„Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2014 19:00 Hanna Birna var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og þar sagði hún við Björn Inga Hrafnsson, umsjónamann þáttarins, að hún hefði aldrei séð stjórnmálin sem einhverja endastöð og gæti alveg eins séð sjálfan sig á öðrum starfsvettvangi. Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum. „Ég hef fengið hótanir, morðhótanir og skeytasendingar sem ég trúiði ekki að væru til í okkar samfélagi. Ég hélt að þetta væri ekki til og ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi. Ég hef haft áhyggjur af öryggi mínu og heimili mínu.“ Hanna sagði einnig að hún hafi í gegnum tíðina haft góð samskipti við fjölmiðla en hún nefndi til sögunnar að DV hafi skrifað ótal rangar fréttir um lekamálið svokallaða. „Ég veit ekki hversu mörg hundruð fréttir hafa verið skrifaðar um mig á þeim miðli sem voru beinlínis rangar. Minn aðstoðarmaður Þórey Vilhjálmsdóttir telur að hún hafi fengið þannig aðdróttanir að hálfu DV og starfsmanna þar að hún þurfi að leita réttar síns hvað það varðar.“ Hanna Birna segir að um sé að ræða skeytasendingar blaðamanns sem flestir myndu telja óeðlileg. „Það kemur fram í umræddum skeytum að það sé eins gott fyrir hana [Þóreyju Vilhjálmsdóttur] að játa glæpinn annars verði fjallað um málið á forsíðu blaðsins,“ segir Hanna og bætti við að hún hefði séð umrætt skeyti. Hanna vildi samt sem áður ekki notast við það orðalag að um væri að ræða hótanir. „Hef undanfarið verið hugsi yfir ýmsu í okkar góða samfélagi. Hef sjálf í flóknum pólitískum aðstæðum lagt mig fram um að breyta rétt á hverjum tíma, vinna verkin sem bíða og gæta þeirra almannahagsmuna sem mér var treyst fyrir. Hefði án efa getað brugðist við ýmsu með öðrum hætti - en sterkust situr þó eftir tilfinningin um þau áhrif sem langvarandi vantraust okkar sem þjóðar til hvors annars og grunngilda samfélagsins hefur haft.“ Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í stöðufærslu sinni á Facebook í dag. Óhætt er að segja að Hanna Birna hafi mikið verið í kastljósinu undanfarna mánuði vegna lekamálsins svokallaða, en nýlega sagði hún sig frá ákveðnum málaflokkum ráðuneytis síns í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var ákærður af ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Innlegg frá Hanna Birna Kristjánsdóttir. Lekamálið Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Hanna Birna var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og þar sagði hún við Björn Inga Hrafnsson, umsjónamann þáttarins, að hún hefði aldrei séð stjórnmálin sem einhverja endastöð og gæti alveg eins séð sjálfan sig á öðrum starfsvettvangi. Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum. „Ég hef fengið hótanir, morðhótanir og skeytasendingar sem ég trúiði ekki að væru til í okkar samfélagi. Ég hélt að þetta væri ekki til og ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi. Ég hef haft áhyggjur af öryggi mínu og heimili mínu.“ Hanna sagði einnig að hún hafi í gegnum tíðina haft góð samskipti við fjölmiðla en hún nefndi til sögunnar að DV hafi skrifað ótal rangar fréttir um lekamálið svokallaða. „Ég veit ekki hversu mörg hundruð fréttir hafa verið skrifaðar um mig á þeim miðli sem voru beinlínis rangar. Minn aðstoðarmaður Þórey Vilhjálmsdóttir telur að hún hafi fengið þannig aðdróttanir að hálfu DV og starfsmanna þar að hún þurfi að leita réttar síns hvað það varðar.“ Hanna Birna segir að um sé að ræða skeytasendingar blaðamanns sem flestir myndu telja óeðlileg. „Það kemur fram í umræddum skeytum að það sé eins gott fyrir hana [Þóreyju Vilhjálmsdóttur] að játa glæpinn annars verði fjallað um málið á forsíðu blaðsins,“ segir Hanna og bætti við að hún hefði séð umrætt skeyti. Hanna vildi samt sem áður ekki notast við það orðalag að um væri að ræða hótanir. „Hef undanfarið verið hugsi yfir ýmsu í okkar góða samfélagi. Hef sjálf í flóknum pólitískum aðstæðum lagt mig fram um að breyta rétt á hverjum tíma, vinna verkin sem bíða og gæta þeirra almannahagsmuna sem mér var treyst fyrir. Hefði án efa getað brugðist við ýmsu með öðrum hætti - en sterkust situr þó eftir tilfinningin um þau áhrif sem langvarandi vantraust okkar sem þjóðar til hvors annars og grunngilda samfélagsins hefur haft.“ Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í stöðufærslu sinni á Facebook í dag. Óhætt er að segja að Hanna Birna hafi mikið verið í kastljósinu undanfarna mánuði vegna lekamálsins svokallaða, en nýlega sagði hún sig frá ákveðnum málaflokkum ráðuneytis síns í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var ákærður af ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Innlegg frá Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Lekamálið Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira