Peningar eru stórmál í mörgum samböndum og það er áhugavert að heyra álit fólks á því hver eigi að skaffa í sambandinu, hver stjórni raunverulega eyðslunni og hvort peningar skipti raunverulega máli í ástinni.
Það má vel vera að það þyki ósexí að tala um fjármál en það er nauðsynlegt því á einhverjum tímapunkti mun það koma upp og það er vissara að vera á sömu blaðsíðunni í þessum málum því annað gæti valdið töluverðum titringi.
Þessi heimildarmynd varpar ákveðnu ljósi á upplifun ólíkra einstaklinga á fjármálum og ástinni.