umbrotin muni halda áfram í einhvern tíma eftir að Holuhraunsgosið lognast út af, sem virðist aðeins dagaspursmál. „Hvar gýs þá, næst ganginum, er ekki hægt að segja til um. Haldi óróleikinn í Bárðarbungu áfram og til dæmis sig í öskjunni getur þar komið upp gos en engin leið til að segja hvar, eða hvenær eða hversu stórt,“ segir Ari Trausti sem útskýrir að þegar „litið er til gangsins, stærðar hans og kvikumagns, til þess hve hraustlegt hraunrennslið hefur verið í Holuhrauni og loks til látanna í Bárðarbungu, er líklegra en ekki að umbrothrinunni ljúki ekki þegar það slokknar á þeim gígum sem nú eru virkir.“ Undir þetta sjónarmið tekur Ágúst Guðmundsson, prófessors við jarðvísindadeild Lundúnaháskóla. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni varðandi framhaldið. Ef sigið tengist beint grunnstæða kvikuhólfinu undir Bárðarbungu þá getur það varla haldið áfram miklu lengur án þess að raunverulegt öskjusig verði. Með því á ég við snögga færslu um nokkur hundruð metra á hringsprungu Bárðarbungu. Slíkar færslur er það sem við eigum venjulega við með öskjusigi, sem mætti ef til vill betur kalla öskjuhrun sem er svo sannarlega enn inni í myndinni,“ segir Ágúst sem bætir við að slíkt öskjuhrun, þótt það yrði nokkur hundruð metrar, myndi ekki endilega leiða af sér stórt gos. Ágúst segir að hrun öskjunnar gæti ýtt út kviku frá hólfinu út í bergganginn, og aukið þrýsting í honum. Slíkt gæti leitt til meiri krafts í gosinu norðan við Dyngjujökul, en gæti allt eins leitt til þess að nýjar gossprungur myndu opnast. „Allar breytingar í stærð og kvikuþrýstingi inni í meginganginum breyta spennusviðinu á stóru svæði kringum hann, einkum að því er varðar spennusöfnun eða mögnun við eldfjöll í grenndinni með ófyrirsjáanlegum atburðum,“ segir Ágúst. Bárðarbunga Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þrátt fyrir að eldgosið í Holuhrauni sé í rénun er ekkert sem bendir til þess að það eigi að öðru leyti við um jarðhræringar í og við Vatnajökul. Þvert á móti má búast við að sprungan í Holuhrauni opnist fljótlega aftur, eða að eldvirkni hefjist á öðrum stað. Sigið í Bárðarbungu gæti án fyrirvara orðið margfalt meira en það er í dag. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, segir það miklu líklegra en hitt, að umbrotin muni halda áfram í einhvern tíma eftir að Holuhraunsgosið lognast út af, sem virðist aðeins dagaspursmál. „Hvar gýs þá, næst ganginum, er ekki hægt að segja til um. Haldi óróleikinn í Bárðarbungu áfram og til dæmis sig í öskjunni getur þar komið upp gos en engin leið til að segja hvar, eða hvenær eða hversu stórt,“ segir Ari Trausti sem útskýrir að þegar „litið er til gangsins, stærðar hans og kvikumagns, til þess hve hraustlegt hraunrennslið hefur verið í Holuhrauni og loks til látanna í Bárðarbungu, er líklegra en ekki að umbrothrinunni ljúki ekki þegar það slokknar á þeim gígum sem nú eru virkir.“ Undir þetta sjónarmið tekur Ágúst Guðmundsson, prófessors við jarðvísindadeild Lundúnaháskóla. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni varðandi framhaldið. Ef sigið tengist beint grunnstæða kvikuhólfinu undir Bárðarbungu þá getur það varla haldið áfram miklu lengur án þess að raunverulegt öskjusig verði. Með því á ég við snögga færslu um nokkur hundruð metra á hringsprungu Bárðarbungu. Slíkar færslur er það sem við eigum venjulega við með öskjusigi, sem mætti ef til vill betur kalla öskjuhrun sem er svo sannarlega enn inni í myndinni,“ segir Ágúst sem bætir við að slíkt öskjuhrun, þótt það yrði nokkur hundruð metrar, myndi ekki endilega leiða af sér stórt gos. Ágúst segir að hrun öskjunnar gæti ýtt út kviku frá hólfinu út í bergganginn, og aukið þrýsting í honum. Slíkt gæti leitt til meiri krafts í gosinu norðan við Dyngjujökul, en gæti allt eins leitt til þess að nýjar gossprungur myndu opnast. „Allar breytingar í stærð og kvikuþrýstingi inni í meginganginum breyta spennusviðinu á stóru svæði kringum hann, einkum að því er varðar spennusöfnun eða mögnun við eldfjöll í grenndinni með ófyrirsjáanlegum atburðum,“ segir Ágúst.
Bárðarbunga Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira