Það eru ýmsar tilgátur um hin svokallaða „morgunbóner“.
Sumir telja að það komi í veg fyrir að þú pissir á þig. Það er ekki hægt að pissa með hann beinstífan því það lokast fyrir þvagrásina. Þannig getur þú ekki ruglast og haft sáðlát þegar ætlaðir að pissa og öfugt.
Aðrir telja að þetta geti verið afleiðing kynferðislegra hugsana.
Þá eru allskonar líffræðilegi ferli sem gerast í líkamanum í svefni, sérstaklega þegar við erum í draumsvefni (REM stiginu) og þetta getur verið ein afleiðing þeirra.
Á hverri nóttu fer limurinn reglulega í reisn og slaknar aftur, sama má segja um snípinn. Þetta er líffræðilegt ástand sem á sér enga sérstaka eða augljósa ástæðu heldur bara gerist. Þetta meira að segja er byrjað hjá fóstrum í móðurkviði.
Typpi geta farið í reisn af sálrænum ástæðum (t.d. kynferðislegar hugsanir) eða sjálfrátt (hluti af líkamlegu ferli). Því er algjörlega eðlilegt að fá bóner án þess að vera neitt að pæla sérstaklega í því, en einnig að fá hann þegar þú hugsar um eitthvað kynferðislega.
Líklegasta skýringin á morgunbóner er þó talin vera sú að það er hollt fyrir kynfærin að fá blóðið til að flæða til sín og því er þetta hreystismerki. Líkaminn passar upp á að halda kynfærunum heilbrigðum.
Þó er mikilvægt að taka fram að þetta er eðlilegt ástand og gefur ekki til kynna kynferðislega drauma eða langanir. Sofandi einstaklingur getur ekki gefið samþykki fyrir kynlífi svo beinstífur limur er ekki boðskort til kelerís.