Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. nóvember 2024 12:17 Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Vísir/Ívar Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. Skoðanakannanir Gallup og Prósents sem komu út í gær benda til nokkuð ólíkra niðurstaðna að mati Eiríks Bergmanns Einarssonar stjórnmálafræðings. Fylgið sé að taka á sig loka mynd og mikið þurfi að koma til svo að drastískar breytingar verði á kjördag. „Sérstaklega á milli kannanna fyrirtækja. Það er stundum svolítið mikill munur á milli þeirra en ef maður skoðar kannanirnar hverjar fyrir sig innbyrðis þá er þetta örfárra prósenta flökt, sem við erum að sjá hjá einstaka flokkum, grófa myndin er að festa sig í sess.“ Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð Samfylkingin og Viðreisn virðast ætla bera sigur úr býtum en að mati Eiríks er ómögulegt að lesa úr könnunum hvor flokkurinn sé stærri. Viðreisn mældist stærri í skoðanakönnun Prósents þar sem Samfylkingin missti þó nokkuð fylgi en á sama tíma mældist Samfylkingin stærri í könnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með sextán prósent fylgi í skoðanakönnun Gallup og 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents sem komu út í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 14,6 prósent fylgi í könnun Maskínu sem kom út á miðvikudag. „Það segir okkur að við vitum bara hreinlega ekki almennilega hvar fylgi Sjálfstæðisflokksins er. Það eru auðvitað stórtíðindi í sjálfu sér að Sjálfstæðisflokkurinn, liggi svo lágt, jafnvel þó að við tökum könnun sem veitir honum mest fylgi þá er þetta gífurlegt afhroð flokksins.“ Mest spennandi kosningar í háa herrans tíð Hann segir það sama gilda um alla stjórnarflokkana og að fróðlegt sé að fjórir flokkar berjist í raun fyrir lífi sínu í fallbaráttu. Sem dæmi mælast Vinstri grænir stöðugt út af þingi og hafa ekki náð yfir fimm prósent þröskuldinn í könnunum síðan að kosningabaráttan hófst. „Framsóknarflokkurinn, það eru kannanir sem sýna hann í bókstaflega í lífshættu og þetta er þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana. Spennan er lang mest þarna í fallbaráttunni. Þú ert með Pírata sem eru að sveiflast um og undir þröskuld. Sósíalistar mælast yfirleitt ofar þröskuldi og það er auðvitað áhugavert þá kæmi nýr flokkur inn á Alþingi og það er alltaf tíðindi í slíku. Þetta eru nú kannski mest spennandi kosningar í mjög langa tíð hjá okkur. Þetta stefnir í sögulega kosningar á Íslandi, um margt. Til að mynda þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana, líka hversu margir eru raunverulega í fallhættu.“ Hann tekur fram að það séu söguleg tíðindi að tveir af hinum svo kallaða fjórflokki séu nú í fallbaráttu sem hafi áður verið taldir til kjölfestu í íslenskum stjórnmálum. „Vinstri Græn og Framsókn eru báðir í fallbaráttunni og það væri auðvitað bara umturnun á flokkakerfinu ef þeir færu báðir út.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Skoðanakannanir Gallup og Prósents sem komu út í gær benda til nokkuð ólíkra niðurstaðna að mati Eiríks Bergmanns Einarssonar stjórnmálafræðings. Fylgið sé að taka á sig loka mynd og mikið þurfi að koma til svo að drastískar breytingar verði á kjördag. „Sérstaklega á milli kannanna fyrirtækja. Það er stundum svolítið mikill munur á milli þeirra en ef maður skoðar kannanirnar hverjar fyrir sig innbyrðis þá er þetta örfárra prósenta flökt, sem við erum að sjá hjá einstaka flokkum, grófa myndin er að festa sig í sess.“ Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð Samfylkingin og Viðreisn virðast ætla bera sigur úr býtum en að mati Eiríks er ómögulegt að lesa úr könnunum hvor flokkurinn sé stærri. Viðreisn mældist stærri í skoðanakönnun Prósents þar sem Samfylkingin missti þó nokkuð fylgi en á sama tíma mældist Samfylkingin stærri í könnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með sextán prósent fylgi í skoðanakönnun Gallup og 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents sem komu út í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 14,6 prósent fylgi í könnun Maskínu sem kom út á miðvikudag. „Það segir okkur að við vitum bara hreinlega ekki almennilega hvar fylgi Sjálfstæðisflokksins er. Það eru auðvitað stórtíðindi í sjálfu sér að Sjálfstæðisflokkurinn, liggi svo lágt, jafnvel þó að við tökum könnun sem veitir honum mest fylgi þá er þetta gífurlegt afhroð flokksins.“ Mest spennandi kosningar í háa herrans tíð Hann segir það sama gilda um alla stjórnarflokkana og að fróðlegt sé að fjórir flokkar berjist í raun fyrir lífi sínu í fallbaráttu. Sem dæmi mælast Vinstri grænir stöðugt út af þingi og hafa ekki náð yfir fimm prósent þröskuldinn í könnunum síðan að kosningabaráttan hófst. „Framsóknarflokkurinn, það eru kannanir sem sýna hann í bókstaflega í lífshættu og þetta er þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana. Spennan er lang mest þarna í fallbaráttunni. Þú ert með Pírata sem eru að sveiflast um og undir þröskuld. Sósíalistar mælast yfirleitt ofar þröskuldi og það er auðvitað áhugavert þá kæmi nýr flokkur inn á Alþingi og það er alltaf tíðindi í slíku. Þetta eru nú kannski mest spennandi kosningar í mjög langa tíð hjá okkur. Þetta stefnir í sögulega kosningar á Íslandi, um margt. Til að mynda þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana, líka hversu margir eru raunverulega í fallhættu.“ Hann tekur fram að það séu söguleg tíðindi að tveir af hinum svo kallaða fjórflokki séu nú í fallbaráttu sem hafi áður verið taldir til kjölfestu í íslenskum stjórnmálum. „Vinstri Græn og Framsókn eru báðir í fallbaráttunni og það væri auðvitað bara umturnun á flokkakerfinu ef þeir færu báðir út.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira