Sambandsleysið á Vestfjörðum hefði ekki átt að koma neinum á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2014 17:22 Innanríkisráðherra gat ekki svarað því hvenær hringtengingu ljósleiðara yrði komin á Vestfjörðum. Myndin er frá Flateyri. Vísir/Anton Brink Sérstök umræða fór fram á Alþingi í dag um stöðu og öryggi í fjarskiptum á landsbyggðinni og uppbyggingu háhraðatengingar í dreifbýli. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hóf umræðuna og var tilefnið ærið þar sem skemmst er að minnast þess þegar Vestfirðir misstu samband sitt við umheiminn í marga klukkutíma í lok ágúst. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, var til andsvara. Þingmenn úr öllum flokkum tóku til máls og voru allir sammála um að tryggja þyrfti fjarskiptasamband í dreifbýli þar sem það væri fyrst og fremst mikið öryggismál en einnig mikilvægt fyrir atvinnuuppbyggingu. Þingmönnum var skiljanlega tíðrætt um ástandið á Vestfjörðum en þar er ekki hringtenging ljósleiðara. Lilja Rafney spurði ráðherra út í hvenær hringtengingu ljósleiðara yrði komið á en ráðherra gat ekki svarað því nákvæmlega. Hanna Birna sagðist hins vegar hafa falið Fjarskiptasjóði að styrkja lagningu ljósleiðara frá Súðavík að Brú í Hrútafirði í gegnum Hólmavík og þannig ætti að koma á hringtengingu á svæðinu.Jóhanna María Sigmundsdóttir sagði ekki hægt að tala um fjarskipti og öryggi í sömu setningu á sínum heimalóðum en hún er fædd og uppalin við ÍsafjarðardjúpNokkrir þingmenn höfðu orð á því að sambandsleysið sem kom upp á Vestfjörðum hefði ekki átt að koma neinum á óvart, hvorki stjórnmálamönnum né fjarskiptafyrirtækjum, þar sem lengi hefði verið vitað að úrbóta væri þörf í fjarskiptakerfinu. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins sem er fædd og uppalin við Ísafjarðardjúp, sagði til dæmis að á sínum heimaslóðum væri aldrei talað um öryggi og fjarskipti í sömu setningunni. Við lok umræðunnar sagðist Lilja Rafney gjarnan vilja heyra að verið væri að leggja meiri fjármuni í að leggja háhraðatengingu og ljósleiðara á Vestfjörðum. Hanna Birna svaraði því til að það væri í höndum Alþingis að meta hvort meiri fjármunum yrði varið í verkefnið; hér væri verið að glíma við hið eilífa vandamál þingsins: takmarkað fjármagn. Alþingi Tengdar fréttir Sambandsleysi á Vestfjörðum Fjarskiptaþjónusta á Vestfjörðum er að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu upp úr klukkan hálf tíu í morgun. 26. ágúst 2014 11:44 „Ótækt er að heill landshluti verði skyndilega sambandslaus“ Margar spurningar varðandi fjarskipti á Vestfjörðum hafa vaknað í kjölfar bilunar á stofnneti Mílu síðasta þriðjudag. Míla hefur beðist afsökunar á biluninni. 29. ágúst 2014 17:22 Krefjast þess að ljósleiðari verði hringtengdur Bæjarráð Bolungarvíkur fundaði í kvöld vegna þeirra stöðu sem kom upp í dag á Vestfjörðum en fjarskiptaþjónustan á svæðinu var að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu. 26. ágúst 2014 21:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Sérstök umræða fór fram á Alþingi í dag um stöðu og öryggi í fjarskiptum á landsbyggðinni og uppbyggingu háhraðatengingar í dreifbýli. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hóf umræðuna og var tilefnið ærið þar sem skemmst er að minnast þess þegar Vestfirðir misstu samband sitt við umheiminn í marga klukkutíma í lok ágúst. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, var til andsvara. Þingmenn úr öllum flokkum tóku til máls og voru allir sammála um að tryggja þyrfti fjarskiptasamband í dreifbýli þar sem það væri fyrst og fremst mikið öryggismál en einnig mikilvægt fyrir atvinnuuppbyggingu. Þingmönnum var skiljanlega tíðrætt um ástandið á Vestfjörðum en þar er ekki hringtenging ljósleiðara. Lilja Rafney spurði ráðherra út í hvenær hringtengingu ljósleiðara yrði komið á en ráðherra gat ekki svarað því nákvæmlega. Hanna Birna sagðist hins vegar hafa falið Fjarskiptasjóði að styrkja lagningu ljósleiðara frá Súðavík að Brú í Hrútafirði í gegnum Hólmavík og þannig ætti að koma á hringtengingu á svæðinu.Jóhanna María Sigmundsdóttir sagði ekki hægt að tala um fjarskipti og öryggi í sömu setningu á sínum heimalóðum en hún er fædd og uppalin við ÍsafjarðardjúpNokkrir þingmenn höfðu orð á því að sambandsleysið sem kom upp á Vestfjörðum hefði ekki átt að koma neinum á óvart, hvorki stjórnmálamönnum né fjarskiptafyrirtækjum, þar sem lengi hefði verið vitað að úrbóta væri þörf í fjarskiptakerfinu. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins sem er fædd og uppalin við Ísafjarðardjúp, sagði til dæmis að á sínum heimaslóðum væri aldrei talað um öryggi og fjarskipti í sömu setningunni. Við lok umræðunnar sagðist Lilja Rafney gjarnan vilja heyra að verið væri að leggja meiri fjármuni í að leggja háhraðatengingu og ljósleiðara á Vestfjörðum. Hanna Birna svaraði því til að það væri í höndum Alþingis að meta hvort meiri fjármunum yrði varið í verkefnið; hér væri verið að glíma við hið eilífa vandamál þingsins: takmarkað fjármagn.
Alþingi Tengdar fréttir Sambandsleysi á Vestfjörðum Fjarskiptaþjónusta á Vestfjörðum er að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu upp úr klukkan hálf tíu í morgun. 26. ágúst 2014 11:44 „Ótækt er að heill landshluti verði skyndilega sambandslaus“ Margar spurningar varðandi fjarskipti á Vestfjörðum hafa vaknað í kjölfar bilunar á stofnneti Mílu síðasta þriðjudag. Míla hefur beðist afsökunar á biluninni. 29. ágúst 2014 17:22 Krefjast þess að ljósleiðari verði hringtengdur Bæjarráð Bolungarvíkur fundaði í kvöld vegna þeirra stöðu sem kom upp í dag á Vestfjörðum en fjarskiptaþjónustan á svæðinu var að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu. 26. ágúst 2014 21:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Sambandsleysi á Vestfjörðum Fjarskiptaþjónusta á Vestfjörðum er að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu upp úr klukkan hálf tíu í morgun. 26. ágúst 2014 11:44
„Ótækt er að heill landshluti verði skyndilega sambandslaus“ Margar spurningar varðandi fjarskipti á Vestfjörðum hafa vaknað í kjölfar bilunar á stofnneti Mílu síðasta þriðjudag. Míla hefur beðist afsökunar á biluninni. 29. ágúst 2014 17:22
Krefjast þess að ljósleiðari verði hringtengdur Bæjarráð Bolungarvíkur fundaði í kvöld vegna þeirra stöðu sem kom upp í dag á Vestfjörðum en fjarskiptaþjónustan á svæðinu var að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu. 26. ágúst 2014 21:05