„Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. nóvember 2024 13:35 Frá Bláa lóninu á fimmtudag, þegar hraun hóf að renna yfir bílastæði. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir tilkynningu um opnun lónsins næsta föstudag alls ekki endanlega. Staðan sé endurmetin á hverjum degi. Mikil vinna fer fram á Svartsengis-svæðinu við að vernda innviði. Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir yfirvöld fylgjast grannt með stöðunni. „Það bunkast upp hraunið og bunkast upp við hliðina á varnargarðinum. Það er gott að það skríður ekki hratt áfram en það að hraunið bunkist upp gerir það að verkum að það þarf að fylgjast mjög vel með framvindunni.“ Starfsmenn Landsnets hafa unnið hörðum höndum við að vernda mikilvæga innviði í Svartsengi eftir að gosið hófst. Svartsengislínan er úti eftir að leiðarar slitnuðu en reynt er að vernda möstur. „Okkur gekk bara vel í gærkvöldi og í nótt að verja þessi tvö möstur. Það gekk vel, við unnum það verk með brunavörnum Suðurnesja. Þeir kældu hraunin í kringum möstrin. Ástandið er samt enn þá pínu krítískt,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu.Vísir/Arnar Það vakti mikla athygli í gær þegar tilkynnt var að stefnt væri að opnun Bláa lónsins næsta föstudag. Bílaplan lónsins er allt undir hrauni og aðgengi takmarkað. „Auðvitað er okkar reynsla sú að mikið og margt getur gerst. Þess vegna erum við að horfa til þess að ef að þróun mála og sér í lagi ef að þróun gossins verður með viðeigandi hætti þá værum við allavega tilbúin að geta opnað á föstudaginn,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. Verið sé að skoða aðgengismál, til að mynda hvort hægt sé að nota safnstæði og flytja gesti með rútum. „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki og í samstarfi við yfirvöld. Staðan þarf auðvitað að vera viðunandi.“ Bláa lónið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. 23. nóvember 2024 07:16 Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Til stendur að opna Bláa lónið aftur fyrir gestum 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til viðskiptavina. 22. nóvember 2024 21:50 Atburðarás gærdagsins í myndum Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 síðastliðinn miðvikudag. Nóttin var ekki úti þegar hraun hafði flætt yfir Grindavíkurveg, og snemma morguns á fimmtudag var hraun komið yfir Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Æðin hélt þó. 22. nóvember 2024 16:33 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir yfirvöld fylgjast grannt með stöðunni. „Það bunkast upp hraunið og bunkast upp við hliðina á varnargarðinum. Það er gott að það skríður ekki hratt áfram en það að hraunið bunkist upp gerir það að verkum að það þarf að fylgjast mjög vel með framvindunni.“ Starfsmenn Landsnets hafa unnið hörðum höndum við að vernda mikilvæga innviði í Svartsengi eftir að gosið hófst. Svartsengislínan er úti eftir að leiðarar slitnuðu en reynt er að vernda möstur. „Okkur gekk bara vel í gærkvöldi og í nótt að verja þessi tvö möstur. Það gekk vel, við unnum það verk með brunavörnum Suðurnesja. Þeir kældu hraunin í kringum möstrin. Ástandið er samt enn þá pínu krítískt,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu.Vísir/Arnar Það vakti mikla athygli í gær þegar tilkynnt var að stefnt væri að opnun Bláa lónsins næsta föstudag. Bílaplan lónsins er allt undir hrauni og aðgengi takmarkað. „Auðvitað er okkar reynsla sú að mikið og margt getur gerst. Þess vegna erum við að horfa til þess að ef að þróun mála og sér í lagi ef að þróun gossins verður með viðeigandi hætti þá værum við allavega tilbúin að geta opnað á föstudaginn,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. Verið sé að skoða aðgengismál, til að mynda hvort hægt sé að nota safnstæði og flytja gesti með rútum. „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki og í samstarfi við yfirvöld. Staðan þarf auðvitað að vera viðunandi.“
Bláa lónið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. 23. nóvember 2024 07:16 Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Til stendur að opna Bláa lónið aftur fyrir gestum 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til viðskiptavina. 22. nóvember 2024 21:50 Atburðarás gærdagsins í myndum Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 síðastliðinn miðvikudag. Nóttin var ekki úti þegar hraun hafði flætt yfir Grindavíkurveg, og snemma morguns á fimmtudag var hraun komið yfir Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Æðin hélt þó. 22. nóvember 2024 16:33 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Stöðugt gos og engir skjálftar Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. 23. nóvember 2024 07:16
Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Til stendur að opna Bláa lónið aftur fyrir gestum 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til viðskiptavina. 22. nóvember 2024 21:50
Atburðarás gærdagsins í myndum Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 síðastliðinn miðvikudag. Nóttin var ekki úti þegar hraun hafði flætt yfir Grindavíkurveg, og snemma morguns á fimmtudag var hraun komið yfir Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Æðin hélt þó. 22. nóvember 2024 16:33